Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Lásu þeir stefnuskrána okkar?

 Grein sem birtist eftir mig í Morgunbalðinu 27 mars 2009.

 

Reiðin var mikil í vetur og kröfur mótmælenda skýrar. Fyrir utan stjórnarskipti vildi fólk afnám verðtryggingar, kvótann til fólksins og lýðræðisumbætur. Allt mjög kunnuleg baráttumál Frjálslynda flokksins til margra ára.

Í málefnahandbók flokksins fyrir síðustu kosningar er sterklega varað við skuldum fyrirtækja landsins, á þeirri forsendu að ekki sé til innistæða til endurgreiðslu þeirra. Í stefnuskrá flokksins er lögð áheyrsla á valddreifingu og gegnsæi, þ.e. aukið vald til almennings. Því voru þær kröfur sem heyrðust um borg og bí mjög kunnugar kjósendum Frjálslynda flokksins - því þær höfðu fundið sér stað í stefnu flokksins mörg undanfarin ár. Því eru það mikil ósannindi að halda því fram að Frjálslyndi flokkurinn sé eins máls flokkur. Slagorð sem notað er af andstæðingum okkar og er dæmigert fyrir ómálefnalega gagnrýni. Segir í raun meira um þá en okkur.

Afnám verðtryggingar er réttlætismál. Verðtryggingin er hönnuð til að berja niður lántakendur, gerir þá valdalausa og án nokkurrar samningsaðstöðu um lánakjör sín. Fjármagnseigandinn sem lánar hefur allt í hendi sér, samningstaðan er hans. Hann getur ekki tapað vegna verðtryggingarinnar. Auk þess þarf hann ekki að leggja sig neitt fram í sínum rekstri því tap er ekki á dagskrá fyrirtækja sem lána á slíkum kjörum. Þar sem ábyrgð er engin verður óráðssía og spilling. Frásagnir af bruðli og lúxus lánastofnanna Íslands eru glögg dæmi þess. Til að hámarka óskammfeilnina tóku bankarnir að auki stöðu gegn lántakendum við kaup og sölu á gjaldeyri. Frjálslynda flokknum finnst það grafalvarlegar ranghugmyndir, ef valdhafar ætla sér að setja fjármagnseigendur í forgang fram yfir skilvísan almenning. Það væri til að hámarka óréttlætið gagnvart heimilum landsmanna. Frjálslyndi flokkurinn fagnar því að aðrir stjórnmálaflokkar eru að tileinka sér gamla stefnu okkar um afnám verðtryggingar.

 


Animal Farm-allir eru jafnir nema sumir eru jafnari.

Í hruninu í haust fékk maður sterklega á tilfinninguna að Geir og aðrir Sjálfstæðismenn settu flokkshag fram yfir þjóðarhag. Það var aldrei rangt sem þessir Sjálfstæðismenn gerðu og aldrei var hægt að biðja þjóðina afsökunar á einu eða neinu. Menn flugu á Saga klass um heiminn með hroka og sögðu að allt væri í stakasta lagi á skerinu okkar. Grunur minn hefur verið staðfestur. Það er hægt að biðja Sjálfstæðismenn afsökunar en ekki afganginn af þjóðinni.

http://www.bnp.org.uk/wp-content/uploads/animal_farm1.jpg


mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins jákvæð frétt frá lánastofnun

Þetta hefðu bankarnir átt að gera fyrir löngu. Sjálfskuldarábyrgðin hefur skapað margan fjölskylduharmleikinn. Þetta gefur von um betra þjóðfélag. Vonandi fylgja aðrar lánastofnanir fordæmi Kaupþings.
mbl.is Afnema ábyrgð þriðja aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi

Hugur minn er hjá þeim fjölmörgu sem misst hafa vinnuna undanfarna daga. Það eru efalaust margir  kvíðnir og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Ég er jafnframt mjög hugsi yfir því hvernig við sem þjóð tökum á þessum nýja vanda.  Er bara alveg sjálfsagt að segja fólki upp í fjölmiðlum? Getum við afsakað okkur vegna reynsluleysis? Hvernig virkjum við atvinnulausa svo að tengsl þeirra við atvinnulífið rofni ekki. Við verðum að hafa þor til að taka þessa umræðu.

Búsáhaldarbyltingin

Búsáhaldarbyltingin var ákaflega sérstök. Venjulegir Íslendingar stóðu upp úr sófanum og mótmæltu. Grasrót myndaðist. Ég hef tekið þátt í því starfi í vetur. Síðan gerist það að það fjarar undan þessari byltingu. Fólk hvarf aftur til gömlu flokkanna. Einnig stofnuðu vinir mínir nýtt stjórnmálaafl-Borgarahreyfinguna og er það vel. Aftur á móti þurfti ég að kljást við sömu spurningu og margir aðrir, hvert skyldi halda. Þar sem ég hef verið í Frjálslynda flokknum ákvað ég að starfa þar áfram og reyna að styrkja þann flokk. Einnig að koma hugsunum úr grasrótinni og umræðum þar á framfæri þ.e. innan Frjálslynda flokksins. Hugsanlega munu allir flokkar landsins auðgast sökum grasrótarstarfsins í vetur. Spurningin er hvort sá byltingarandi nái inn á þing? Vonandi kjósum við ekki gamla spillingarliðið yfir okkur aftur.

Fyrsta bloggfærslan mín.

Ég sem var svo ákveðin í að gerast ekki bloggari læt nú undan og ætla að stinga mér í djúpu laugina.  Hvers vegna geri ég það?  Jú vegna þess að ég hef verið mjög virk í þeirri grasrót sem spratt upp í efnahagshruninu.  Ég er ein af þeim fjölmörgu sem hef staðið fyrir og undirbúið Opna Borgarafundi.  Ég hef mætt á flesta útifundi á Austurvelli og ég hef mætt á fundi hjá Lýðveldisbyltingunni, Samstöðu og fleira. Ég hef mikinn áhuga á þjóðmálum og ég vil að rödd grasrótarinnar haldi áfram að hljóma sem víðast.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband