Að þora

Ég trúi ekki öðru en að fólk þori að hugsa upp á nýtt og þori kjósa eitthvað annað en það sama gamla í þessum kosningum. Mig langar allavega að trúa því að nú sé fólk nógu kjarkað til að breyta. Eftir að hafa fylgst með kosningaumfjöllun síðustu vikna þá hef ég oft spurt sjálfa mig að þessari spurningu. Hvernig væri umræðan ef ekki væru allir þessir nýju flokkar? Ykkur finnst þetta kannski skrítin spurning en sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur? Gömlu flokkarnir fastir í frösum og segja okkur sem mest í einhverjum orðaflaumi sem við skiljum sem minnst lítið í og svo kæmi Björt framtíð inn á milli og segði okkur að flokkarnir ættu ekki að vera með svona mikið vesen og við ættum að tala meira saman. Mér finnst líka merkilegt að fylgjast með því hvað fjölmiðlafólk er svolítið óöruggt með þessa nýju stöðu. Það er vant því að tala við þessa hefðbundnu stjórnmálaflokka og öll umræðan á að snúast í kringum þá. Vissulega er viðleitni í að leyfa okkur að vera með en á einhvern hátt skynja ég að viðhorfið er annað.

Ég er frambjóðandi Dögunar í Reykjavík og er ákaflega stolt af því að vera þátttakandi í þessari gerjun sem á sér stað íslenskri pólitík.  Dögun er nýtt stjórnmálaafl sem vill og þorir að gera breytingar á íslensku samfélagi. Þú kjósandi góður þarft fyrst og fremst að kjósa með hjartanu og kynna þér stefnumál nýju flokkanna og ég vil hvetja þig til að kynna þér stefnumál Dögunar á xt.is. Saman erum við sterk og saman getum við byggt þjófélag sem byggir á sanngirni og réttlæti. Látum ekki hræða okkur til hlýðni með því að reka okkur í gömlu réttirnar því nú er lag til að prófa eitthvað nýtt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér undir hvert orð.  Samt verð ég að segja að skondnasta auglýsingin kemur frá Vinstri grænum; hækkum laun kennara..   Hver er búin að vera menntamálaráðherra s.l. 4 ár? 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2013 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband