Konur og stjórnmál

Horfði á Kastsljós kvöldsins og hlustaði á Dag og Þorgerði Katrínu tala og tala um pólitík. Ég var kannski eitthvað annars hugar og mér fannst þetta allt saman allt í einu svo leiðinlegt. Áður en lengra er haldið þá verð ég að viðurkenna að ég hugsa um stjórnmál flesta daga vikunnar. Ég fór því að velta því fyrir mér hvers vegna mér væri svona innanbrjósts og hvers vegna svona margar konur væru að yfirgefa vinnustaðinn Alþingi.
Svarið er ekki einhlítt en það fyrsta sem kemur upp í hugann er vantraust á vinnustaðnum, stöðugar deilur, stöðug gagnrýni, ömurlegur vinnutími, samkeppni og hanaslagur. Ég gæti örugglega talið upp miklu fleiri atriði en læt hér staðar numið.
Eigum við konur þá bara að gefast upp og segja að þetta sé ekkert fyrir okkur og pólitíkin sé bara mannskemmandi.
Eftir nokkra íhugun segi ég Nei. Við megum ekki gefast upp því það er okkar hlutverk að breyta áherslunum og koma á samvinnu og finna lausnir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er algjörlega lífsspursmál að hafa konur á þingi og það sem flestar.  Konur eru yfirleitt samviskusamari, hógværari og betru hlustarar en margir karlmenn.  Þess vegna lenda þær svo oft í mjúku málunum.  En þær eiga líka mikið erindi í hörðu málefnin eins og fjármál og slíkt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2012 kl. 23:25

2 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Sammála þér Ásthildur og þess vegna vil ég hvetja konur til að taka þátt og gefast ekki upp.

Helga Þórðardóttir, 8.11.2012 kl. 23:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vona að þú gefir kost á þér Helga mín, þú átt svo sannarlega erindi, og ert baráttukona per exelance. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2012 kl. 00:59

4 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Takk fyrir hvatninguna Ásthildur. Ég íhuga málið.

Helga Þórðardóttir, 9.11.2012 kl. 23:02

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gerðu það, ef þú ferð fram hér fyrir vestan mun ég kjósa þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2012 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband