Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Hér er svarbréfið til Strauss Kahn

 Hér kemur svarbréfið sem ég og fjórtán aðrir áhyggjufullir Íslendingar sendum Dominique Strauss Kahn framkvæmdastjóra AGS. Við höfum hist á mörgum fundum og reynt að kynna okkur stöðu þjóðarbúsins eftir bestu getu. Í stuttu máli erum við mjög áhyggjufull og teljum að við þurfum að leita svara hjá sérfræðingum fyrir utan landsteinana. Vonandi fáum við áheyrn hjá Srauss Kahn í þetta sinn. Bréfinu fylgja gröf sem ég gat ekki sett inn en þau en ég mun vonandi bæta úr því seinna.

 

Hr. Dominique Strauss Khan                                                                          

framkvæmdastjóri

Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn

Washington, D.C., 20431

U.S.A.

 

Ágæti Strauss Kahn:

Við þökkum fyrir svarbréf yðar frá 12.11 2009.

Fyrst viljum við segja að okkur er það fullkomlega ljóst að aðkoma utanaðkomandi sérfræðinga að málum Íslands á sínum tíma var nauðsynleg bæði vegna stærðar vandans og þess að íslenskir ráðamenn gerðu sér ekki fulla grein fyrir alvarlegri stöðu landsins.  Þær hörmungar sem íslensk þjóð er að ganga í gegnum er að okkar mati staðfesting á vanhæfni stjórnsýslunnar og íslenskra bankamanna.

Varðandi svör þín vegna ICESAVE deilunnar viljum við taka eftirfarandi fram.

Í viljayfirlýsingunni milli Íslands og AGS frá október 2008, grein 9, kemur greinilega fram vilji AGS í  málinu. Þar eru íslensk stjórnvöld skylduð til að ræða við Breta og Hollendinga eingöngu á forsendum þeirra og án þess að Ísland ætti í raun nokkra von vegna aðstöðumunar þjóðanna. Með þessu blandaði sjóðurinn sér í milliríkjadeilu. Í annan stað eru Íslendingar skyldaðir í sömu grein  til að endurgreiða fyrrnefndum þjóðum forfjármögnun þeirra á ICESAVE. Forfjármögnun sem þær höfðu ekkert samráð við Ísland um og ákváðu algjörlega upp á sitt einsdæmi. Í þriðja lagi er það okkar mat að Íslendingar hafi verið neyddir með ICESAVE samkomulaginu til þess að brjóta þá meginreglu EES reglnanna að einkabankar og gjaldþrot þeirra skulu aldrei njóta ríkisábyrgðar á EES svæðinu („In order to avoid distortions of competition, public credit institutions must not include in their own funds guarantees granted them by the Member States or localauthorities“ (1)(2) ). Í fjórða lagi kemur fram í fyrrnefndri viljayfirlýsingu frá október 2008, grein 24, að samningar við Norðurlöndin séu fyrirhugaðir og því hafi skilyrði þeirra um Icesave væntanlega ekki verið upp á borðum þegar AGS skyldaði Íslendinga til að klára ICESAVE deiluna. Norðurlöndin fóru einfaldlega eftir þeirri línu sem lögð hafði verið af AGS í viljayfirlýsingunni frá október 2008 milli Íslands og AGS. Í kjölfar svarbréfs þíns til okkar spunnust nokkrar umræður á Íslandi og í Noregi. Efnahags- og viðskiptaráðherra  Íslands telur þig hafa „..skautað dálítið létt yfir þessa tengingu“(3).  Ráðuneytisstjórinn í norska fjármálaráðuneytinu kveður heldur fastar að og segir skilning þinn ekki réttan varðandi hlut Norðmanna í töf á endurskoðun áætlunar AGS. Norðmenn benda sérstaklega á að stjórn AGS hafi farið að vilja Breta og Hollendinga í stjórn AGS í þessu máli (4)(5).

Ekki má skilja orð okkar svo að við teljum ábyrgð íslenskra stjórnvalda og bankamanna léttvæga hvað þá að við viljum hlaupast undan réttmætum skuldbindingum okkar. En réttmæti krafna fyrrnefndra „vina“þjóða eru einmitt vefengdar af mörgum sérfræðingum. 

