Nú verður enn frekari hjarðhegðun hjá Samfylkingunni

Þessi áskorun verður sennilega til þess að allir Samfylkingarþingmennirnir  staðfesta Icesave samkomulagið. Fyrir þeim er mikilvægara að ganga inn í ESB en að verja hagsmuni Íslendinga. Það verður hins vegar athyglisvert að fylgjast með því hvernig VG þingmenn bregðast við þessari áskorun. Ég hefði haldið að þeir væru ekki eins æstir í að þóknast Evrópusambandinu. Hvað segir Heimsýnarformaðurinn núna ?


mbl.is Skora á Alþingi að samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður er allt útlit fyrir það að Heimssýnarformaðurinn sé með "kápuna" á báðum öxlum í þessu máli sem svo mörgum öðrum.

Jóhann Elíasson, 26.11.2009 kl. 15:24

2 identicon

Nú er kominn tími á að standa upp frá tölvunni og gera eitthvað í þágu landsins.

Allir að mæta á austurvöll á laugardag!

Geir (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 17:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað getum við gert til að sporna við þessum ósköpum Helga mín.  Ég á ekki orð yfir þessari Samfylkingu.  Hér þarf eitthvað kraftaverk að koma til, til að stoppa landráðamennina af.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2009 kl. 21:59

4 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ásthildur ég er nánast ráðþrota. Ég er reyndar mjög þrjósk og þess vegna mun ég berjast til síðustu stundar. Ég vil hvetja alla til að fara inn á inndefence.is og skora á Ólaf Ragnar að setja þetta málefni í hendur þjóðarinnar.

Helga Þórðardóttir, 26.11.2009 kl. 23:30

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Helga.

Þú segir að Samfylkingarþingmenn muni sennilega allir staðfesta Icesave samkomulegið og segir svo. Fyrir þeim er mikilvægara að ganga inn í ESB en að verja hagsmuni Íslendinga.Þetta sem hér er feitletrað eru í mínum huga hin mestu öfugmæli. Það eru einmitt þingmenn Samfylkingarinnar sem harðast standa með þjóð sinni og vilja hag hennar sem mestan. Að sækja um aðild að ESB er gert á þeim forsendum að við Samfylkingarfólk teljum að hag þjóðarinnar sé betur borgið innan ESB en utan. Þarna er ekki á ferðinni neitt GÆLUVERKEFNI heldur ákvörðun sem byggð er á köldu mati eftir mikla undirbúningsvinnu.

Að samþykkja ICESAVE samninginn er heldur ekki neitt GÆLUVERKEFNIheldur illskásti kosturinn í stöðunni efir fall bankanna og samþykki sem þegar var gert og gáleysistal þá verandi Seðlabankastjóra í fjölmiðlum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.11.2009 kl. 00:29

6 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Hólmfríður það er gott að þér líður vel með þesssa sannfæringu. Ég er á öðru máli og hef miklar áhyggjur af framtíð okkar með allar þessar skuldir. Ég hef litla trú á því að Bretar og Hollendingar verði góðir húsbændur.

Helga Þórðardóttir, 27.11.2009 kl. 00:59

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Víst er þetta GÆLUVERKEFNI Hólmfríður, innan LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR hefur aldrei farið fram NEIN ALVÖRUvinna varðandi ESB allt þeirra bull er byggt á tilfinningum og engu KÖLDU mati.

Jóhann Elíasson, 27.11.2009 kl. 11:25

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga og takk fyrir þína mörgu góðu pistla.

En ég vil minna á skynsemisorð Andra Geirs í Silfrinu á sunnudaginn, þar sem hann benti á með rökum, að eina sem gæti bjargað þjóðinni frá gjaldþroti, eftir ICEsave, væri aðild að ESB, þeir myndu hugsanlega aflétta hluta af þeim kaleik af íslensku þjóðinni.

Og þá er það stóra spurningin, af hverju vilja VinstriGrænir svona ólmir í ESB.  Og af hverju var þessi vilji til ESB inngöngu, ekki þeirra aðalkosningamál.

ESB aðild eru nú einu sinni bein afleiðing af samþykki ríkisábyrgðar á ICEsave skuldum Björgólfs og Björgólfs.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2009 kl. 18:50

9 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Takk piltar fyrir innlitin, gott að finna að ég er ekki ein á báti.

Helga Þórðardóttir, 28.11.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband