Það er til fólk sem hugsar rökrétt

Sem betur fer eru nokkrir einstaklingar á Alþingi Íslendinga sem hugsa ennþá eins og Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Því miður eru flestir þingmenn í einhvers konar afneitun og halda að við getum borgað. Losum okkur út úr öllum flokksgröfum og horfumst í augu við það að við munum aldrei geta staðið undir öllum þessum skuldabyrðum. Hef fylgst með störfum þingsins í dag og finnst fáránlegt að stjórnarliðar sýna þessu máli engan áhuga. Er mönnum alveg sama um framtíð Íslands?
mbl.is 79 þúsund borga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Stjórnin virðist ekki vera að gæta hagsmuna heimilanna.  Ég hef áhyggjur af framtíðinni.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.11.2009 kl. 00:20

2 identicon

Ríkisstjórn Íslands er einungis að gæta hagsmuna sinna, ESB, Breta, Hollendinga og auðmanna! Það ætti að vera löngu ljóst.

Hversu lengi ætla Íslendingar að láta misnota sig og traðka á sér án þess að gera neitt í málinu???

Eru Íslendingar bara aumingjar upp til hópa?

Geir (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 01:28

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Skattgreiðslur 79 þúsund Íslendinga þarf til að borga vexti og þá er ekki meðtalið að borga niður skuldina.

Þór Saari er maður að mínu skapi.

Vona að þessi ömurlega ríkisstjórn verði ekki langlíf.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.11.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband