Ólína ! Ekki vera svona fljótfær

Ólína hefur sýnt það og sannað að hún er allt of fljótfær. Hún var með þeim fyrstu sem réðst fram á ritvöllinn og byrjaði að verja þennan landráðasamning í byrjun sumars. Hún gerði það með litlum öðrum rökum en að við yrðum að klára málið. Hún tók málið strax upp á arma sína án þess að hafa séð samninginn. Þetta varð þess vegna að persónulegu máli eins og hjá Steingrími. Í stað þess að gefa sér smá tíma til að kynna sér málið og hlusta á þjóðina þá þjösnaðist hún áfram. Þegar þingmaður gleymir hvers vegna hann er kosinn á þing þá er ekki von á góðu. Ég bið því Ólinu að hugsa sig vel um áður en hún anar út í einhvern hasar við fólkið í landinu. Ég verð að segja Ólínu það til hróss að hún hefur margar góðar hugmyndir varðandi fiskveiðistjórnun og þar held ég að hún hafi kynnt sér málin þó nokkuð. Ég vil því ráðleggja þér Ólína að fara ekki í stríð við þjóðina með fljótfærni þinni.
mbl.is Kannast ekki við fjöldapóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr, hún Ólína er ekki eini stjórnarþingmaðurinn sem ver þennan landráðasamning. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.1.2010 kl. 00:21

2 Smámynd: Halla Rut

Eins og þegar hún nú í gær fullyrti að InDefenc hefði sent út frá sér fjöldapósta með persónulegum árásum á þingmenn. Hún hafði ekki einu sinni fyrir því að spyrja enda komu póstarnir ekki þaðan enda mundi ég ætla þeim að vera faglegri en það, mennirnir sem eru sjálfir faglegri en sjálf ríkisstjórnin.

Halla Rut , 4.1.2010 kl. 00:33

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áhugavert, hvað Samfó og VG skelfur - núna.

Maður man enn eftir fjölmiðlafrumvarps deilunni, og ímsu sem kom frá Sjálfstæðismönnum þá, eins og að það ætti að leggja forseta embættið niður - að, það gengi ekki að einn maður gæti verið svo einráður að taka fram fyrir hendur á háu Alþingi - o.s.frv. Ég hef heyrt lygilega lík ummæli, frá fylgismönnum VG og Samfó um helgina.

Þá, þarna um árið, var Samfó fólk ekki svo ósátt :)

Þ.e. eins og Steinbeck sagði, sagan endurtekur sig ekki beinlínis, en hún gjarnan rímar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.1.2010 kl. 00:57

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ólína Þorvarðardóttir er fullfær um að svara fyrir sig sjálf, en ég get nú samt ekki orða bundist þegar tala er um fjótfærni í þessu máli. Varðandi skrif hennar um að ljúka ICESAVE málinu þá hefur sú nauðsyn legið fyrir mjög lengi og það er síður en svoeinhver einkaskoðun Ólínu. Það er einfaldlega skoðun stjórnarsinna og þá sérstaklega okkar Samfylkingarfólks. Varðandi fjölpóstinn sem Ólína skrifar um að henni hafi borist í nafni Indefenc hópsins þá er það ekki algilt þó talsmaður hópsins kannist ekki við slíkt. Viðkomandi póstur getur hæglega verið frá fylgendum hópsins þrátt fyrir það.

Hef ekki með nokkrum hætti ástæðu til að rengja Ólínu

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.1.2010 kl. 01:41

5 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Hólmfríður, staðreynd málsins er sú að Ólína var með þeim fyrstu til að verja samninginn með kjafti og klóm áður en þingið fékk að sjá samninginn. Er kannski meinið að Samfylkingarfólk er búið að vera of fljótfært yfir höfuð að verja vondan gjörning? Með þessum málflutningi er bara verið að sundra þjóðinni. Viðkomandi bréfritari er búin að skrifa um samskipti sín við Ólínu og hann segist í engum tenglum við Indefence. Ólínu hefði verið í lófa lagið að ganga úr skugga um þetta áður en hún fór að æpa í fjölmiðlum. Svona flumbrugangur og hræðsluáróður og árásir á stóran hluta þjóðarinnar mun ekki gagnast Samfylkingunni á nokkurn hátt.

Helga Þórðardóttir, 4.1.2010 kl. 11:05

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er ef til vill ekki bara fljótfærni, heldur er samfylkingarfólk komið með leppa fyrir augu og eyru hætt að taka inn alla nema ESBáróður og inn skulum við þangað með góðu eða illu og tilgangurinn helgar meðalið.  'Eg er steinhætt að botna í fólkinu, segi það satt.  Hvað gengur þeim til annað en það?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2010 kl. 11:32

7 identicon

Sjálfur sendi ég þennan fjöldapóst áfram og stóð í þeirri trú að hann væri upprunninn frá InDefence. Ég fékk skammir frá Ólínu og það er allt í lagi. Við skrifuðumst á svolitla stund, og erum vinir núna, sammála um að vera ósammála.

Ég er ekki hrifinn af Icesave samningnum, en verð þó að segja það Ólínu til hróss að hún talar út frá eigin brjósti og virðist vera blessunarlega laus við vinsældaveiðar. Eins og sannur Vestfirðingur segir hún bara sína meiningu. Það mættu fleiri gera.

Reyndar styð ég hana heilshugar í sjávarútvegsmálunum. Þar er hún að gera mjög góða hluti.

Vestfirðingur (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 14:31

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

"Samfylkingarfólk komið með leppa fyrir augu", "Svona flumbrugangur og hræðsluáróður á stóran hluta þjóðarinnar mun ekki gagnast Samfylkingunni á nokkurn hátt".  Þessar setningar sýna nú að hverjum áróðurstríðið beinist. Án þess að ég sjái hvað Samfylkingin hefur gert þessu fólki. Hér eru öfl sundrungar og sjálfseyðingarhvatar.

Það jákvæða við úrskurð forseta að nú þarf hver og einn að gera upp við sig hvort að hann vill fara veg sátta og samninga við alþjóðasamfélagið eða viðhalda óvissu og sundrungu meðal þjóðarinnar með því að fara í stríð við heiminn.

Það jákvæða við úrskurð forseta var að lýðskrumarar og málþófsmenn reyndust berstrípaðir. Það var með ólíkindum að horfa upp á fulltrúa In Defence í sjónvarpi reyna að lámarka tjónið af gjörðum sínum með því að halda því fram að allir væru sammála um að við ættum að borga.

Um hvað snýst þá allt málþófið og skemmdarstarfsemin vil ég segja. Breytingar á tveimur fyrirvörum varðandi fyrri lagasetningu frá því í sumar. Sparið sundrandi yfirlýsingar og bendingar. Reynið að vera uppbyggjandi fyrir þjóðarhag.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.1.2010 kl. 09:17

9 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Sammála þér Gunnlaugur með að það verða allir að fara að vinna í sátt og samlyndi og spara sundrandi yfirlýsingar.

Helga Þórðardóttir, 6.1.2010 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband