Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Maybe I should have

Ég fór á frumsýningu myndarinnar Maybe I should have í gærkvöldi.  Þetta er í fáum orðum mynd sem enginn má láta fram hjá sér fara. Ég veit að það eru margir þarna úti sem hugsa enn ein kreppumyndin en gleymið því, þetta er alls engin venjuleg mynd. Þetta er mynd sem spannar allan tilfinningaskalann þ.e. fólk bæði hlær og grætur. Háskólabíó var troðfullt og það var ótrúlegt að upplifa stemmninguna en það var t.d. klappað þó nokkrum sinnum í myndinni og í lokin stóðu allir bíógestir upp og klöppuð lengi og vel. Þegar ég mætti til vinnu í morgun og sagði vinnufélögunum að þeir yrðu að sjá þessa mynd þá mætti ég þó nokkrum fordómum og fólk sagðist sko ekki ætla að velta sér upp úr kreppunni. Ég get bara sagt við ykkur sem eruð skeptísk, ég hló meira á þessari mynd en Bjarnfreðarsyni. Ég ætla ekki að segja frá söguþræði myndarinnar því ég vil halda ykkur forvitnum. Gunni, Herbert, Lilja og Heiða innilega til hamingju með árangurinn og þó þið fáið kannski ekki mikið í kassann þá hafið þið gert mynd sem mun hafa áhrif.

Takk Eva

Eva Joly hefur trú á okkur og forsetinn okkar hefur trú á þjóð sinni.  Ríkisstjórnin beitir öllum tiltækum ráðum til að hræða okkur og notar íslenska fjölmiðla óspart í þeirri vegferð sinni. Þeim mun ekki takast að hræða okkur. Við eigum góða málssvara sem standa með okkur og réttlætið mun sigra.
mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólína ! Ekki vera svona fljótfær

Ólína hefur sýnt það og sannað að hún er allt of fljótfær. Hún var með þeim fyrstu sem réðst fram á ritvöllinn og byrjaði að verja þennan landráðasamning í byrjun sumars. Hún gerði það með litlum öðrum rökum en að við yrðum að klára málið. Hún tók málið strax upp á arma sína án þess að hafa séð samninginn. Þetta varð þess vegna að persónulegu máli eins og hjá Steingrími. Í stað þess að gefa sér smá tíma til að kynna sér málið og hlusta á þjóðina þá þjösnaðist hún áfram. Þegar þingmaður gleymir hvers vegna hann er kosinn á þing þá er ekki von á góðu. Ég bið því Ólinu að hugsa sig vel um áður en hún anar út í einhvern hasar við fólkið í landinu. Ég verð að segja Ólínu það til hróss að hún hefur margar góðar hugmyndir varðandi fiskveiðistjórnun og þar held ég að hún hafi kynnt sér málin þó nokkuð. Ég vil því ráðleggja þér Ólína að fara ekki í stríð við þjóðina með fljótfærni þinni.
mbl.is Kannast ekki við fjöldapóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er afstaða Steingríms til þjóðaratkvæðagreiðslu


Mætum á Bessastaði kl10:30 í fyrramálið

Liðsmenn InDefence ætla að afhenda Ólafi Ragnari undirskriftirnar kl 11 í fyrramálið. Mæting er 10:30 við afleggjarann svo hægt sé að skipuleggja viðburðinn. Þetta á að vera tilkomumikil athöfn þar sem ættjarðarsöngvar verða sungnir og kveikt á blysum.  Það er búið að spá góðu veðri á morgun og er þetta því kjörin útivist fyrir alla fjölskylduna. Ekki skemmir náttúrufegurðin á Bessastöðum fyrir. Mætum með góða skapið sýnum samstöðu í þessu mikilvæga máli.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband