Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Frétt

Mig langar til að vekja athygli á frétt sem ég las í Fréttablaðinu í gær á bls.16 en þar segir eftirfarandi:
ESA rannsakar lán til VBS
Eftirlitsstofnun EFTA(ESA)ákvað fyrir ári síðan að hefja formlega rannsókn á lánveitingum íslenska ríkisins til fjárfestinabankanna VBS, Sögu og Aska Capital.Bankarnir fengu samtals 52 milljarða króna lánaða frá ríkinu í mars 2009. Saga og VBS fengu samtals 46milljarða króna lánaða. Lánin voru til sjö ára með 2%vöxtum. markaðsvextir á þeim tíma voru 12%. Báðir bankarnir tekjufærðu vaxtaáhrif lánsins afturvirkt í ársreikningum sínum fyrir árið 2008. Við það varð eigarfjárstaða bankanna jákvæð og þeir keyptu sér aukinn líftíma.
Leiði skoðun ESA í ljós að ríkisaðstoðin sem bönkunum þremur var veitt brjóti í bága við ákvæði EES samninginn verður óskað eftir því að íslensk stjórnvöld krefji viðtakendurna um endurgreiðslu hennar. Þeir eru allir gjaldþrota.

Svo mörg voru þau orð.

Ég spyr mig.Hvers vegna erum við ekki að ræða þetta. Er alveg sjálfsagt að setja 52 milljarða af skatttekjum okkar í fjármálafyrirtæki?

Ég spyr bara vegna þess að mér finnst þetta ekki vera rætt í feitletruðum fyrirsögnum fjölmiðlanna.

Þurfum við ekki að fara að forgangsraða í hvað skatttekjur okkar fara í


Konur og stjórnmál

Horfði á Kastsljós kvöldsins og hlustaði á Dag og Þorgerði Katrínu tala og tala um pólitík. Ég var kannski eitthvað annars hugar og mér fannst þetta allt saman allt í einu svo leiðinlegt. Áður en lengra er haldið þá verð ég að viðurkenna að ég hugsa um stjórnmál flesta daga vikunnar. Ég fór því að velta því fyrir mér hvers vegna mér væri svona innanbrjósts og hvers vegna svona margar konur væru að yfirgefa vinnustaðinn Alþingi.
Svarið er ekki einhlítt en það fyrsta sem kemur upp í hugann er vantraust á vinnustaðnum, stöðugar deilur, stöðug gagnrýni, ömurlegur vinnutími, samkeppni og hanaslagur. Ég gæti örugglega talið upp miklu fleiri atriði en læt hér staðar numið.
Eigum við konur þá bara að gefast upp og segja að þetta sé ekkert fyrir okkur og pólitíkin sé bara mannskemmandi.
Eftir nokkra íhugun segi ég Nei. Við megum ekki gefast upp því það er okkar hlutverk að breyta áherslunum og koma á samvinnu og finna lausnir.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband