Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Kosningaskrifstofa Frjálslynda Flokksins í Glæsibæ.
5.4.2009 | 19:20
Í dag tókum við rösklega á því. Málað, þrifið og flutt. Ekki gátum við haft skrifstofuna framsóknargræna heldur skelltum við okkur yfir í hvítt. Það er litur sakleysis. Frjálslyndir hafa ekki verið hluti af því valdi sem hefur keyrt þjóðarbúið þráðbeint á hausinn. Margar hendur unnu vel í dag og dagsverkið gott. Sjálfsagt verður hægt að opna formlega á morgun eða hinn. Samt er allt í lagi að kíkja við.
Þarna vinna Sturla og Helga mjög vel saman.
Þarna nær Guðsmaðurinn nánast til himna.
Hérna sést inngangurinn og hver er í Gullna Hliðinu að gæta þess?
Nokkuð af húsgögnum er komið og byltingarsófinn að sjálfsögðu mættur.
Ekki allt samkvæmt fínustu mode blöðum en dugar samt. Alli velkomnir í kaffi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta bloggfærslan mín.
21.3.2009 | 22:33