Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bréf frá Michael Hudson

Við fengum bréf frá Michael Hudson þar sem hann ræðir Icesave kosningarnar. Bréfið er mjög langt og því fylgir það með hér í viðhengi. Ég birti nokkra valda kafla úr bréfinu.

Will Iceland Vote "No" on April 9, or commit financial suicide?

Michael Hudson

 

But Ireland, Greece and Iceland are now being told horror stories about what might happen if governments do not commit financial suicide. The fear is that debtors may revolt, leading the Eurozone to break up over demands that financialized economies turn over their entire surplus to creditors for as many years as the eye of forecasters can see, acquiescing to bank demands that they subject themselves to a generation of austerity, shrinkage and emigration.

That is the issue in Iceland's election this Saturday. It is the issue now facing European voters as a whole: Are today's economies to be run for the banks, bailing them out of unpayably high reckless loans at public expense? Or, will the financial system be reined in to serve the economy and raise wage levels instead of imposing austerity.

 ----------------------------------------------------------------------------------

            What seems remarkable is that Icelandic voters may take seriously their prime minister's threat that a "No" vote on the Icesave bailout would lead the UK and Holland to blackball Icelandic entry. The new Conservative Prime Minister has little love for Mr. Brown, and realizes that his own voters are not eager to support membership of a country that is willing to sacrifice the domestic economy to pay bankers for what looks like shady loans. And what of the rest of Europe? Is buckling under to unfair bank demands really the way to make friends with the indebted PIIGS countries? Do these countries want to admit another neoliberal advocate favoring banks over their domestic economies? Or would Iceland make more friends by voting "No"?

            Last weekend half a million British citizens marched in London to protest the threatened cutbacks in social services, education and transportation, and tax increases to pay for Gordon Brown's bailout of Northern Rock and the Royal Bank of Scotland. The burden is to fall on labor and industry, not Britain's financial class. The Daily Express, a traditionally campaigning national paper, is now running a full throttle campaign for Britain to leave the EU, on much the same ground that Britain has long rejected joining the euro.

            What is the rational of Iceland and other debtor countries paying, especially at this time? The proposed agreements would give Britain and Holland more than EU directives would. Iceland has a strong legal case. Social Democratic warnings about the EU seem so overblown that one wonders whether the Althing members are simply hoping to avoid an investigation as to what actually happened to Landsbanki's Icesave deposits. Britain's Serous Fraud Office recently became more serious in investigating what happened to the money, and has begun to arrest former directors. So this is a strange time indeed for Iceland's government to agree to take bad bank debts onto its own balance sheet.

            The EU has given Iceland bad advice: "Pay the Icesave debts, guarantee the bad bank loans, it really won't cost too much. It will be fairly easy for your government to take it on." One now can see that this is the same bad advice given to Ireland, Greece and other countries. "Fairly easy" is a euphemism for decades of economic shrinkage and emigration.

-----------------------------------------------------------------------

 

            What makes the problem worse is that foreign-currency debt is not paid out of GDP (whose transactions are in domestic currency), but out of net export earnings - plus whatever the government can be persuaded to sell off to private buyers. For Iceland, the question would become one of how many of its products and services - and natural resources and companies - Britain and the Netherlands would buy.

            It is supposed to be the creditor's responsibility to work with debtors and negotiate payment in exports. Instead of doing this, today's creditors simply demand that governments sell off their land, mineral resources, basic infrastructure and natural monopolies to pay foreign creditors. These assets are forfeited in what is, in effect, a pre-bankruptcy proceeding. The new buyers then turn the economy into a set of tollbooths by raising access fees to transportation, phone service and other privatized sectors.

            One would think that the normal response of a government in this kind of foreign debt negotiation would be to appoint a Group of Experts to lay out the economy's position so as to evaluate the ability to pay foreign debts - and to structure the deal around the ability to pay. But there has been no risk assessment. The Althing has simply accepted the demands of the UK and Holland without any negotiation. It has not even protested the fact that Britain and Holland are still running up the interest clock on the charges they are demanding.
            Why doesn't Iceland's population behave like that of Ireland or Greece, not to mention Argentina or the United States, and say to Europe's financial negotiators: "Nice try! But we're not falling for it. Your creditor game is over! No nation can be expected to keep committing financial suicide Ireland-style, imposing economic depression and forcing a large portion of the labor force to emigrate, simply to pay bank depositors for the crimes or negligence of bankers."

            The credit rating agencies have tried to reinforce the Althing's attempt to panic the population into a "Yes" vote. On February 23, Moody's threatened: "If the agreement is rejected, we would likely downgrade Iceland's ratings to Ba1 or below." If voters approve the agreement, however, "we would likely change the outlook on the government's current Baa3 ratings to stable from negative,"  in view of a likely "cut-off in the remaining US$1.1 billion committed by the other Nordic countries and probably also to delays in Iceland's IMF program."

            Perhaps not many Icelanders realize that credit ratings agencies are, in effect, lobbyists for their clients, the financial sector. One would think that they had utterly lost their reputation for honesty - not to mention competence - by pasting AAA ratings on junk mortgages as prime enablers of the present global financial crash. The explanation is, they did it all for money. They are no more honest than was Arthur Andersen in approving Enron's junk accounting.

----------------------------------------------------------------------

 

            So returning to the problem of the credit rating agencies, how can anyone believe that agreeing to pay an unpayably high debt would improve Iceland's credit rating? Investors have learned to depend on their own common sense since losing hundreds of billions of dollars on the ratings agencies' reckless ratings. The agencies managed to avoid criminal prosecution by noting that the small print of their contracts said that they were only providing an "opinion," not a realistic analysis for which they could be expected to take any honest professional responsibility!

            Argentina's experience should provide the model for how writing off a significant portion of foreign debt makes the economy more creditworthy, not less. And as far as possible lawsuits are concerned, it is a central assumption of international law that no sovereign country should be forced to commit economic suicide by imposing financial austerity to the point of forcing emigration and demographic shrinkage. Nations are sovereign entities.
            It thus would be legally as well as morally wrong for Iceland's citizens to spend the rest of their lives paying off debts owed for money that should rather be an issue between Britain's Serious Fraud Office and the British bank insurance agencies.

            Overarching the vote is how high a price Iceland is willing to pay to join the EU. In fact, as the Eurozone faces a crisis from the PIIGS debtors, what kind of EU is going to emerge from today's conflict between creditors and debtors. Fears have been growing that the euro-zone may break up in any case. So Iceland's Social Democratic government may be trying to join an illusion - one that now seems to be breaking up, at least as far as its neoliberal extremism is concerned. Just yesterday (Thursday, April 7) a Financial Times editorial commented on what it deemed to be Portugal's premature cave-in to EU demands:

            Another eurozone country has been humbled by its banks. Earlier this week, Portugal's banks were threatening a bond-buyers' go-slow unless the caretaker government sought financial help from other European Union countries. ... Lisbon should have stuck to its position. ... it should still resist doing what the banks demanded: seeking an immediate bridging loan. ... By jumping the gun, the government risks having scared markets away entirely. That may prejudice the outcome of negotiations about the longer-term facility.
            The caretaker government has neither the moral nor the political authority to determine Portugal's future in this way. It should not precipitately abandon the markets. That may mean paying high yields on debt issues in coming months - higher than they might have been had the government not folded its hand too soon. ... The right time to opt for an external rescue would have been at the end of a national debate."[1]

 

            The same should be true for Iceland. Looking over the past year, it seems that the island nation has been used as a target for a psychological and political experiment - a cruel one - to see how much a population will be willing to pay that it does not really owe for what bank insiders have stolen or lent to themselves.

            This is not only an Icelandic problem. It remains a problem in Ireland, and in the United States for that matter, as well as in Britain itself.

            The moral is that creditor foreclosure - or voluntary forfeiture to pay international bankers - has become today's preferred mode of economic warfare. It is cheaper than military conquest, but its aim is similar: to gain control of foreign property and levy tribute - in a way that the tribute-payers accept voluntarily. Land is appropriated and foreclosed on - or, what turns out to be the same thing, its rental income is pledged to foreign bank branches extending mortgage credit that absorbs the net rent. The result is economic austerity and chronic depression, ending the upsweep in living standards promised a generation ago.

            Iceland's government seems to have become decoupled from what is good for voters and for the very survival of Iceland's economy. It thus challenges the assumption that underlies all social science and economics: that nations will act in their own self-interest. This is the assumption that underlies democracy: that voters will realize their self-interest and elect representatives to apply such policies. For the political scientist this is an anomaly. How does one explain why a national parliament is acting on behalf of Britain and the Dutch as creditors, rather than in the interest of their own country accused of owing debts that voters in other countries have removed their governments for agreeing to?


[1] "Banks 1, Portugal 0," Financial Times editorial, April 7, 2011.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Flott NEI auglýsing!

Nei-auglýsing

SOS frá Íslandi

Að frumkvæði Gunnars Tómassonar, hagfræðings og fyrrverandi ráðgjafa hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og fleiri Íslendinga var meðfylgjandi bréf sent til Dominiques Strauss-Khans, framkvæmdastjóra Alþjóðagaldeyrissjóðsins, og José Manuels Barrosos, forseta Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Bréfið var sent til þeirra í ljósi þess lykilshlutverks sem AGS og ESB skipuðu í nóvember 2008 þegar samningaviðræðurnar vegna Icesave hófust.

Á þessum tíma setti AGS fram spár um efnahagshorfur Íslands og gengið var frá samkomulagi um að ef efnahagsþróun landsins yrði umtalsvert verri en þessar spár gerðu ráð fyrir þá gæti Ísland farið fram á viðræður við Bretland og Holland vegna þeirra þátta sem liggja til grundvallar frávikinu og um sjálft viðfangsefnið Icesave. Nýlegt mat AGS á þróuninni á árunum 2009 til 2010 og spár fyrir 2011 til 2013 gefa mun verri mynd en fyrri spár.

Bréfritarar hafa áhyggjur af því að núverandi frumvarp um Icesave-samninginn, sem verður lagt fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl n.k., endurspegli ekki þessa neikvæðu þróun. Því fara bréfritarar þess á leit við AGS og ESB að þessar stofnanir „geri ítarlegt og sjálfstætt endurmat á skuldaþoli Íslands annars mun vanhugsuð úrlausn Icesave-málsins þröngva Íslandi í ósjálfbæra erlenda skuldagildru."

 

Reykjavík 28. mars 2011

Mr. Dominique Strauss-Kahn

Managing Director

International Monetary Fund

Washington, DC 20431

USA

Kæri, Mr. Strauss-Kahn.

Eftir hrun íslenska bankakerfisins í október 2008 féll verg landsframleiðsla (VLF) um 25% á næstu tveimur árum eða úr 17 millörðum bandaríkjadala niður í 12‚8 milljarða bandaríkjadala (USD). Ef spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um 14,8% vöxt vergrar landsframleiðslu næstu þrjú árin gengur eftir mun hún nema 14,7 milljörðum bandaríkjadala árið 2013 og vera 13% lægri en árið 2008.

Horfurnar eru aðeins skárri ef mið er tekið af vergri landsframleiðslu á stöðugu verðlagi í íslenskum krónum . AGS spáir að árið 2013 verði verg landsframleiðsla um 2-3% lakari en árið 2008 sem þýðir að hún verður 4-6% lægri en AGS spáði í nóvember 2008.

Með öðrum orðum þá eru efnahagshorfur Íslands umtalsvert lakari en gengið var út frá við gerð svokölluðu Brussels viðmiða fyrir ICESAVE samninga sem aðilar málsins samþykktu undir handleiðslu viðkomandi stofnunar Evrópusambandsins (ECOFIN) í nóvember 2008.

Jafnframt telur AGS að vergar erlendar skuldir Íslands í lok ársins 2009 hafi verið um 308% af vergri landsframleiðslu. Það þýðir nærri tvöfalt það 160% hlutfall sem sjóðurinn spáði í nóvember 2008. Í skýrslu AGS um Ísland, dagsettri 22. desember 2010, er því spáð að vergar erlendar skuldir Íslands muni nema 215% af vergri landsframleiðslu í árslok 2013 (sjá töflu 3, bls. 32 í umræddri skýrslu) eða liðlega tvöfalt það 101% hlutfall sem spáð var í nóvember 2008 (sjá töflu 2, bls. 27 í sama riti).

Vergar erlendar skuldir Íslands í lok 2009 voru langt umfram það 240% hlutfall  af vergri landsframleiðslu sem starfsmenn AGS mátu sem „augljóslega ósjálfbært" í skýrslu þeirra sem er dagsett 25. nóvember 2008 (sjá bls. 55 í þessari skýrslu).

Meginmarkmið þess samningaferils um ICESAVE sem hleypt var af stokkunum í nóvember 2008 var að tryggja uppgjör á flóknum málum sem viðkomandi aðilar, að meðtöldum ESB og AGS, voru einhuga um að leiða til farsællar lausnar samhliða endurreisn íslenska hagkerfisins. 

Við undirritaðir Íslendingar höfum verulegar áhyggjur af því að fyrirliggjandi drög að samkomulagi um ICESAVE samrýmist ekki þessu meginmarkmiði, og vísum í því sambandi til umsagna AGS um þróun og horfur varðandi innlendar hagstærðir og erlenda skuldastöðu Íslands hér að ofan.

 

Því förum við þess virðingarfyllst á leit við ESB og AGS að þessar stofnanir takist á hendur ítarlegt og sjálfstætt endurmat á skuldaþoli Íslands svo að vanhugsuð úrlausn ICESAVE-málsins þröngvi ekki Íslandi í ósjálfbæra erlenda skuldagildru.

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur

 

Ásta Hafberg, háskólanemandi

Gunnar Skúli Ármannsson, læknir

Helga Þórðardóttir, kennari

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna

Rakel Sigurgeirsdóttir, framhaldsskólakennari

Sigurjón Þórðarson, formaður Frálslynda flokksins

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar

Þórður Björn Sigurðsson, starfsmaður Hreyfingarinnar

 

Svör sendist til;

helgatho@gmail.com

Helga Thordardottir

Seidakvisl 7

110 Reykjavik

Iceland

 

 

 

***

 

 


Bréf til ESB

 

Íslandi 18.03 2011

Mr Herman Van Rompuy     

European Council
Rue de la Loi 175
B-1048 Brussels

 

 

Kæri  herra Van Rompuy

 

Haustið 2008 hrundi nánast allt íslenska bankakerfið (90%) á nokkrum dögum og þar með Landsbankinn og útibú hans í London og Amsterdam (Icesave-reikningarnir). Samkvæmt grundvallarreglu EES samningsins virðist jafnréttishugtakið um jafna stöðu allra á markaði vera undirstaða alls samstarfs innan Evrópusambandsins. Það kemur skýrt fram í 1. hluta samningsins um EES eins og hann birtist í íslenskum lögum nr. 2/1993 en þar segir svo í e. lið 2. töluliðar 1. gr:

„að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum" (Áhersluletur er bréfritara) Þarna er beinlínis sagt að ein af grundvallarreglum EES samstarfsins sé að raska ekki samkeppni.

Í ljósi þessa verður ekki betur séð en breskum og hollenskum stjórnvöldum hafi borið skylda til að sjá til þess að útibú Landsbanka, í London og Amsterdam, hefði fullgildar tryggingar innlána í Tryggingasjóðum innistæðueigenda í viðkomandi löndum. Annað hefði verið mismunun á markaði annars vegar í óhag fjármagnseigenda en hins vegar til hagsbóta fyrir Landsbankann.

Bretar og Hollendingar tóku Icesave einhliða úr eðlilegum farvegi réttarfars yfir í hið pólitíska umhverfi. Á þeim grundvelli krefja þeir íslenska skattgreiðendur af mikilli hörku um endurgreiðslu þeirra innlána sem tryggð áttu að vera í bresku og hollensku innistæðutryggingakerfi eins og EES reglurnar kveða skýrt á um.

Fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda voru að þau hefðu verið beitt ofríki og vildu því fara með málið fyrir dómstóla. Bretar og Hollendingar höfnuðu því en áður höfðu Bretar sett hryðjuverkalög á Ísland og Landsbankann. Bretar stöðvuðu í framhaldinu starfsemi Kaupþings-banka (Singer & Friedlander) í London og féll þá stærsta fjármálafyrirtæki Íslands.

Vegna harkalegra viðbragða Breta og Hollendinga lokaðist fyrir flæði fjármagns til og frá Íslandi. Með því voru ríkisfjármál Íslands tekin í gíslingu. Þess vegna urðu Íslendingar að samþykkja að semja um Icesave-skuldina til að fá aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Krafa AGS um þetta atriði kom fyrir samstilltan þrýsting Breta, Hollendinga og ESB-þjóðanna að gangast undir Icesave-kröfurnar.

Núverandi Icesave-samningar geta kostað okkur hálf fjárlög íslenska ríkisins. Ef neyðarlögin frá því í október 2008 verða dæmd ógild verða Icesave-kröfurnar tvöföld fjárlög ríkissjóðs. Íslenskur almenningur á erfitt með að sætta sig við að bera þessar byrðar vegna fjárglæfrastarfsemi einkabanka. Byrðar sem í raun tilheyra tryggingasjóðum Breta og Hollendinga samkvæmt grunnreglum EES um jafna samkeppnisstöðu útibúa Landsbankans í þessum löndum við aðra banka á sama markaðssvæði.

Íslenska þjóðin mun kjósa um nýjasta Icesave-samninginn þann 9. apríl næst komandi. Við höfnuðum þeim síðasta. Þess vegna finnst okkur undirrituðum áríðandi að fá svör við eftirfarandi spurningum fyrir þann tíma.

1.      Hvers virði eru þríhliða samningar (Icesave samningarnir) þar sem tveir aðilar samningsins hafna eðlilegri málsmeðferð og í krafti aðstöðu sinnar neyða þriðja aðilann að samningaborði til að fjalla um málefni sem allar líkur benda til að séu uppgjörsmál Landsbankans við innistæðutryggingakerfi Breta og Hollendinga?

2.      Hvers vegna var Íslendingum meinað að verja sig fyrir þar til bærum dómstólum um réttmæti krafna Breta og Hollendinga haustið 2008?

3.      Í ljósi þess að Landsbankinn varð að fara eftir breskum lögum hvers vegna var honum þá heimilað að taka við innlánum áður en bankinn var búinn að tryggja sig hjá breska innistæðutryggingasjóðnum?

3.1  Veitti það bankanum ekki óeðlilegt forskot á markaði að vera undanskilinn þeirri kröfu?

3.2  Var hagur breskra neytenda ekki fyrir borð borinn með því að leyfa Landsbankanum að tryggja sig með minni kostnaði en aðrir á markaði?

3.3  Ætlar ESB að láta Breta og Hollendinga komast upp með að brjóta grunnreglur EES samningsins um jafna stöðu fyrirtækja á sama markaði ?

4        Samrýmist það stefnu ESB að þegar einkabanki verður gjaldþrota myndist krafa á skattfé almennings?

5        Er innistæðutryggingakerfi einhvers Evrópulands nógu öflugt til að standa undir falli 90% af bankakerfinu í landi sínu?

6        Hver verða viðbrögð ESB ef íslenskur almenningur hafnar nýjustu Icesave samningunum þann 9. apríl n.k?

 

 

 

 

 

Virðingarfyllst og með ósk um góð svör

 

Ásta Hafberg, háskólanemi

Baldvin Björgvinsson, raffræðingur / framhaldsskólakennari

Björn Þorri Viktorsson, hæstaréttarlögmaður

Elinborg K. Kristjánsdóttir, fyrrverandi blaðamaður, núverandi nemi

Elías Pétursson, fv. framkvæmdarstjóri

Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi

Guðmundur Ásgeirsson, kerfisfræðingur 

Gunnar Skúli Ármannsson, læknir

Haraldur Baldursson, tæknifræðingur 

Helga Garðasdóttir,  háskólanemi

Helga Þórðardóttir, kennari

Inga Björk Harðardóttir, kennari/myndlistakona

Karólína Einarsdóttir, líffræðingur og kennari

Kristbjörg Þórisdóttir, kandídatsnemi í sálfræði

Kristján Jóhann Matthíasson, fv sjómaður

Pétur Björgvin Þorsteinsson,  djákni í Glerárkirkju

Rakel Sigurgeirsdóttir,  framhaldsskólakennari

Sigurjón Þórðarson, líffræðingur

Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur

Steinar Immanúel Sörensson, hugmyndafræðingur

Þorsteinn Valur Baldvinsson Hjelm, eftirlitsmaður

Þórður Björn Sigurðsson, starfsmaður Hreyfingarinnar

 

Svör og eða spurningar skal senda til

 

Gunnars Skúla Ármannssonar

Seiðakvísl 7

110 Reykjavík

Ísland

gunnarsa@landspitali.is

 

 

Afrit sent til ýmissa ráðamanna ESB og EFTA, viðkomandi ráðuneyta Bretlands, Hollands og Íslands auk evrópskra fjölmiðla.

 

 


Af hverju Nei- Myndband

Hvers vegna segi ég nei, nei og aftur Nei

Að skuldum einkafyrirtækis sé velt yfir á almenning er rangt og þess vegna er það prinsipmál fyrir mér að segja nei.

Icesave er ólögvarin krafa. Bretar og Hollendingar neyddu okkur til samninga í krafti valds síns, Ég óttast ekki dómstólaleiðina því við höfum lögin og réttlætið með okkur.

Það er andsnúið hlutverki okkar sem foreldra að samþykkja skuldir fjárglæframanna sem börnin okkar borga.

Við verðum að spyrja okkur hvers vegna það ætti að vera ríkisábyrgð á sjúku fjármálakerfi.

Almenningur úti í heimi horfir til okkar og vonar  að við segjum Nei

 


Mikkamúsarpeningar eða Liljupeningar

Það er greinilegt af þessari frétt að Jón hefur ekki lesið síðustu bloggfærsluna mína sem ég skrifaði sérstaklega fyrir hann þar sem hann hafði lýst því yfir að hann vissi ekkert um Icesave. Sök sér að halda því fram  við hlustendur útvarps Sögu en að segja frá þessu við austurrísku fréttastofuna APA finnst mér heldur langt gengið. Þetta er vonandi ekki einhver apafréttastöð. Ennþá heldur Jón að við getum bara losnað við málið með því að segja já. Þá fyrst byrjar ballið því þá þurfum við að fara að borga og ég hefði haldið að hann væri farinn að skilja hvað það er erfitt að skera  niður í velferðarkerfinu og þó það séu bara nokkrir milljarðar. Ég vil minna Jón á að við þurfum strax að borga 26 milljarða í vexti bara á þessu ári. Annars fannst mér merkilegt hvað Jón er hræddur við að Jóhanna  gæti þurft að segja af sér ef samningnum yrði hafnað og líka að þá ættum við erfitt með að komast inn í ESB. Ætli Samfylkingin hafi sent hann út með þetta veganesti?

Ekki finnst mér gæfulegt að borgarstjóri okkar Reykvíkinga fari út í heim og kalli gjaldmiðil okkar Mikkamúsarpeninga. Eitthvað heyrði ég um að Árni Páll hefði líka talað niður krónuna úti í hinum stóra heimi. Þetta eru kannski samantekin ráð hjá þeim eða kannski horfði Jón Gnarr á Silfrið um helgina og hlustaði á Lilju Mósesdóttur fjalla um upptöku nýs gjaldmiðils. Hver veit nema að þau séu í liði?


mbl.is Bölsýnn borgarstjóri í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Gnarr og Icesave fyrir dummies

Jón Gnarr var í viðtali á útvarpi Sögu í vikunni. Hann var spurður um afstöðu sína til Icesave og var hann helst á því að við þ.e.þjóðin þyrftum að þrífa upp æluna eftir útrásavíkingana. Eftir skammir frá hlustendum vegna þessarar afstöðu fór hann að draga í land og viðurkenndi að hann vissi ekkert um Icesave málið og vegna tímaskorts  þyrfti  hann Icesave kynningu fyrir dummies. Ég vil taka fram að þetta var hans orðalag. Ég hef mikla meðaumkun með honum og ætla því að draga fram helstu staðreyndir málsins honum til upplýsingar.

Nokkrar upplýsingar um Icesave

Íslendingar voru neyddir til samninga við Breta og Hollendinga.

Íslendingar fengu ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum haustið 2008.

Icesave er ólögvarin krafa. Það er óheimilt að veita ríkisábyrgð á Innistæðutryggingasjóð.

Ein af grundvallarreglum EES samstarfsins  er að raska ekki samkeppni á markaði og þess vegna áttu Bretar að setja Landsbankann í London strax inn í breska innistæðutryggingasjóðinn áður en fyrsta innistæðan var stofnuð þar.

Icesave krafan er  670 milljarðar í erlendri mynt.

Íslendingar eru að ábyrgjast milljarða evra með því að að segja já

Ef við samþykkjum Icesave þá erum við lofa framtíðarskatttekjum Íslendinga til Breta og Hollendinga til allt að 35 ára.

Við vitum ekki hver upphæðin verður því eignarsafn Landsbankans er óljóst.

Þar sem upphæðin er ekki föst tala er það stjórnarskrárbrot að samþykkja lögin

Það er mikil gjaldeyrisáhætta sem fylgir þessum samningi. Skuldin hækkar gríðarlega ef íslenska krónan fellur.

Icesave hverfur ekki við það að segja já við samningnum. Strax á þessu ári þurfa íslenskir skattgreiðendur að borga 26 milljarða í vexti. Þetta er allt í erlendum gjaldeyri. Þess vegna kemur Icesave ef við segjum já

Það eru miklar líkur á því að að vinnum dómsmál ef þessi deila fer fyrir EFTA dómstólinn. 

Ef við töpum dómsmáli getur dómstóllinn ekki dæmt okkur í skaðabætur heldur yrði þetta svokallaður viðurkenningardómur.  Íslendingar yrðu að skilgreina skyldur sínar fyrir íslenskum dómstólum.

 

Mínar hugleiðingar og rökstuðningur minn fyrir því að segja Nei

 

Ég vil ekki að skuldum einkafyrirtækis sé velt yfir á almenning.

Almenningur á ekki að borga fyrir sukk bankaelítunnar

Landsbankinn var einkabanki og þess vegna á hann að bera ábyrgð á sínum skuldum sjálfur.

Mér finnst Icesavereikningarnir vera óupplýst sakamál sem þarf að rannsaka af þartil bærum dómstólum

Mér finnst fáránlegt að almenningur  beri ábyrgð á öllum bankainnistæðum.

Mér finnst fáranlegt að það eigi að vera ríkisábyrgð á sjúku fjármálakerfi.

Almenningur út í heimi horfir til okkar og vonar að við segjum Nei.

Það er andsnúið hlutverki okkar sem foreldra að samþykkja skuldir fjárglæframanna sem börnin okkar þurfa að borga.


Svör óskast frá Guðbjarti og Gylfa

Reykjavík 23. febrúar 2011

 

Ágæti, Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra.

Viss hluti samlanda okkar þarf að lifa á lágmarkskjörum frá einum mánaðamótum til þeirra næstu. Til þessa hóps teljast: öryrkjar, ellilífeyrisþegar, atvinnulausir, félagsbótaþegar og starfsmenn á lágmarkslaunatöxtum. Flestallir sem koma að ákvörðun um hversu mikið einstaklingar í þessum hópum hafa úr að spila hafa margfalt hærri tekjur og eru sökum þess illa búnir til að meta aðstæður skjólstæðinga sinna rétt.

Heildartekjur upp á 160 þúsund krónur á mánuði er staðreynd fyrir stóran hóp Íslendinga. Bæði rannsóknir þinna eigin starfsmanna, sérfræðinga og hyggjuvit meðalmannsins benda ótvírætt til þess að nánast ómögulegt sé að ná endum saman með fyrrnefndri upphæð.

Eftir umfangsmikla vinnu á vegum velferðarráðuneytisins var nýlega lögð fram ákaflega gagnleg skýrsla um neysluviðmið (Sjá hér). Hún er vel unnin í alla staði og gefur góða vísbendingu um hvað fólk þarf að lágmarki til að framfleyta sér.

Vegna þessarar skýrslu var sett upp reiknivél (Sjá hér) á vef ráðuneytisins. Samkvæmt henni þarf einstaklingur í leiguíbúð 300.966 krónur í ráðstöfunarfé til þess að eiga fyrir nauðþurftum og öðru sem telst til mannréttinda eins og húsnæði og virkri þátttöku í samfélaginu.

Í ljósi alls þessa leitum við til þín með eftirfarandi spurningu:

Hvernig myndir þú, ágæti Guðbjartur, ráðleggja fólki að ná endum saman með áðurnefndum hundrað og sextíuþúsund króna tekjum á mánuði?

Ráðleggingar þínar gætu orðið upphafið að bættri umræðu um núverandi vandamál þeirra einstaklinga sem glíma við þessa spurningu 12 sinnum á ári.

 

Virðingarfyllst og með ósk um svör.

Ásta Hafberg

Björk Sigurgeirsdóttir

Gunnar Skúli Ármannsson

Elías Pétursson

Jón Lárusson

Kristbjörg Þórisdóttir

Ragnar Þór Ingólfsson

Rakel Sigurgeirsdóttir

 

Bréf með sömu fyrirspurn sent á Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands.

Afrit sent á fjölmiðla.

 


Hrós

Verðlaunaafhending 31 janúar 2011

 Hróshópurinn hélt athöfn í Ráðhúsinu í dag þar sem hópurinn veitti ýmsum grasrótarhópum viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Það var gaman hitta allt þetta jákvæða fólk og þarna gafst líka tækifæri fyrir hópana að kynna starfsemi sína. Það er alveg ótrúlegt hvað margir hafa lagt mikla vinnu í margs konar grasrótarstarf til góðs fyrir samfélagið. Ég flutti þessa ræðu við þetta tækifæri.

 

Í dag erum við saman komin til að gleðjast og hrósa félögum okkar fyrir dugnað og elju við að sinna skyldum sínum sem ábyrgir borgarar. Við vitum öll hvað það skiptir miklu máli að fá hrós sérstaklega þegar unnið er mikið og óeigingjarnt starf.

Þegar allt hrundi  haustið  2008 voru margir sem vöknuðu upp við vondan draum. Það var þó nokkur fjöldi íslendinga sem reif sig upp úr sjónvarpssófanum og ákvað að gera eitthvað í málunum  að minnsta kosti að reyna að skilja hvað fór úrskeiðis. Ég var ein af þeim sem ákvað að taka þátt og hóf að starfa með opnum borgarafundum. Borgarafundirnir  og ekki síst undirbúningsfundirnir voru eitt af því lærdómsríkasta sem ég hef tekið þátt í . Upp úr þessu spruttu margir hópar eins og Hagsmunasamtök Heimilanna og Lýðveldisbyltingin og svo framvegis. Fólk í öllum þessum mismunandi hópum var að reyna að skilja hvað fór úrskeiðis og að finna lausnir.

Til að geta gert betur verðum við að rýna í fortíðina og söguna því sagan hefur tilhneigingu til að endurtaka sig. Það sem blasti við okkur í rústunum haustið 2008 voru tvær staðreyndir framar öðru. Gæðum landsins hafði verið freklega misskipt . Mörg okkar vissum það fyrir en stærðargráðan var ný. Hitt sem var augljóst var að ekki var hægt að halda svona áfram. Þar stöndum við í dag og allur sá fjöldi grasrótarhópa sem er  saman kominn hér í dag er til marks um að við erum öll að reyna að koma á réttlæti í þjóðfélginu hver með sínum hætti.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvernig bankakerfið hrundi og almenningur líður stórlega fyrir það. Við sem erum komin saman hér í dag viljum öll breyta þjóðfélaginu, þær tilraunir sem við höfum tekið þátt í hingað til hafa hreyft við ýmsu en við erum ekki komin alla leið. Byltingin er eftir. Ég tel að flestum okkar sé að verða það allt ljósara að bylting er það sem við þurfum. Sú bylting þarf fyrst og fremst að eiga sér stað í huga almennings. Hvað það er sem setur byltingu í gang er erfitt að skilgreina en það er örugglega til bóta að þeir sem vilja breytingu standi saman.Við verðum að gera okkur grein fyrir því að bylting og grasrót ætti að vera  sjálfsprottin og það er hættulegt ef einhver ætlar að eigna sér slíkt.

Óveðursskýin hrannast upp, sífellt er erfiðara að ná endum saman og þeim fjölgar stöðugt sem gera það ekki og þurfa því að leita sér aðstoðar. Stjórnvöld standa ekki með almenningi heldur sérhagsmunahópum og fjármagnsöflunum. Þegar almenningur þarf aðstoð er ríkiskassinn tómur en þegar banki þarf aðstoð þá er kassinn fullur. Ekki kemur til greina að leiðrétta lán almennings en þegar kemur að þörfum þeirra sem komu okkur í þennan skít þá er ekkert sjálfsagðara en að aðstoða þá og jafnvel veita þeim skattaafslátt og afskriftir. Síðan spranga þessir menn ennþá inn og út úr bönkum og ríkisstofnunum eins og ekkert hafi í skorist. Yfirráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi hafa gert muninn á hægri og vinstri pólitík að engu. Verkalýðsforustan virðist beita sér meira fyrir kjörum fjármagnsins í lífeyrissjóðunum en kjörum hins vinnandi manns. Þegar fréttist af sérkennilegri samvinnu verkalýðsfélaga við atvinnurekendur til að koma höggi á gagnrýninn fulltrúa verkamanna virðist fokið í flest skjól.

Við sem viljum að réttlætið nái völdum á Íslandi, ætlum við að bíða í 10 eða 20 ár eins og Argentínumenn, Chílemenn, Túnisbúar eða Egyptar. Margar þjóðir í okkar sporum hafa gefið stjórnvöldum sínum tækifæri til að sanna sig allt þangað til að stór hluti þegnanna átti ekki fyrir mat því lítill hluti þjóðarinnar sat á öllum auðnum. Stefnum við ótrauð á sömu endastöð eða ætlum við að stíga af vagninum áður, hvar er þessi gáfaða og vel menntaða íslenska þjóð í dag?

Hlutverk og ábyrgð grásrótarinnar hefur vaxið frá hruni. Á meðan við rífumst um smáatriði þá gefum við elítunni tækifæri til þess að ræna okkur. Þess vegna verðum við að halda hópinn og styrkja hvert annað í báráttunni fyrir réttlæti. Lifi réttlætið og veitum von.

 


Fátækt og ábyrgð stjórnvalda

 

Ræðan mín á samráðsdegi hjálparstofnana sem haldinn var í dag á vegum Félags og tryggingamálaráðuneytisins. Mér var boðið á ráðstefnuna sem fulltrúi Sumarhjálparinnar.

 

Við vorum nokkur úr grasrótinni sem ákváðum að gera eitthvað  í málum fátækra þegar hinar hefðbundnu hjálparstofnanir fóru í frí. Það er skiljanlegt að starfsfólk hjálpastofnana þurfi sumarfrí en því miður tekur fátæktin sér ekki frí.

Með hjálp góðra manna tókst okkur að ráðast í þetta verkefni á mjög skömmum tíma. Ég vil sérstaklega þakka Kristínu Snæfells Arnþórsdóttur og Þórhalli Heimissyni fyrir þeirra stuðning.

Verkfæri okkar voru hefðbundin, heimasíða, tölvupóstur, sími og bankabók. Á átta vikna tímabili styrktum við á fjórða hundrað fjölskyldur.

Við töluðum við flest alla í síma og fengum ógrynni af tölvupósti. Frásagnir einstaklinga og fjölskyldna voru  skelfilegar. Oftar en ekki fór mikil orka í að hughreysta fólk og sannfæra það um að þrauka.

Það þarf ekki að setja fátækt í neina nefnd, það þarf ekki að kanna málið neitt frekar. Þeir embættismenn sem eru enn í vafa þurfa bara að svara í neyðarsímann í nokkra klukkutíma. Þeir fjármunir sem fara í nefndarstörfin gætu þá runnið beint til þurfandi meðbræðra okkar.

Stjórnarskráin er okkur hugleikin þessa dagana. Í stjórnarskránni er eftirfarandi ákvæði.

Öllum sem þess þurfa skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika,örorku,elli,atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.

Í stuttu máli framfærsla er stjórnarskrávarin og ég vil jafnframt benda á það að við höfum skrifað undir mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna.

Það er hreinlega ólíðandi að stjórnvöld séu að brjóta lög og mannréttindi um hver mánaðarmót þar sem þau borga einstaklingum bætur  sem vitað er að eru langt undir lágmarksframfærslu.

Stjórnvöld geta ekki flutt þessa ábyrgð sína yfir á neyðarstofnanir.  Stjórnvöld eru að bregðast grundvallarskyldu sinni.Þetta er skömm fyrir íslenska stjórnmálamenn og þetta er smánarblettur á íslensku samfélagi.

Neyðarstofnanir eiga að sinna áföllum. Er alltaf neyð á Íslandi, ég bara spyr.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband