Þrælslund við bankakerfið

Stóru viðskiptabankarnir högnuðust um rúmlega 80 milljarða króna á síðasta ári.

Nokkrir stjórnmálamenn gagnrýna bankana og almenningur tuðar við eldhúsborðið. Bankarnir eru ekki góðgerðastofnanir svo  það þýðir ekkert að kvarta við þá. Það er á valdi stjórnvalda að setja lög sem takmarka völd bankakerfisins. Staðreyndin er því miður sú að stjórnvöld hafa lítið sem ekkert gert til að hafa stjórn á fjármálakerfinu. Miklu fremur mætti segja að þau hafi dansað með fjármálakerfinu.

Af hverju er ekki búið að aðskilja viðskipta og fjárfestingabanka. Hvað varð um loforðin um afnám verðtryggingarinnar og hvar er lyklafrumvarpið?

Bankarnir skulda endurreisnina og þeir skulda ríkisábyrgðina á innistæðum landsmanna. Þannig gæti ríkið fengið hundruð milljarða í ríkiskassann en engin tilraun hefur verið gerð til að rukka inn þessa fjármuni. Það er því nokkuð ljóst að bankarnir stjórna og fara sínu fram.

Hvað veldur?

Ríkið er háð bönkunum um peninga þegar skatttekjur þess eru að þrotum. Þá selur ríkið skuldabréf eða víxla til bankanna til að skapa peninga fyrir sig. Það er bönkunum í sjálfsvald sett hvort þeir kaupi ríkisvíxla eða skuldabréf af ríkinu. Ef bankarnir neita þá vantar ríkinu peninga til að sinna þjónustu sinni. Þar sem bankarnir halda um budduna þá stjórna þeir.

Þessu verður að breyta og það verður bara gert með nýrri löggjöf þar sem valdið til að búa til peninga verður fært frá bönkunum til ríkisins. Krafan um nýja löggjöf verður að koma frá almenningi því ekki virðist löggjafinn hafa burði í sér til þess.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband