Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Ofurtrú á vinstri menn.

Ég hef verið í sambandi við all nokkra í dag. Það er greinilegt að hluti þjóðarinnar álítur Steingrím og Jóhönnu vera að gera góða hluti með þessari svokölluðu lausn Icesave deilunnar. Mér finnst það aðallega vera eldri einstaklingar sem hafa beðið alla ævi eftir vinstri stjórn á Íslandi. Þessir einstaklingar trúa engu illu á vinstri stjórnina, þau hljóta að vera að gera gott. Annað sem einkennir fyrrnefnda einstaklinga er að þau skilja alls ekki tölurnar. Skilja ekki hvað það er að bæta rekstri eins Landspítala ofaná fjárlögin si svona. Merkilegt, þeim finnst jafnvel að það sé okkar að borga skuldir óreiðumanna og við höfum bara sloppið vel.
mbl.is Erfitt að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

F fyrir fólkið.

Nú skiptir öllu máli að allir fari og kjósi, nýti sér kosningarétt sinn. Þetta vald sem lýðræðið hefur í för með sér. Ég hvet hér með alla til að kjósa og taka afstöðu.

Við í Frjálslynda flokknum segjum F fyrir fólkið. Við erum ósátt við sérhagsmunagæslu, enda hefur okkur aldrei verið mútað.

Allir velkomnir á kosningaskrifstofur okkar í Glæsibæ og Kópavogi.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband