Frambjóðandi

Þá er það staðfest, ég er orðin frambjóðandi Dögunar  í þriðja sæti í Reykjavík suður.  Framboðslistar Reykjavíkurkjördæmanna  voru samþykktir á félagsfundi  á  föstudaginn.  Ég vil þakka félögum mínum í Dögun fyrir að treysta mér í þetta mikilvæga verkefni sem framundan er þ.e að koma stefnumálum okkar á framfæri.

 

 Við erum mörg sem höfum  unnið að þessu framboði í langan tíma.  Dögun átti eins árs afmæli 18.mars síðastliðinn en það var ekki upphafið því vinna að mótun framboðsins á sér rætur allt frá haustinu 2011. Hugmyndin var að reyna að sameina krafta margra hópa og finna það sem gæti sameinað okkur . Við vildum gera hlutina alveg frá grunni og byrjuðum því að búa til mjög lýðræðisleg lög sem settu okkur  ákveðinn vinnuramma.  Við lögðum gríðarlega mikla vinnu í að búa til kjarnastefnu flokksins  en það eru þau stefnumál sem sameina okkur og við leggjum mesta áherslu á að koma í framkvæmd.

Síðastliðið ár höfum við reynt að láta í okkur heyra og unnið enn frekar að stefnumálum okkar.  Félagsmenn Dögunar hafa komið að því að móta stefnu okkar í málefnahópum.  Við höfum leitað lausna víða og auðvitað erum við ekki  að finna upp hjólið.   Það sem hefur einkennt þessa stefnumótunarvinnu er að við höfum leitað lausna með hagsmuni almennings í fyrirrúmi og við þorum að fara óhefðbundnar leiðir. Við ætlum okkur að ögra sérhagsmunaöflunum. Auðvitað munu þeir sem valdið hafa reyna að gera allt til að láta rödd okkar ekki heyrast og gera okkur ótrúverðug. Ég hlakka til að vinna með öllu því góða fólki sem er með mér í Dögun. Á framboðslistum okkar er  ekki endilega fína og fræga fólkið heldur margt hugsjónafólk sem hefur staðið í eldlínunni undanfarin ár og barist fyrir réttlátara þjóðfélagi. Ég er stolt af því að fá tækifæri til að vinna með þessum eldhugum. Mikilvægasta verkefnið framundan er þó að koma að gagni fyrir land og þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helga mín þú hefur nú sýnt ótrúlegan dugnað og eindrægni í að vinna að þessu framboði, að öllum öðrum ólöstuðum er það mín meining að þú og Guðjón Arnar hafi lagt hvað mest af mörkum í þeirri vinnu.  En við erum jú bara að gera þetta öll saman og það er bara svo gott, eins ólík og við erum, þá nær vináttan alltaf yfirhöndinni hjá okkur öllum.  Þess vegna hlakka ég afar mikið til að taka slaginn fyrir þessar kosningar, oft var þörf en nú er nauðsyn að taka til hendinni og vinna Íslandi og íslendingum allt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2013 kl. 18:31

2 identicon

Til hamingju Helga.  Þú ert vel að þessu komin.  Gangi Dögun sem allra best.

Frímann Sigurnýasson (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband