Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Kosningaskrifstofa Frjálslynda Flokksins í Glæsibæ.

Í dag tókum við rösklega á því. Málað, þrifið og flutt. Ekki gátum við haft skrifstofuna framsóknargræna heldur skelltum við okkur yfir í hvítt. Það er litur sakleysis. Frjálslyndir hafa ekki verið hluti af því valdi sem hefur keyrt þjóðarbúið þráðbeint á hausinn. Margar hendur unnu vel í dag og dagsverkið gott. Sjálfsagt verður hægt að opna formlega á morgun eða hinn. Samt er allt í lagi að kíkja við.

 IMG 1840

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna vinna Sturla og Helga mjög vel saman.

 

IMG 1842

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna nær Guðsmaðurinn nánast til himna.

 

IMG 1849

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hérna sést inngangurinn og hver er í Gullna Hliðinu að gæta þess?

 

IMG 1852

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nokkuð af húsgögnum er komið og byltingarsófinn að sjálfsögðu mættur.

 

IMG 1850

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki allt samkvæmt fínustu mode blöðum en dugar samt. Alli velkomnir í kaffi.


Fyrsta bloggfærslan mín.

Ég sem var svo ákveðin í að gerast ekki bloggari læt nú undan og ætla að stinga mér í djúpu laugina.  Hvers vegna geri ég það?  Jú vegna þess að ég hef verið mjög virk í þeirri grasrót sem spratt upp í efnahagshruninu.  Ég er ein af þeim fjölmörgu sem hef staðið fyrir og undirbúið Opna Borgarafundi.  Ég hef mætt á flesta útifundi á Austurvelli og ég hef mætt á fundi hjá Lýðveldisbyltingunni, Samstöðu og fleira. Ég hef mikinn áhuga á þjóðmálum og ég vil að rödd grasrótarinnar haldi áfram að hljóma sem víðast.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband