Færsluflokkur: Menning og listir

Hugmyndir Frjálslyndra að sparnaði hjá Reykjavíkurborg

Frjálslyndi flokkurinn veit að ekki dugar að koma með innantóm kosningaloforð í þeirri kreppu sem Ísland er í dag. Frjálslyndi flokkurinn í Reykjavík hefur mótað sér stefnu af raunsæi, við teljum okkur horfast í augu við staðreyndir lífsins.

Við rekstur Reykjavíkurborgar viljum við forgangsraða þannig að allur lúxus lendir fyrst undir sparnaðarhnífnum. Lúxus er sá hluti rekstrarins sem má missa sig án þess að velferðin í borginni skaðist.

Dæmi um sparnað;

  • Seljum Tónlistarhúsið -  því það mun verða mikill baggi á borginni og auk þess soga til sín alla fjármuni sem mögulegt er að tileinka menningu,
  • einkabílstjórar,
  • bílastyrkir,
  • símastyrkir, 
  • aðkeyptar skýrslur og skoðanakannanir,
  • utanlandsferðir.
  • Hægt er að fækka stjórnunarstigum.
  • Afnemum veisluhöld.
  • Sameinum sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

 

Velferð á ekki að finna fyrir hnífnum fyrr en allur lúxus er horfinn.

Við verðum að opna stjórnsýsluna þannig að borgararnir geti fylgst með í hvað útsvarið þeirra er notað. Það þarf einnig að vera ljóst í öllum tilfellum hver ber ábyrgð á ákvörðunum um útgjöld borgarinnar.


Balletsýning í dag.

Yngsta dóttirin dansaði í balletsýningu Klassíska Listdansskólans í dag. Hátíðin var haldin í Borgarleikhúsinu. Sýningin hefur aldrei verið glæsilegri. Gríðalegur metnaður er að baki slíku framtaki. Allt þetta snýst umhverfis eina manneskju að mestu. Það er Guðbjörg skólastjóri sem með ótrúlegri eljusemi hefur hafið þennan skóla í hæstu hæðir. Við segjum bara takk Guðbjörg.

Hér læt ég eina mynd fljóta með og þar er dóttirin með, að sjálfsögðu.

img_2107.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðlaug Anna er önnur frá vinstri


F fyrir fólkið.

Nú skiptir öllu máli að allir fari og kjósi, nýti sér kosningarétt sinn. Þetta vald sem lýðræðið hefur í för með sér. Ég hvet hér með alla til að kjósa og taka afstöðu.

Við í Frjálslynda flokknum segjum F fyrir fólkið. Við erum ósátt við sérhagsmunagæslu, enda hefur okkur aldrei verið mútað.

Allir velkomnir á kosningaskrifstofur okkar í Glæsibæ og Kópavogi.


Kosningaskrifstofa Frjálslynda Flokksins í Glæsibæ.

Í dag tókum við rösklega á því. Málað, þrifið og flutt. Ekki gátum við haft skrifstofuna framsóknargræna heldur skelltum við okkur yfir í hvítt. Það er litur sakleysis. Frjálslyndir hafa ekki verið hluti af því valdi sem hefur keyrt þjóðarbúið þráðbeint á hausinn. Margar hendur unnu vel í dag og dagsverkið gott. Sjálfsagt verður hægt að opna formlega á morgun eða hinn. Samt er allt í lagi að kíkja við.

 IMG 1840

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna vinna Sturla og Helga mjög vel saman.

 

IMG 1842

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna nær Guðsmaðurinn nánast til himna.

 

IMG 1849

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hérna sést inngangurinn og hver er í Gullna Hliðinu að gæta þess?

 

IMG 1852

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nokkuð af húsgögnum er komið og byltingarsófinn að sjálfsögðu mættur.

 

IMG 1850

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki allt samkvæmt fínustu mode blöðum en dugar samt. Alli velkomnir í kaffi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband