Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Eru skuldarar réttdræpir

Ég vil vekja athygli á mjög athyglisverðum borgarafundi í Háskólabíói mánudaginn 26. september kl. 20. Þessi fundur verður vonandi upphafið af andstöðuvori á þessu hausti. Sú niðurstaða byggist reyndar á okkur sjálfum.

Frummælendur verða Sturla Jónsson sem hefur lúslesið lagasöfn landsins sem snúa að lántökum og meðrferð slíkra mála. Við þann lestur hefur hann uppgötvað ýmis lögbrot sem framin eru á lántakendum.  Honum hefur gengið erfiðlega að fá góð gagnrök við fullyrðingum sínum hjá lærðum. Þess vegna er m.a. boðað til þessa fundar til að ræða þessi máli. Ennþá hefur ekki tekist að fá meðmælenda við beitingu núverandi laga og stefnir í að niðurstaðan verði að á Íslandi fari menn ekki eftir lögum heldur hefðum.

Jóhannes Björn, rithöfundur og höfundur bókarinnar Falið Vald, mun ræða um fjármálkerfið, spillinguna og klikuskapinn og skýra væntanlega fyrir okkur á hverju beiting laga nærist á Íslandi. Björn Þorri Viktorsson Hæstaréttarlögmaður sem hefur látið til sín taka varðandi lánamál heimilanna mun segja okkur frá sinni sýn á þessi mál. Ragnar Þór Ingólsfsson stjórnarmaður í VR hefur ígrundað lífeyrissjóðakerfið okkar og hagsmunatengslin í kringum það kerfi. Hann mun fræða okkur um það og hlutverk lífeyrissjóðakerfisins sem lánadrottins á Íslandi.

Fundurinn verður örugglega mjög merkilegt innlegg í umræðu dagsins. Hann fjallar um hagsmunamál allra lántakenda og réttarstöðu þeirra. Hann gæti orðið upphafið að syllu sem ekki gefur eftir í baráttu þeirra sem finnst að réttur hafi verið brotinn á sér sem lántakenda á Íslandi.

Mætum og sýnum borgarlega virkni.

 

 borgarafundur_26_09_2011.jpg

 

Undirskriftasöfnun Hagsmunasamtök Heimilanna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband