Getum við tekið á okkur auknar byrðar

Getum við tekið á okkur auknar byrðar? Ég held að við munum aldrei geta staðið undir öllum þeim skuldum sem á okkur hvíla. Er ekki betra að viðurkenna það strax og lýsa yfir greiðslustöðvun í 5 -10 ár eins og mörg ríki hafa gert áður en við tökum á okkur svona gríðarlegar skuldbindingar. Förum að horfast í augu við staðreyndir. Við munum aldrei geta borgað Icesave. Mér finnst líka ákaflega einkennilegt að þó að dómstóll kæmist að því að við við ættum ekki að borga þá eigum við samt að halda áfram að borga. Hvers konar hálfvitagangur er þetta búum við ekki í réttarríki.
mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Við eigum ekki að borga þetta af því að þetta eru ekki okkar skuldir. Það vita líka Bretar og Hollendingar sjálfir enda standa þeir fastir á kröfunni um að ef einhverntíma yrði farið fyrir dómstóla þá skipti sú niðurstaða engu máli!

Hringir það engum bjöllum hjá þessum sauðum sem halda að þeir séu samninganefnd?

Örvar Már Marteinsson, 18.10.2009 kl. 00:08

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég segi nei við fyrstu spurningunni og já við því að lýsa fyrir greiðslustöðvun í 5-10 ár allavega.  Og ég hafna IceSlave algjörlega, svo þarf náttúrulega að losna við AGS á morgun helst. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.10.2009 kl. 00:11

3 identicon

Þetta er ekki hægt að kalla "samning"! Hvaða helv... rugl er þetta? Það er ekki einu sinni búið að staðfesta að við eigum að borga þetta. Þetta verður sífellt verra :(

Guð minn góður... allt er að fara á verri veg...

SÓ (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 00:20

4 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Við erum svo mörg sem erum ósátt við þennan gjörning stjórnvalda og samt koma Steingrímur og Jóhanna svona vel út í skoðanakönnunum. Finnst ykkur þetta ekki eins og eitthvað aðkeypt sjónarspil sem á að villa um fyrir lýðnum

Helga Þórðardóttir, 18.10.2009 kl. 00:34

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Einmitt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.10.2009 kl. 00:38

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fyrir þá sem þyrstir í Innlokaða innri samkeppni Meðlima-Ríkja EU og stöðuleikanum sem henni fylgir þá hljóta þeir að skilja að við almenningur 90% verðum með öllu ósamkeppnifær.

Júlíus Björnsson, 18.10.2009 kl. 00:57

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Að fullyrða að eitthvað sé ekki hægt er afar vafasamt og beinlínis rangt að mínu áliti. Þessi skoðun mín kemur ICESAVE eða skuldamálum þjóðarinnar ekkert við. Mannkyninu er á hverjum tíma nauðsynlegt að trúa á "hið ómögulega" og við Íslendingar höfum margsannað það í gegnum aldirnar að okkur tekst hið ómögulega.

Svo eins og Jón Ísberg fyrrverandi Sýslumaður okkar Húnvetninga sagði við mig á aðdraganda míns persónulega gjaldþrots.

"En mundu eitt, þetta eru bara peningar"

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.10.2009 kl. 11:37

8 identicon

"En mundu eitt, þetta eru bara peningar"

Þú ættir kannski aðeins að tala við Breta og Hollendinga.

Þetta eru jú vissulega peningar og margt er mikilvægara í heiminum en peningar. Samt sem áður ráða peningar því hvort þú  getur keypt í matinn fyrir fjölskylduna þína, hvort þú hafir efni á því að fara á spítala(þegar þarf að sækja peninga í gegnum það kerfi), hvort þú getir sent börnin þín í skóla(sama og áður) og almennt hvort þú getir boðið börnunum þínum upp á sómasamlegt líf. Hérna er ég ekki að hugsa um allt sem er "gott að hafa en ónauðsynlegt", en peningar skipta máli og loka setning þín er því fáránleg.

Gunnar T. (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband