Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Hvað fengu Framsóknarmenn mikið?

Eftir annasaman dag gluggaði ég aðeins á netið. Mikið í gangi vegna rekstrafé hins pólitíska arms stóreignamanna Íslands. Minniháttar greiðslur fyrir lítil viðvik er að gera allt vitlaust.

Ef við tölum í fullri alvöru þá eru tíðindi að gerast. Ríkisútvarpið er að segja okkur frá sérkennilegri fléttu.

1. 20 desember 2006 er einkavæðingarefnd falið að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja.

2. Á þeim sama fundi lá fyrir bréf frá Glitni að hann vildi kaupa.

Hvernig vissi Glitnir um þetta og var fundurinn haldinn vegna áhuga einkaaðila á orkulindum okkar.

3. 29 desember fær Sjálfstæðisflokkurinn 30 milljónir frá FL grúpp.(=Glitnir)

4. Um vorið kaupir GGE (=FL=Glitnir) hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja.

Sjálfstæðismenn fengu 30 milljónir fyrir greiðasemina en hvað fengu Framsóknarmenn mikið?

Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra framsóknarflokksins var með í þessu því hann og Árni Matt fólu einkavæðingarefnd að selja hlut ríkisins. Því hlýtur Framsókn að hafa fengið sinn skerf samkvæmt helmingaskiptareglunni. Sorglegt ef satt, því meiri byltingasinna hef ég ekki kynnst en Jóni við eldhúsborð föður míns í den.


Animal Farm-allir eru jafnir nema sumir eru jafnari.

Í hruninu í haust fékk maður sterklega á tilfinninguna að Geir og aðrir Sjálfstæðismenn settu flokkshag fram yfir þjóðarhag. Það var aldrei rangt sem þessir Sjálfstæðismenn gerðu og aldrei var hægt að biðja þjóðina afsökunar á einu eða neinu. Menn flugu á Saga klass um heiminn með hroka og sögðu að allt væri í stakasta lagi á skerinu okkar. Grunur minn hefur verið staðfestur. Það er hægt að biðja Sjálfstæðismenn afsökunar en ekki afganginn af þjóðinni.

http://www.bnp.org.uk/wp-content/uploads/animal_farm1.jpg


mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband