Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Kæri þingmaður - Eg fylgist með atkvæði þínu
29.12.2009 | 19:16
Sameinumst um að kjósa EKKI aftur þá þingmenn sem samþykkja Icesave
28.12.2009 | 01:52
Icesave á Alþingi á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sumardagurinn fyrsti-baráttan á fullu.
23.4.2009 | 22:15
Dagurinn í dag var mjög skemmtilegur, reyndar annasamur en það gerir ekkert til. Í Glæsibæ vorum við með vöfflur,kaffi,gos og ís fyrir gesti. Við höfðum misreiknað okkur örlítið en gleðileg þó. Það kom ótrúlega mikið af fólki, mikið rennirí og vöfflurnar kláruðust brátt. Því var reddað eins og öðru í snarhasti. Ef allir þeir sem komu kjósa okkur er síðasta könnun kolfallin.
Hér er ein af hetjum dagsins að baka vöfflur á fullu. Vöfflujárnið í forgrunni er mitt og er 29 ára gamalt-eins og nýtt, still going strong...
Það var fjölmennt og mikið er það gefandi að fá að ræða málin beint og milliliðalaust við kjósendur.
Sturla með svar á reiðum höndum, ekki spurning"ég er mættur".
Margir góðir gestir mættu.
Þegar vöfflukaffið var búið í Glæsibæ skruppum við hjónin í fimmtugsafmæli vinar okkar. Þar hittum við nokkra Sjálfstæðismenn sem ætla að strika út flesta sína menn og nota afgangin af blekinu til að krossa við gamla Dið sitt.
Síðan í kvöld var farið á fund í Sægreifanaum.
9.3% fylgi Frjálslyndra í norðvestur kjördæmi.
19.4.2009 | 22:48
Ný skoðunarkönnun gefur okkur á ný bjartsýni að baráttan sé að skila árangri. Í Norðvestur kjördæminu er fylgi við Frjálslynda flokkinn 9.3% eins og síðast. Það gefur góðar vonir ef svo reynist vera á kjördag. Reyndar hefur alltaf komið öllu meira upp úr kjörkössunum hjá okkur en í skoðanakönnunum.
Þegar haft er í huga að kröfur búsáhaldabyltingarinnar í vetur voru nánast samhljóma stefnuskrá Frjálslynda flokksins er ekki að undra þó margir aðhyllist stefnu okkar. Ef allur sá fjöldi sem tók þátt í mótmælunum í vetur og þeir sem hafa orðið verst úti í kreppunni nær að kynna sér stefnuskrá Frjálslynda flokksins mun fylgi hans aukast hratt. Því er það í raun spurningin hvernig okkur mun ganga að koma boðskapnum til fjöldans sem er afgerandi.
KRINGLUPÓLITÍK.
18.4.2009 | 19:45
Það var góður dagur í dag hjá okkur í Frjálslynda flokknum. Við frambjóðendur flokksins í Reykjavík vorum í Kringlunni. Ekki vorum við að versla svo mikið í búðunum. Kosningabaráttan er að komast í hámark og spennan eykst. Við upplifum mikinn meðbyr enda komu fréttir úr norðvestur kjördæminu um aukið fylgi ekki á óvart.
Þarna er Sturla að ræða málin.
Þarna er Jakobína að sannfæra einn Kringlugesta dagsins.
Ég og Sturla í stuði.
Karl heilsar væntanlegum stuðningsmanni.
Rætt og skrafað og sem fyrr segir mjög góður og gefandi dagur. Smá fótaþreyta en það verður gleymt á morgun.
Hvað er mikilvægt??
11.4.2009 | 23:03
Hvað er mikilvægt í dag. Er það mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið styrki frá tveimur fyrirtækjum. Í sjálfu sér ekki. Allir hafa alltaf vitað að auðmenn hafa styrkt Sjálfstæðisflokkinn alla tíð. Það sem er mikilvægt er hverjir og hvernig verður haldið á málum eftir kosningar. Það hefur reyndar komið betur í ljós núna að Sjálfstæðisflokkurinn fær afl sitt frá auðmönnum Íslands. Því er hann fulltrúi þeirra.
Frjálslyndi flokkurinn hefur ætíð haft opið bókhald og var fyrstur til að leggja það til. Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir afnámi kvótans, en kvótinn er birtingamynd einokunar. Einokun hugnast auðmönnum, þeim er venjulega illa við frelsi og samkeppni.
Frjálslyndi flokkurinn vill afnema verðtrygginguna. Verðtryggingin er dæmi um höft og einokun. Hún setur skuldarann í gapastokk. Það hugnast auðmönnum Íslands, því það eru þeir sem lána öðru fólki pening.
Þetta eru atriði sem skipta máli, ekki að auðmenn styrki Sjálfstæðisflokkinn sem allir vissu fyrir. Bjarni Ben á bara að segja að svona hafi þetta alltaf verið og okkur hafi líkað það vel hingað til. Verst að það komst í hámæli.
Styrkir eða afnotagjöld?
11.4.2009 | 13:17
Nú berjast bræður innan Sjálfstæðisflokksins. Agnesi Braga er borið á brýn að halda meira með öðrum en hinum innan Sjálfstæðisflokksins. Þvílík fyrra, varla er það sérstakt áhugamál Agnesar að koma fylgi Sjálfstæðisflokksins fyrir kattarnef rétt fyrir kosningar. Nei hún birti bara fréttir, hvort það var henni skemmtun eður ei skiptir ekki aðalmáli, heldur að hún þagði ekki.
Það gæti virst sem skemmtun að Sjálfstæðismenn séu komnir í hár saman, en svo er ekki. Tilefnið er í raun of sorglegt. Niðurlægingin er svo algjör að menn líta undan. Þeir selja flest allt sem þjóðin á og skuldsetja upp fyrir haus. Reyna svo að standa sem óspjallaðir sveinar og þá kemur í ljós að þeir voru keyptir. Var kannski bara um að ræða greiðslu afnotagjalda, ekki styrki?
Rassmínur.
11.4.2009 | 00:18
Í vetur hefur maður verið marineruð í pólitík. Mætt á Austurvöll, tekið þátt í opnum borgarfundum og núna frambjóðandi fyrir Frjálslynda. Ofan á bætast fréttirnar af mútugreiðslum til Sjálfstæðisflokksins. Þegar kvikmyndin Draumalandið, sem ég sá í kvöld, kryddar tilveruna enn frekar fer mann að svíða heiftarlega í tunguna.
Dæmið um FL og Sjálfsræðisflokkinn gefur sterkar vísbendingar um að liðka átti til fyrir sölu orku, orkutækifæra til einkaaðila. Sama er upp á teningnum á Austurlandi. Þingmenn og ráðherrar vilja ná endurkjöri til að halda völdum. Álrisinn hjálpar þeim með smíði álvers. Fólkið klappar því það trúir að það hafi fengið allt fyrir ekkert.
Kostnaðurinn er skuldsetning allrar þjóðarinnar vegna Kárahnjúka. Eyðing náttúru. Hugsanlega skítbillegt rafmagn til álbræðslunnar, sem við hin greiðum því reikningurinn til okkar verður þeim mun hærri. Samantekið, rándýr framkvæmd sem við höfum ekki hámarks arð af. Allt þetta komst á koppinn því menn vildu halda völdum sínum. Það kalla ég rassmínur, þ.e. þá sem hugsa bara um rassinn á sjálfum sér.
Þögn Framsóknar er ærandi.
10.4.2009 | 19:28
Framsóknarmenn ætla ekki að upplýsa almenning um fjáraustur í sjóði þeirra. Þeir bera við bankaleynd . Mjög ankannalegt sérstaklega með tilliti til þess að þeim var svo mun í að halda kosningar fyrir okkur almúgann. Einnig vilja þeir endilega halda Stjórnlagaþing fyrir sama almúga. Samt vilja þeir ekki treysta okkur fyrir nokkrum millifærslum milli lögaðila.
Þögn þeirra er ærandi, nærvera spillingarmála Sjálfstæðisflokksins er óþægileg en fjarvera Framsóknarflokksins er verri. Kistur þessara tveggja flokka hafa yfirleitt ekki borð það með sér að vera tómar. Því er ekki undarlegt þó margan gruni ýmislegt.
Mátturinn..ríkið...dýrðin...amen.
10.4.2009 | 12:21
"Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu amen". Það er að sjálfsögðu guðslast að vera nota orð heilagrar ritningar í venjulegu bloggi. Þetta kom samt upp í hugann í morgun. Sjálfstæðismenn hafa átt ríkið okkar undanfarin 18 ár. Það er að verða öllum ljóst hvaðan þeir fengu mátt sinn. Máttur þeirra kemur frá peningum. Í skjóli ríkidæmi síns hafa þeir haft yfirburða stöðu.
Í gær var manni frekar skemmt en eftir nætursvefn rennur upp fyrir manni alvara málsins. Það er orðið augljóst að í bakherbergjum þjóðfélagsins eru fluttir til miklir fjármunir. Fjármunir frá hlutafélögum þar sem hluthafar hafa enga vitneskju um gjörninginn. Uppvíst er núna um tugi milljóna. Marga grunar að hér sé bara toppurinn á ísjakanum.
Guð almáttugur var svikinn fyrir 30 silfurpeninga.
Þjóðin var svikin fyrir 30 milljónir.
Báðir gjörningarnir framkvæmdir í skjóli myrkurs.
Sagan endurtekur sig í sífellu, því mun dýrðin verða Guðs og þjóðarinnar, ekki Judasar né FL grúppu.
Amen.