Óbærileg skuldastaða Íslands er það sem veldur okkur mestum áhyggjum.

Við óttumst að Íslendingar geti ekki staðið í skilum með vexti og afborganir ásamt því að halda uppi norrænu velferðarsamfélagi. Mat okkar er stutt af mörgum vel þekktum sérfræðingum m.a. fyrrverandi starfsmönnum AGS. Það sem eykur á áhyggjur okkar er að AGS virðist ekki vilja viðurkenna þennan vanda, hvað þá að útskýra á sannfærandi hátt það mat sitt að skuldirnar séu bærilegar. Sem dæmi um misræmi má nefna að AGS taldi, í nóvember 2008,  að Ísland gæti í mesta lagi staðið undir skuldsetningu sem nemur 240% af VLF. Í dag teljið þið Ísland þola 310%. Hvað breyttist? Margt bendir til að skuldsetning Íslands muni nálgast 400% af VLF á næsta ári og nægir í því sambandi að benda á hættuna á því að neyðarlögunum verði hnekkt fyrir dómstólum. Mun AGS þá meta 400% skuldsetningu af VLF bærilega, eða er markið enn hærra ef það hentar umræðu framtíðarinnar?

Einnig vekja áætlanir AGS og stjórnsýslunnar um viðskiptajöfnuð komandi ára upp fleiri spurningar en svör (mynd 1). Hvernig má það vera að áætlaður viðsnúningur í viðskiptajöfnuði er í engu samræmi við reynslu okkar úr fortíðinni, hvorki til langs né skamms tíma? Mun AGS td. leggja til verulegar takmarkanir á innflutningi neysluvara í framtíðinni?

Ef fram fer sem horfir mun Ríkissjóður Íslands nota um 25% af tekjum sínum í vaxtagreiðslur af erlendum lánum. Mismunur á greiddum vöxtum og áföllnum upp á milljarðatugi munu leggjast á höfuðstól erlendra lána og þar með auka enn á  byrðar framtíðarinnar. (mynd 2). Ef fram fer sem horfir munu skattahækkanir og niðurskurður draga allan þrótt úr íslensku hagkerfi. Lífskjör munu versna og hætta er á miklum fólksflótta úr landi. Þessa dagana flytja 14 Íslendingar á dag til Noregs, það jafngildir að 2.800 Frakkar flyttu til Noregs á degi hverjum.  Þótt vanhæfni stjórnsýslu og bankamanna á Íslandi hafi átt stóran þátt í hruninu teljum við ekki að það réttlæti þær aðferðir sem AGS notar á Íslandi.

Það hljóta að vera einhver mörk á þeim byrðum sem hægt er að leggja á þjóð vegna í glæpsamlegs klúðurs valdhafa, braskara og stórfyrirtækja.

 Af reynslu undanfarinna mánaða er það orðin einlæg skoðun okkar að skortur á skýrum upplýsingum byggðum á staðreyndum sé stórt vandamál á Íslandi. Í alvöru upplýsingagjöf felst t.d. að segja okkur satt og skýrt frá stöðu mála á hverjum tíma og leggja fram til umræðu áætlanir til skemmri og lengri tíma. Bæði íslensk stjórnvöld og AGS virðast forðast að draga fram sanna mynd af nánustu framtíð Íslands. Upplýsingagjöf AGS um endurgreiðslur skulda Íslands bera með sér ósamræmi milli áætlana byggðum á rauntölum fortíðarinnar og reiknikúnstum stjórnsýslu og AGS.

Þrátt fyrir endurtekna fundi, ýmissa hópa, með Mr. Rozwadowski teljum við svör hans ekki fullnægjandi. Þar sem vaxandi óróleika gætir meðal þjóðarinnar og krafan um skýr svör verður sífellt almennari, ítrekum við því ósk okkar um fund með þér.

Tilvitnanir..

1)       DIRECTIVE 2000/12/EC OF THE EUROPEAN PARLIAMENT AND OF THE COUNCIL

2)       Directive 94/19/EC of the European Parliament

3)       http://www.althingi.is/altext/raeda/138/rad20091116T153314.html

4)        http://www.stortinget.no/no/Saker-og-publikasjoner/Publikasjoner/Referater/Europautvalget/2009-2010/091021/

 

http://www.stortinget.no/no/Saker-og-publikasjoner/Publikasjoner/Referater/Stortinget/2009-2010/091119/ 

 

 

 

 

 

 


Er þöggun í gangi hjá RUV

Horfði á fréttatíma kvöldsins bæði á RUV og stöð 2. Það vakti athygli mína að hvorki var minnst á stórgóðan útifund á Austurvelli né Icesaveumræðuna  sem fram fer á Alþingi Íslendingaá RUV. Stöð 2 nefndi bæði þessi mál og að auki var greinagóð frétt um yfirlýsingar fjármálaráðherra Hollands síðan í mars um það að okkur beri ekki lagaleg skylda til að borga Icesave. Er einhver þöggun í gangi hjá RUV?

Mætum á Austurvöll á morgun kl 15

Mótmælum óréttlætinu í þjóðfélaginu. Stöndum saman, það er eina vopnið okkar. Mótmælum ráni bankanna á stórum hluta fasteigna okkar. Stöndum með Hagsmunasamtökum Heimilanna, stöndum með okkur. Sumir skulda ekki mikið. Samt eru margir sem skulda of mikið, að nauðsynjalausu. Gagnast gjaldþrot að nauðsynjalausu börnunum okkar?

Mótmælum líka Icesave. Gagnast skuldir Icesave afkomendum okkar?

Látum ekki Gordon Brown kúga okkur!!


Nú verður enn frekari hjarðhegðun hjá Samfylkingunni

Þessi áskorun verður sennilega til þess að allir Samfylkingarþingmennirnir  staðfesta Icesave samkomulagið. Fyrir þeim er mikilvægara að ganga inn í ESB en að verja hagsmuni Íslendinga. Það verður hins vegar athyglisvert að fylgjast með því hvernig VG þingmenn bregðast við þessari áskorun. Ég hefði haldið að þeir væru ekki eins æstir í að þóknast Evrópusambandinu. Hvað segir Heimsýnarformaðurinn núna ?


mbl.is Skora á Alþingi að samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er til fólk sem hugsar rökrétt

Sem betur fer eru nokkrir einstaklingar á Alþingi Íslendinga sem hugsa ennþá eins og Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Því miður eru flestir þingmenn í einhvers konar afneitun og halda að við getum borgað. Losum okkur út úr öllum flokksgröfum og horfumst í augu við það að við munum aldrei geta staðið undir öllum þessum skuldabyrðum. Hef fylgst með störfum þingsins í dag og finnst fáránlegt að stjórnarliðar sýna þessu máli engan áhuga. Er mönnum alveg sama um framtíð Íslands?
mbl.is 79 þúsund borga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Norðmenn komnir í stríð við Strauss-Khan

Við vorum nokkur sem skrifuðum bréf til Strauss-Khan um daginn.

 

Reykjavík, November 2nd, 2009

Mr. Dominique Strauss-Kahn

Managing Director

The International Monetary Fund

Washington, D.C.,  20431

U.S.A.

 

The current economic crisis is the most serious challenge Iceland has ever faced. Iceland‘s problems are partly due to the ongoing global economic upheaval. Further reason for the depth of this crisis in Iceland, is that the banks which were privatised - in accordance with IMF policy - early this century, were much too risk-seeking. It is reprehensible that the Icelandic government did not intervene to halt this development. Following the collapse of the banking system, the Icelandic government sought IMF assistance in October 2008.

We, the signees of this letter, seriously doubt that the cooperation between Iceland and the IMF is for the benefit of the Icelandic nation. It is becoming clear to us that the agenda of the IMF is primarily to indebt the Icelandic nation in order to protect the interests of investors. We, the Icelandic People, take on an enormous  responsibility, and it is our obligation to ensure that future generations will not be mired in debt beyond their capacity to pay. As Icelandic citizens we are entitled to clear answers to our burning questions.

Resent surveys have shown that a clear majority of the Icelandic People is against further cooperation with the IMF. A key factor here is that the IMF put the Icelandic goverment up against the wall to protect the interests of UK and Holland in the Icesave dispute. It is unacceptable that an international organization should conduct its business in such a manner, and this has seriously undermined the credibility of IMF in Iceland.

As the fundamental interests of a whole nation and our future generations are at stake, we request a meeting with you, the Managing Director of the IMF. We would like to discuss with you the economic program for Iceland and ask you to explain certain components of it. We will present careful criticism based on official data. The meeting can take place in Reykjavík, Washington or any other location of your choice. It is essential that this meeting take place as soon as possible and no later than December 15th 2009.

We, the signees of this letter, are citizens of Iceland. We are of all ages, both genders, and have different political views. After the banks collapsed last fall we organised civil meetings where government ministers and members of Parliament appeared and answered questions from the public – face to face. We believe that you, as the Managing Director of the IMF, should consider it an honour to follow in the footsteps of members of the oldest parliament in the world, Alþingi,and meet us in an open and honest discussion.

Agnar Kr. Þorsteinsson, IT technician,

Ásta Hafberg, Project Manager

Elías Pétursson, Managing Director

Einar Már Guðmundsson, Author

Gunnar Skúli Ármannsson, MD

Gunnar Sigurðsson, Artistic Director

Guðmundur Andri Skúlason, Marine Engineer

Halla Gunnarsdóttir, MA in International Relations

Haraldur L. Haraldsson, Economist

Heiða B. Heiðarsdóttir

Helga Þórðardóttir, Teacher

Herbert Sveinbjörnsson, Filmmaker

Lára Hanna Einarsdóttir, Translator and Tourist Guide

Lilja Mósesdóttir, Member of the Icelandic Parliament

Ólafur Arnarson, Author and Columnist

 

Please respond to:

Open Civil Meetings

c/o Gunnar Sigurðsson 

Hólmgarði 27

108 Reykjavík

Iceland

Email: gus@mmedia.is

 

Hann svarið okkur svo á föstudaginn var.

 

 

Letter from IMF Managing Director to Open Civil Meetings

November 12, 2009

Open Civil Meetings
c/o Gunnar Sigurðsson
Holmgaroi 27
108 Reykjavik
Iceland

Dear Mr.Sigurðsson

Thank you for writing to me about your concerns on behalf of the group that you represent. I couldn’t agree more that the current economic crisis is the most serious challenge that Iceland has had to face in recent memory. I also agree that we all—including us here at the IMF—need to do a better job of explaining what is being done to address it. So let me offer a few reflections on the points you raise.

First, on the Icesave dispute. Resolution of this dispute has never been a condition of the IMF-supported program. The IMF is not supposed to involve itself in bilateral disputes between its member countries and did not do so in this instance. However, the Icesave dispute did indirectly affect the timing of the program’s first review since it held up needed financing from Nordic countries (for whom resolution of this dispute was a condition). I am sure you will agree that the government’s program must be internally consistent—it makes no sense to agree on a macroeconomic framework if the money is not available to finance those policies.

Second, on the more general point about Iceland’s indebtedness. The IMF and the Icelandic authorities recognized from the beginning that Iceland’s post-crisis level of indebtedness would represent a huge challenge to the country. That is why we agreed, as a key principle, that the government should not absorb creditor losses. As I am sure you are aware, investors and creditors have in fact sustained very large losses due to this crisis. Despite repeated appeals for bail outs, the government has not stepped in to shield them.

Third, regarding the origins of Iceland’s crisis. I agree that they lie in the financial sector. Banks took outsized risks, and supervision and regulation failed to rise to the challenge. Privatization did set the stage for this, but this was not a matter of following IMF policy: we did not then and do not now have any policy which requires countries to privatize banks. I want to assure you that the IMF-supported program recognizes that this tragedy cannot be allowed to repeat itself. This is the key reason why there is a focus on reforms to strengthen banking regulation and supervision.

Looking back over the last year, I am certain that the cooperation between the IMF and Iceland has been to Iceland’s benefit. The financing provided by the IMF, together with loans provided by countries within the context of the IMF-supported program, is exceptional relative to the size of Iceland’s economy. This massive assistance has helped stabilize Iceland’s exchange rate, protecting citizens who were exposed to foreign exchange and inflation-indexed debt from enormous increases in their debt service burden. It has also made it possible for the government of Iceland to run a large fiscal deficit that has cushioned the impact of the crisis on the economy. And while I realize it may not seem that way for many of Iceland’s citizens, Iceland’s economic contraction has in fact been milder than what many other countries that have been hit hard by the crisis have gone through to date.

Looking ahead, the IMF will continue to support Iceland’s efforts to extricate itself from this crisis for as long as your government requires it. Without wanting to minimize the hardship your country is going through right now, we are confident that the policies and financing now in place are in Iceland’s best interest and will continue to ease the burden of adjustment.

I regret that I will not be able to meet with your group in person, but I hope that this letter has helped clarify the IMF’s stance on some of the challenges facing Iceland. The IMF’s resident representative in Iceland, Mr. Rozwadowski, whom some of you have already met, would be happy to meet with you to further clarify the Fund’s role in Iceland.

Yours sincerely,



Dominique Strauss-Kahn
Managing Director

 

Núna eru Norðmenn komnir í fýlu út í AGS og Strauss-Khan sérstaklega, telja hann fara með rangt mál og það sé ekki Norðurlöndunum að kenna að endurskoðun AGS hafi dregist á langinn, sjá frétt ABC Nyheter í Noregi.

Ætli ég hafi komið af stað styrjöld??

 

*

 

 


"Tíðindalaust af austurvígstöðvunum"- bara smá fréttir frá AGS

Í fréttum kvöldsins heyrði ég þessar fullyrðingar:

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sér ýmis batamerki í íslenska efnahagslífinu.

Staðan er hins vegar slæm bæði hjá fyrirtækjum og heimilum í landinu.

2/3 lána  til fyrirtækja þarf að endurskoða og jafnvel afskrifa.

Við erum meðal skuldugustu þjóða í samanburði.

Við skuldum 310 % af landsframleiðslu. 

Skuldirnar eru hins vegar viðráðanlegar.

Strangt aðhald í peningamálum er þó áfram nauðsynlegt. 

Við þurfum enn meira aðhald í ríkisfjármálum.

 

Fyrir hrun hefði ég sjálfsagt ekkert velt þessu mikið fyrir mér og bara haldið áfram að ganga frá í eldhúsinu. Ég hefði sjálfsagt tekið þetta allt gott og gilt og trúað því að þarna væru menn á ferðinni sem væru að hugsa um  velferð  mína og þjóðar minnar. 

Núna velti ég svona fullyrðingum fyrir mér. Hvað þýðir t.d. bati í efnahagslífinu? Þýðir það að það verður betra mannlíf á Íslandi eða fá fjármagnseigendur og bankarnir fleiri tækifæri til að braska áfram.

Ég velti því líka fyrir mér af hverju var bara talað um að afskrifa skuldir hjá fyrirtækjum en ekki heimilum. Ég veit að fyrirtækin eru mikilvæg en eru heimilin það ekki líka?

Hvað þýðir viðráðanlegar skuldir. Ég vil gjarnan fá nánari skýringu á því hvaða merkingu þeir leggja í viðráðanlegar skuldir. Mér væri t.d. ekki sama um það ef meirihluti launa minna færi í að borga afborganir og vexti af lánum og ég hefði ekkert svigrúm til að gera  nokkurn skapaðan hlut.

Hvað þýðir enn meira aðhald í ríkisfjármálum? Verður fyrst og fremst ráðist í að skera niður í velferðarmálum. Hvers konar samfélag verður á Íslandi eftir nokkur ár ef stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ræður för, varla Norrænt velferðarþjóðfélag. Ég bara spyr.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband