Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

VERÐTRYGGINGIN ER AÐ KÆFA HEIMILIN

Forystumenn núverandi ríkisstjórnar, þau Jóhanna og Steingrímur, hafa margsinnis lofað að afnema verðtrygginguna. Þau hafa svikið það jafn oft. Verðtryggingin gagnast fyrst og fremst fjármagnseigendum og lánadrottnum. Hún gerir alla vandaða lánastarfsemi af hálfu lánadrottna óþarfa því þeir geta aldrei tapað á sínum lánum vegna verðtryggingarinnar. Að sama skapi setur verðtryggingin lánþegann í vonlausa stöðu því hann getur á engan hátt gert sér grein fyrir greiðslubyrðinni. Mér finnst í hæsta máta óeðlilegt að ríkisstjórn sem kennir sig við norræna velferðarstjórn komi svona fram við lántakendur.


Það er nokkuð víst að það er enginn meirihluti fyrir afnámi verðtryggingarinnar á Alþingi að óbreyttu. Núverandi fyrirkomulag er að leggja þúsundir heimila í rúst. Ef fram heldur sem horfir munu fleiri heimili verða gjaldþrota með skelfilegum afleiðingum. Þrátt fyrir það vill Alþingi ekki koma heimilunum til bjargar.
Almenningur vill afnema verðtrygginguna. Það er  nauðsynlegt að við komum þeim skilaboðum  skýrt til Alþingismanna.

Borgarafundur verður haldinn í Háskólabíói mánudaginn 23. janúar þar sem verðtryggingin verður rædd og áhrif hennar á hag heimilanna. Verðtryggingin er að kæfa heimilin og það vita allir sem lifa við slíkt ástand. Nú er um að gera að hafa kröftugan fund því það er í okkar valdi að skapa þann áhuga hjá þingmönnum sem þarf til að þeir afnemi verðtrygginguna.

Lýsing
Borgarafundur þar sem staða lánþega verður í brennidepli. Auk reynslusagna verður farið í það hvernig verðtryggingin virkar og bent á lausnir.

 



FRAMSÖGUMENN Á FUNDINUM 23. jan.:

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt
Karl Sigfússon, verkfræðingur og millistéttarauli

Marinó G. Njálsson, ráðgjafi
Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi

Pallborðið verður tvískipt en þar verða eftirtaldir:

PALLBORÐ I

Karl Sigfússon, verkfræðingur og millistéttarauli
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt
Sverir Bollason, skipulagsverkfræðingur

PALLBORÐ II

Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi
Marinó G. Njálsson, ráðgjafi
Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður VR

Fundarstjóri: Rakel Sigurgeirsdóttir
Pallborðsstjóri: Eiríkur S. Svavarsson


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband