Meira um forsendubrest

Það má ekki afnema verðtrygginguna því hún framleiðir svo mikla peninga sem gerir bönkunum kleift að framleiða ennþá meiri peninga. Sú skuldsetning sem skapast við þetta veldur aukinni verðbólgu því peningar eru búnir til sem skuld. Þetta gagnast bönkunum og fjármagnseigendum.

Að halda stýrivöxtum háum eykur ávöxtun bankanna og eykur allan kostnað í þjóðfélaginu þannig að verðbólgan eykst og þess vegna kunna bankarnir vel við háa stýrivexti. Þess vegna verða þeir sennilega áfram háir.

 Bankarnir og Seðlabankinn mega ekki heyra minnst á leiðréttingasjóð  því þá fær Seðlabankinn vald til að búa til peninga sem bankarnir vilja halda fyrir sig. Okkur er ógnað með því að þá munu matsfyrirtækin senda okkur í ruslflokk. Matsfyrirtækin eru jú vinir fjármálafyrirtækjanna og það má alls ekkert gera sem að skerðir völd bankanna.

Að leiðrétta forsendubrestinn með fjármunum vogunarsjóða kemur ekki til greina því þeir eiga bankana og bankarnir virðast alltaf fá sitt .

Fjármálastofnanir ráða yfir gríðarlegum fjármunum og geta því ráðið til sín áróðursmeistara sem  segja okkur almenningi að það fari allt í vitleysu ef við ætlum að breyta einhverju af þessum atriðum. Öll brögð eru notuð og þeir eru meistarar í því að etja okkur saman með alls kyns hræðsluáróðri.

Hvenær ætlum við að fara að skilja völd bankanna og fjármálakerfisins. Við þurfum að fara snúa okkur að bönkunum til að fara að breyta einhverju í þessu þjóðfélagi og hætta að rífast innbyrðis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband