Færsluflokkur: Dægurmál

Mætum á Austurvöll á morgun kl 15

Mótmælum óréttlætinu í þjóðfélaginu. Stöndum saman, það er eina vopnið okkar. Mótmælum ráni bankanna á stórum hluta fasteigna okkar. Stöndum með Hagsmunasamtökum Heimilanna, stöndum með okkur. Sumir skulda ekki mikið. Samt eru margir sem skulda of mikið, að nauðsynjalausu. Gagnast gjaldþrot að nauðsynjalausu börnunum okkar?

Mótmælum líka Icesave. Gagnast skuldir Icesave afkomendum okkar?

Látum ekki Gordon Brown kúga okkur!!


Sendum Stulla í víking

Vonandi mæta margir á mótmælin við Austurvöll kl 13 í dag. Það veitir ekki af að hrista upp í ráðamönnum þjóðarinnar svo þeir fari  að koma sér að verki og hugsa um okkur almenning en ekki bara hugsa um það hvort við ætlum að ganga inn í ESB eða ekki. Ég er nokkuð viss um að vinur minn hann Sturla muni mæta með flautuna og vekja liðið. Ég hefði svo sannarlega viljað hafa hann innandyra því þá hefðu menn ekki komist upp með neinn moðreyk ef ég þekki minn mann rétt. Annars finnst mér að við ættum að senda Stulla ásamt fríðu föruneyti búsáhaldarfólks til London og baula á Gordon Brown. Hann má ekki komast upp með þetta þvaður um okkur Íslendinga maðurinn. Mótmælum öll.

Frjálslyndir og framtíðin, F fyrir fólkið.

Veturinn hefur verið ótrúlegur. Bankahrunið og öll mótmælin. Ég mætti á Austurvöll flesta laugardaga, ég tók þátt í starfi Borgarafunda í allan vetur. Ég hitti hundruð manna, ég sá um opið hús í Borgartúninu í allan vetur og ræddi við alla þessa óánægðu einstaklinga. Mótmælin í vetur eru ekki í samræmi við niðurstöður skoðanakannana síðustu daga. Hvernig stendur á því að þeir flokkar sem rústuðu heimilunum og draumum okkar ætla fá góða kosningu á morgun.

Við í Frjálslynda flokknum viljum vinna okkur út úr kreppunni með auknum tekjum, meiri þorskafla, frjálsum handfæraveiðum, aukinni ylrækt og fleira og fleira. Við viljum ekki skatta né skera okkur úr kreppunni. Við teljum það ekki raunhæfa leið.

Ekki láta skoðanakannanir ákveða hvað þú kýst á morgun. Okkar rödd er lífsnauðsynleg fyrir Ísland. Stefna Frjálslynda flokksins eru hróp búsáhaldabyltingarinnar, kjóstu okkur ef þú vilt heiðarlegt þjóðfélag. Kjóstu X-F.

 

                                 X-F


Sumardagurinn fyrsti-baráttan á fullu.

Dagurinn í dag var mjög skemmtilegur, reyndar annasamur en það gerir ekkert til. Í Glæsibæ vorum við með vöfflur,kaffi,gos og ís fyrir gesti. Við höfðum misreiknað okkur örlítið en gleðileg þó. Það kom ótrúlega mikið af fólki, mikið rennirí og vöfflurnar kláruðust brátt. Því var reddað eins og öðru í snarhasti. Ef allir þeir sem komu kjósa okkur er síðasta könnun kolfallin.

IMG 1938

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er ein af hetjum dagsins að baka vöfflur á fullu. Vöfflujárnið í forgrunni er mitt og er 29 ára gamalt-eins og nýtt, still going strong...

IMG 1937

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1928

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var fjölmennt og mikið er það gefandi að fá að ræða málin beint og milliliðalaust við kjósendur.

IMG 1943

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sturla með svar á reiðum höndum, ekki spurning"ég er mættur".

IMG 1932

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Margir góðir gestir mættu.

Þegar vöfflukaffið var búið í Glæsibæ skruppum við hjónin í fimmtugsafmæli vinar okkar. Þar hittum við nokkra Sjálfstæðismenn sem ætla að strika út flesta sína menn og nota afgangin af blekinu til að krossa við gamla Dið sitt. 

Síðan í kvöld var farið á fund í Sægreifanaum.

IMG 1947

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1949

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1945

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hvernig eigum við að fá kjósendur til að treysta stjórnmálamönnum?

Margir kjósendur hyggjast skila auðu í kosningunum. Það ber vott um mikla vantrú á stjórnmálaflokkum landsins. Það kemur ekki sérstaklega á óvart. Kjósendur hafa valið  Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn árum saman í þeirri trú að þeim væri best treystandi fyrir þjóðarskútunni. Þeir seldu landið og komu okkur gjaldþrot. Þessa dagana er að koma í ljós að stjórnmálaflokkarnir eru málaliðar stórfyrirtækja. Engan skildi undra að vantraust sé til staðar hjá almennum kjósendum.

Hér er um grafalvarlegt mál að ræða. Því hefur hegðun stjórnmálaflokkanna sem hafa þegið styrki og þagað um það komið okkur öllum mjög illa. Sem frambjóðandi Frjálslynda flokksins setur mann hljóðan. Frjálslyndi flokkurinn hefur alla tíð haft opið bókhald. Því hafa allir getað kynnt sér styrkveitingar til okkar. Því má segja að innihaldslýsingin á pakkanum sé vel læsileg og kjósendur vita hvað við stöndum fyrir. 

Við viljum;

afnema verðtrygginguna,

kvótann aftur til þjóðarinnar,

burt með einokun, komum á raunverulegri samkeppni,

afnemum spillingu, virðum mannréttindi,

aukum frelsi til allra, ekki fárra útvaldra flokksgæðinga.

Hvernig er hægt fyrir lítinn flokk á Íslandi, eins og Frjálslynda flokkinn, að fá tiltrú almennings og að við meinum það sem við segjum. Ég óska eftir heilræðum frá ykkur um þetta mál kæru lesendur.

 

 


Rassmínur.

Í vetur hefur maður verið marineruð í pólitík. Mætt á Austurvöll, tekið þátt í opnum borgarfundum og núna frambjóðandi fyrir Frjálslynda. Ofan á bætast fréttirnar af mútugreiðslum til Sjálfstæðisflokksins. Þegar kvikmyndin Draumalandið, sem ég sá í kvöld, kryddar tilveruna enn frekar fer mann að svíða heiftarlega í tunguna.

Dæmið um FL og Sjálfsræðisflokkinn gefur sterkar vísbendingar um að liðka átti til fyrir sölu orku, orkutækifæra til einkaaðila. Sama er upp á teningnum á Austurlandi. Þingmenn og ráðherrar vilja ná endurkjöri til að halda völdum. Álrisinn hjálpar þeim með smíði álvers. Fólkið klappar því það trúir að það hafi fengið allt fyrir ekkert. 

Kostnaðurinn er skuldsetning allrar þjóðarinnar vegna Kárahnjúka. Eyðing náttúru. Hugsanlega skítbillegt rafmagn til álbræðslunnar, sem við hin greiðum því reikningurinn til okkar verður þeim mun hærri. Samantekið, rándýr framkvæmd sem við höfum ekki hámarks arð af. Allt þetta komst á koppinn því menn vildu halda völdum sínum. Það kalla ég rassmínur, þ.e. þá sem hugsa bara um rassinn á sjálfum sér. 


Kosningaskrifstofan í Reykjavík opnuð.

Við opnuðum kosningaskrifstofuna okkar í dag. Það gekk vel og kom nokkuð af fólki. Vel fór á með öllum og margt skrafað og skeggrætt ef þannig háttaði til.

IMG 1853

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í byltingasófanum má sjá þrjá ættliði.

IMG 1863

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1866

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna sitja topparnir í Reykjavík.

IMG 1861

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er verið að skipuleggja út í eitt.


Glæsibær kl 17 á morgun!!

Nú er kosningabaráttan að komast á fulla ferð. Á morgun stendur til að opna formlega kosningaskrifstofu Frjálslynda flokksins í Glæsibæ. Við bjóðum blaðamönnum að mæta og að sjálfsögðu öllum öðrum líka. Það verður heitt á könnunni og meðlæti.

Sjáumst á morgun kl 17:00 í Glæsibæ-allir velkomnir.


Húseigendur í útrýmingarhættu?

Núna er búið að samræma öll úrræði fyrir þá sem geta ekki greitt skuldir sínar af fasteignum. Úrræðin verða þau sömu og hjá Íbúðarlánasjóði. Það rumska smá vangaveltur í þessu samhengi. Ekki sjást nein merki þess að afskrifa eigi skuldir. Það á bara að aðlaga og lengja svo skuldin verði greidd, fyrr eða síðar. Hér er um grófa mismunun að ræða því skuldir hafa verið afskrifaðar hjá mörgum öðrum en venjulegum húseigendum. Þar að auki er tilurð skuldarinnar mjög vafasöm. Verðbólguhækkunin sem við höfum upplifað er ekki vegna meiri neyslu okkar á viðkomandi tímabili. Hækkun íbúðarlána er að miklu leiti orsökuð af röngum ákvörðunum hjá lánastofnunum en ekki lántakenda. Það voru bankarnir sem skuldsettu þjóðina 12 falda þjóðarframleiðslu. Það voru bankarnir sem lánuðu gegn haldlausum veðum. Það voru bankarnir sem tóku stöðu gegn krónunni. Hinum varkára bankamanni var úthýst úr íslenskum fjármálheimi og því hækka lánin okkar.

Því væri mun nær að taka upp samræmdar aðgerðir sem miða að því að lánastofnanir greiði til baka þá fjármuni sem hafðir hafa verið af okkur húseigendum. Að öðrum kosti mun hinn almenni húseigandi deyja út sem fyrirbæri.


mbl.is Samræmd úrræði vegna greiðsluerfiðleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta bloggfærslan mín.

Ég sem var svo ákveðin í að gerast ekki bloggari læt nú undan og ætla að stinga mér í djúpu laugina.  Hvers vegna geri ég það?  Jú vegna þess að ég hef verið mjög virk í þeirri grasrót sem spratt upp í efnahagshruninu.  Ég er ein af þeim fjölmörgu sem hef staðið fyrir og undirbúið Opna Borgarafundi.  Ég hef mætt á flesta útifundi á Austurvelli og ég hef mætt á fundi hjá Lýðveldisbyltingunni, Samstöðu og fleira. Ég hef mikinn áhuga á þjóðmálum og ég vil að rödd grasrótarinnar haldi áfram að hljóma sem víðast.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband