Færsluflokkur: Heimspeki
Íbúalýðræði eða Loðvík 14
21.5.2010 | 15:51
Konungar fyrr á tímum töldu sig eiga einkarétt á valdinu eins og berlega kemur fram þegar Loðvík 14 sagði "ríkið það er ég". Franska byltingin snéri þessu við þannig að almenningur hefur valdið og deilir því til sinna fulltrúa með kosningum.
Borgabúar hafa stundum reynt, án árangurs, að hafa áhrif á sína kjörnu fulltrúa milli kosninga. Gott dæmi er salan á HS Orku í Borgarstjórn. Þá mættu margir á pallana í Ráðhúsinu og mótmæltu kröftuglega. Þá túlkaði meirihlutinn sjálfan sig á sama hátt og Loðvík 14 gerði um árið.
Þar sem almenningur skilur að það skiptir litlu máli að æpa sig hásan, þá er fólk ekkert að eyða tíma í pólitískt starf eða mótmæli því það kemur svo sem engu til leiðar hvort eð er.
Þessu vill Frjálslyndi flokkurinn breyta. Við teljum að 10% kosningabærra manna eigi að geta fengið kosningar um einstök mál. Þar með er almenningur kominn með völd á milli kosninga og mun það glæða pólitískan áhuga almennings. Þetta mun virka fyrst og fremst sem hemill á valdstéttina við að þröngva einhverjum vafsömum málum í gegn. Þetta er færsla á valdi til okkar, almennings, sem erum ríkið, ekki satt?
Ég sætti mig ekki við niðurskurð AGS á velferð
15.5.2010 | 16:39
Sagan kennir okkur að þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur löndum til hjálpar í kreppum versna kjör almennings verulega. AGS gengur út frá því að lánadrottnar fái sitt og að því loknu nær þjóðin hallalausum fjárlögum með niðurskurði. Niðurstaðan er þá sú að sukkararnir í bankakerfinu sleppa og almenningur borgar allan skaðann. Þetta er margendurtekin saga í mörgum löndum og getur hver sem er kynnt sér þá sögu á netinu. Aftur á móti virðist enginn íslenskur blaðamaður hafa kynnt sér þessa sögu í þaula.
Íslenska ríkisstjórnin ætlar greinilega að fylgja fyrirmælum AGS út í ystu æsar. Árni Páll er sendur út af örkinni til að segja landslýð sannleikann fyrir haustið. Nú verður enn meira skorið niður og fólki sagt upp störfum. Fátækt mun aukast enn frekar og sjúkdómar munu stjórna örlögum okkar í ríkara mæli sökum niðurskurðar í velferðarmálum.
Velferðakerfi Reykjavíkurborgar mun ekki fara varhluta af þessari stefnu AGS í boði ríkisstjórnarinnar. Reykjavíkurborg hefur ekki tök á því að fjarlægja meinvaldinn,AGS, og verður því að búa sig undir afleiðingarnar. Því er mjög mikilvægt að almenningur velji sér fulltrúa í borgarstjórn sem skilja samhengið og eru reiðubúnir til að berjast fyrir velferðinni með kjafti og klóm.
Við í Frjálslynda flokknum munum berjast með öllum okkar mætti fyrir viðhaldi velferðarinnar í Reykjavíkurborg.
Velferðarþjónustan skorin niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmálayfirlýsing Frjálslynda flokksins mars 2010
21.3.2010 | 14:00
Stjórnmálayfirlýsing Frjálslynda flokksins mars 2010
Því verður ekki á móti mælt að ef stefna Frjálslynda flokksins hefði orðið ofan á við stjórn landsins á síðasta áratug, þá stæði þjóðin nú í allt öðrum og miklu betri sporum. Frjálslyndi flokkurinn barðist gegn einkavinavæðingunni, verðtryggingunni, skuldsetningu þjóðfélagsins og illræmdu kvótakerfi sem brýtur í bága við mannréttindi.
Eina leiðin fyrir Íslendinga út úr þröngri stöðu er að auka framleiðslu og gjaldeyrisöflun en alls ekki að fara leið AGS og Fjórflokksins um stóraukna skuldsetningu, niðurskurð og hækkun skatta. Við endurskoðun efnahagsáætlunar AGS verði tekið mið af íslenskum raunveruleika. Beinasta leiðin við öflun aukins gjaldeyris er að gera betur í þeim atvinnugreinum sem þjóðin gerir vel í s.s. sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu.
Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað rökstutt að hægt sé að ná miklu mun meiri verðmætum í sjávarútvegi án aukins kostnaðar með því að fiskur fari á frjálsan markað, taka í burt hvata til brottkasts, veiðiheimildir verði auknar verulega og bæta nýtingu. Möguleikar ferðaþjónustunnar eru ótæmandi enda er landið fagurt og gott en almennt glímir atvinnugreinin líkt og aðrar við gríðar háa vexti sem verður að lækka. Nauðsynlegt er að samningar um stóriðju verði gagnsæir og tryggi úrvinnslu afurða. Ýta á undir almenna nýsköpun í smáu sem stóru í; líftækni, tækni, landbúnaði og þjónustu. Horfa skal til skynsamlegra lausna óháð kreddum, við eflingu atvinnulífs s.s. að tryggja iðnaði og garðyrkjubændum rafmagn á hagstæðu verði.
Kreppa er staðreynd á Íslandi en hún er skilgetið afkvæmi sambúðar spilltrar stjórnmálastéttrar og fjárglæframanna. Frjálslyndi flokkurinn hafnar því að afleiðingarnar af henni lendi með fullum þunga á þeim sem síst skyldi og eiga enga sök. Fjármagnseigendum var bættur strax skaðinn en skuldugur almenningur látinn blæða og blæðir enn.
Allir eiga rétt á mannréttindum og viðunandi lífskjörum til verndar heilsu og vellíðan. Stöðva verður að fólk sé hrakið út af heimilum sínum sökum; kreppunnar, verð- og gengistryggðra lána. Tryggja verður sanngjarna lausn, lágmarksframfærslu og að sérstök áhersla verði lögð á aðbúnað þeirra sem erfa munu landið. Endurskoða þarf samspil álagningar skatta og beitingu skerðingarreglna hjá Tryggingarstofnun svo tryggja megi eldri borgurum, öryrkjum og atvinnulausum viðunandi lágmarks laun.
Staða mála í íslensku samfélagi kallar á endurmat á skipulagi samfélagsins og á það jafnt við um stjórnskipan og samkrull hagsmunasamtaka. Frjálslyndi flokkurinn hvetur fólk til virkari þátttöku í kjarabaráttu en verkalýðsforystan er orðin verulega höll undir Fjórflokkinn og á í óskiljanlegu samkrulli við Samtök atvinnulífsins. Minni atvinnurekendur og nýliðar í rekstri eiga lítið skjól í SA sem virðast telja það heilaga skyldu að viðhalda óbreyttu kerfi sérhagsmuna.
Frjálslyndi flokkurinn hefur frá stofnun lagt áherslu á að landið verði eitt kjördæmi. Ráðherrar skulu víkja af þingi til þess að skerpa á þrískiptingu valdsins.
Frjálslyndi flokkurinn lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, að vísa þeirri ákvörðun til þjóðarinnar, hvort að þjóðin eigi að greiða skuldir óreiðumanna. Frjálslyndi flokkurinn er fylgjandi beinu lýðræði. Þjóðaratkvæðagreiðslur færa valdið til þjóðarinnar frá stjórnmálastétt sem bundin er á klafa þröngra sérhagsmuna.
Tryggja skal rétt minnihluta þingsins til þess að vísa málum til þjóðarinnar en það leiðir til þess að leiðtogar stjórnarflokka sem ráða sínu þingliði verði ekki einráðir við lagasetningu
Sömuleiðis er það krafa að 10% atkvæðisbærra manna geti með undirskrift hjá opinberu embætti, s.s. sýslumanni eða ráðhúsi, látið fara fram þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök mál. Sömuleiðis skal halda í málskotsrétt forseta Íslands.
Festa skal í sessi að stjórnlagaþing verði kallað saman á 25 ára fresti til þess að tryggja að grundvallarlög lýðveldisins verði tekin til endurskoðunar fjórum sinnum á öld.
Við hrunið hafa mikilvægustu stofnanir landsins misst trúverðugleika sinn og fer Hæstiréttur ekki varhluta af því. Grundvöllur þess að bæta þar úr er að það ríki almenn sátt í samfélaginu um skipan dómara að tilnefning dómsmálaráðherra þurfi samþykki aukins meiriluta Alþingis
Bæta þarf vinnubrögð Alþingis m.a. svo að fundir þingnefnda verði í heyranda hljóði en það tryggir opin og lýðræðisleg vinnubrögð.
Standa skal vörð um að háskólar og fjölmiðlar ræki hlutverk sitt sem miðstöð og miðlun gagnrýnar hugsunar en mikið hefur skort þar á. Frjálslyndi flokkurinn leggur til að Háskóli Íslands þiggi ekki stöður eða styrki til einstakra embætta, heldur verði styrkjum veitt í einn pott sem úthlutað verði til rannsókna. Það yrði til þess að sérhagsmunaöfl, s.s. LÍÚ, geti ekki búið áróður í fræðilegan búning og gengisfellt háskólastarf. Tímabært er að taka aðferðir Hafró til gagngerrar endurskoðunar. Uppbygging fiskistofnanna síðustu áratugina hefur ekki gengið eftir, enda stangast aðferðir Hafró á við viðtekna vistfræði.
Frjálslyndi flokkurinn mun setja sér siða- og umgengnisreglur sem fela m.a. í sér að frambjóðendur undirriti drengskaparheit um að láta af trúnaðarstörfum fyrir flokkinn ef viðkomandi verður viðskila við hann.
Nú í niðursveiflunni, er talsverður vandi að afla fjár í gegnum skattkerfið til þess að halda uppi samfélagslegum gæðum á borð við; menntun, heilbrigðisþjónustu, löggæslu, trygga lágmarksframfærslu o.s.f. Hætt er við að aukin skattheimta skrúfi efnahagslífið í enn frekari niðursveiflu og því mikilvægt að fara varlega í skattahækkanir.
Ísland ætti í ljósi biturrar reynslu vafasamra fjármagnsflutninga að verða leiðandi á alþjóðavettvangi um upptöku Tóbínskatts á fjármagnsflutninga á milli landa.
Ekki verður séð að Ísland eigi nokkuð erindi inn í ESB, en sambandið er hvorki vont né gott í eðli sínu heldur stórt hagsmunatengt stjórnkerfi. Sérstaklega í ljósi fiskveiðistefnu sambandsins og harðneskjulegrar afstöðu í garð Íslendinga í kjölfar bankahrunsins.
Íslenska þjóðin getur átt bjarta framtíð en þá verður hún að þora að losa sig úr viðjum séhagsmunabandalaga og vinna sameinuð að aukinni verðmætasköpun og atvinnu í landinu.
YFIRLÝSING ALÞINGIS GÖTUNNAR
6.3.2010 | 20:08
Yfirlýsing Alþingis götunnar.
Við erum hér saman komin í dag til að stofna Alþingi götunnar.
Hagsmunir fjármagnseigenda og innanbúðarmanna hafa ráðið för á Íslandi eftir hrun eins og fyrir hrun. Hagsmunir almennings hafa ekki hljómgrunn hjá stjórnvöldum nema í aðdragenda kosninga.
Kjör aldraðra, öryrkja og fatlaðra voru skorin niður strax. Skuldsetning heimila og fyrirtækja er látin vaxa óáreitt, með gjaldþrotum og nauðungaruppboðum. Launakjör skorin niður, uppsagnir og skattahækkanir. Allt kunnulegir fylgifiskar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þegar kemur að kreppulausnum.
Þeir sem djarfast spiluðu á útrásartímanum, halda gróðanum en tapið er lagt á herðar almennings.
Stjórnlagaþing, lýðræðið, rödd og vald almennings er haft að háðung og spotti.
Hingað og ekki lengra, okkur er nóg boðið. Öll helstu kosningaloforðin svikin. Hvers vegna erum við gleymd daginn eftir kjördag? Erum við engin ógn við notalega tilveru ykkar í glerhúsinu? Baksvipur ykkar finnst okkur kuldalegur.
Við fylkjum liði með almenningi sem flykkist út á göturnar víða um heim, í Grikklandi, í Lettlandi og höfnum því að gróði nýfrjálshyggjunnar sé einkavæddur en tapið þjóðnýtt.
Þess vegna stofnum við Alþingi götunnar, til að snúa ykkur við í roðinu, til að þið hlustið á okkur, okkur sem kusum ykkur á þing. Valdið er okkar, þegnanna. Þið starfið í umboði okkar. Þannig er lýðræðið, er einhver týra logandi hjá stjórnvöldum eða var enginn að gæta eldsins?
Við krefjumst þess að höfuðstóll lána sé leiðréttur, verðtryggingin afnumin, skuldir fyrnist við þrot, þeir sem bera ábyrgð á kreppunni axli líka birgðarnar en ekki bara við skilvísir Íslendingar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendur úr landi og manngildið sett ofar fjármagninu, auðlindir landisns verði í ævarandi eigu þjóðarinnar og að við fáum verkfæri til að hafa hemil á ykkur, þingmönnum okkar.
Þetta er hlutverk Alþingis götunnar. Ég set hér með Alþingi götunnar og lýsi yfir stofnun þess hér á Austurvelli 6. mars árið 2010. Alþingi götunnar er hér með sett.
Declaration of the Parliament of the people.
We are gathered here today to assemble the Parliament of the people
Before and after the finance crash in Iceland, the interest, the needs of the finance world have been first priority of our governments. The politicians have not been looking after the interest of their employer, the people of Iceland, except in the time up to elections.
For the old and handicapped this has meant that all state support has been cut down drastically. Mortgages and loans on homes and smaller businesses have been growing out of proportions until an auction is the only solution. Wages are cut, taxes higher and layoffs are happening regularly. All those things are known consequences following thehelp that the IMF provides to nations in need.
The ones, who played the boldest game in the finance wonder, keep the profit while the loss rolls over on the shoulders of ordinary people.
Our hopes for a new constitution and a real democracy, the voice and the power of the people are only met with a sardonic grin.
Now we say stop, here and not further, we have had enough. All the promises of our politicians have been broken. Why are we forgotten the day after an election? Are we no threat to your being? We dont like that you give us a cold shoulder.
We, like the people in Greece and Latvia, take the streets and say no to the privatization of neo libarism failures while the losses are pulled over the heads of ordinary people.
By that reason we conduct the Parliament of the people. We want you to listen to us, us the people who voted for you, your employers. The power lies by us. That is democracy
We demand that loans and mortgages will be lowered to a reasonable amount, that by a auction the rest debt is zeroed out, that the people who hold the main responsibility for the finance crash shoulder the burden of it, not with us who always worked and paied. We demand the departure of the IMF and that people will be valued higher than profit and money. We demand that our recourses will be forever the property of the Icelandic nation and that we will be given tools to keep you on track, our politicians.
Those are the goals of the Parliament of the people. I hereby declare the foundation of the Parliament of the people Austurvöllur 6th of March 2010.
Sameinumst um að kjósa EKKI aftur þá þingmenn sem samþykkja Icesave
28.12.2009 | 01:52
Icesave á Alþingi á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fundur á Austurvelli á morgun kl. 15:00
24.7.2009 | 22:23
Á morgun laugardaginn 25. júlí verður útifundur haldinn á Austurvelli. Útifundur fyrir sjálfstæði Íslands, gegn IceSave og gegn ESB. Rauður vettvangur stendur fyrir þessum fundi. Vinkona mín og félagi úr Frjálslynda flokknum, Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, mun halda ræðu en ég veit ekki hverjir fleiri munu tala á fundinum en vonandi verður þetta fræðandi og upplýsandi fundur.
Það er sérstaklega mikilvægt að sem flestir mæti. Ástæðan er sú að það er mikilvægt fyrir einstaklingana að kynna sér þessi mál vel. Getum við borgað IceSave. Hverjar verða afleiðingarnar fyrir íslenska þjóð ef við verðum knésett vegna skulda. Munum við þá samþykkja ESB í nauðvörn. Hverjir eru möguleikar okkar, eru okkur allar bjargir bannaðar? Flestar þjóðir ganga inn í ESB þegar kreppir að. Þjóðir eru mjög leiðitamar í kreppu og verður kreppan því notuð sem hagsstjórnartæki. Verða þetta örlög okkar?
Skyldulesning um IceSave.
20.6.2009 | 20:59
Herdís Þorgeirsdóttir prófessor í lögum skrifar góða grein í Fréttablaðið í dag. Margt gott kemur fram hjá henni.
Ógn við öryggi og sjálfstæði þjóðar og framtíð evrópsks samstarfs
Fámenn þjóð á hjara veraldar stendur ein andspænis voldugum nágrannaríkjum, þjóðum sem hún til langs tíma hefur álitið vinaþjóðir. Þessari þjóð sem háð hefur harða lífsbaráttu á mörkum hins byggilega heims í meira en þúsund ár er gert að kokgleypa samning um óviðráðanlegar skuldir sem kunna að gera út af við efnahagslegt sjálfstæði hennar og skerða grundvallarréttindi þeirra sem áttu engan þátt í að stofna til þeirra. Skuldir sem urðu til í útrás fjármálafyrirtækja, sem uxu ríkinu yfir höfuð þegar þau tóku þátt í darraðardansi óheftrar markaðshyggju.
Íslenska ríkið hafði gengið til samstarfs við aðrar Evrópuþjóðir með undirritun EES-samningsins 1993, sannfært um að evrópskt efnahagssvæði myndi stuðla að uppbyggingu Evrópu á grundvelli friðar, lýðræðis og mannréttinda eins og segir í inngangsorðum samningsins. Þar áréttuðu þessi ríki náin samskipti sín, sameiginlegt gildismat frá fornu fari og evrópska samkennd.
Bretar og Hollendingar eru stofnaðilar að Evrópuráðinu og ásamt Íslendingum í hópi fyrstu Evrópuþjóðanna til að undirrita Mannréttindasáttmála Evrópu 1950. Á rústum síðari heimsstyrjaldarinnar strengdu þessar þjóðir heit um að virða mannréttindi, lýðræði og réttarríki.
Þegar lagður var grunnurinn að stofnun Evrópuráðsins 1949 sagði Winston Churchill forsætisráðherra Breta að þessi ríki hefðu ekki tekið höndum saman gegn öðrum kynþáttum eða þjóðum heldur gegn kúgun og harðstjórn sem birtist í alls konar dulargervum. Við verðum að hefja okkur yfir hömlulausar, eigingjarnar hvatir sem hafa sundrað þjóðum Evrópu og breytt þeim í rústir," sagði hann. Nú sextíu árum síðar stöndum við andspænis tveimur voldugum þjóðum sem í bandalagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eru að gera atlögu að íslenskum almenningi, börnum okkar og framtíð. Þær krefjast þess að stjórnvöld geri samninga fyrir hönd barna okkar og barnabarna, samninga sem munu bera fámenna þjóð ofurliði. Bretar eru komnir langan veg frá þeim hugsjónum sem birtast í ræðu Churchills eftir stríð og minna má Hollendinga á óráðsíu og sífelld gjaldþrot Rembrandts. Sem betur fer voru skuldunautarnir ekki utanlands því þá hefðu meistaraverkin verið flutt úr landi.
Er það skylda okkar að greiða fyrir þessa reikninga? Ef svarið er afdráttarlaust já hví hræðast þessar þjóðir dómstólaleiðina eða alþjóðlegan gerðardóm? Hví ganga þessar þjóðir á skjön við þann grunn, sem Evrópusambandið byggir tilverurétt sinn á sem eru hin sameiginlegu gildi Evrópu? Ef þær gera það þá liðast Evrópusambandið í sundur. Evrópusambandið með sinn innri markað og markmið um hagsæld hefur staðfest með breytingum á Rómarsáttmálanum að virðing fyrir grundvallarréttindum er forsenda fyrir því að annað gangi, líka fjármálamarkaðir. Bandalag var lykilorðið í stofnun Evrópubandalagsins.
Minni á orð Roberts Schumans, eins af stofnendum Evrópuráðsins og kola- og stálbandalagsins, forvera Evrópubandalagsins, manns sem skildi út á hvað evrópsk samvinna ætti að ganga, ekki út á hernaðarbandalag og ekki aðeins út á efnahagslegu einingu heldur fyrst og fremst út á hið siðmenntaða bandalag í víðtækasta skilningi þess orðs." Forystumenn Evrópuríkja sem nota eða nýta sér tengsl við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að kúga fámenna þjóð eru komnir svo langt frá þeim stórhuga mönnum sem stofnuðu Evrópuráðið, þeirri siðmenntuðu hugsun sem þar réði för, að þeir eiga meira sameiginlegt með rústunum en hugmyndinni um réttarríkið og virðingu fyrir mannréttindum. Sú leið sem hér hefur verið farin sýnir að fleira hefur skemmst í alþjóðavæðingu viðskipta en fjárhagslegir hagsmunir. Forystumenn þessara þjóða eru að koma fram við íslensku þjóðina af fádæma óvirðingu.
Íslenska þjóðin stofnaði ekki til þessara skulda. Hvaðan kemur henni skyldan til að greiða skuldir sem einkaaðilar stofnuðu til eftir að bankarnir fóru úr ríkiseigu? Einkavæðing fyrirtækja og afnám miðstýringar og reglna var fylgifiskur alþjóðlegra viðskipta og fjármagnsflæðis yfir landamæri. Stjórnvöld kváðust vera að draga úr eigin áhrifum með því að gefa markaðinum svigrúm. Þær voru lágværar raddirnar - einstakra fræðimanna, sem bentu á hættur þessarar þróunar þar sem stórfyrirtæki myndu vaxa ríkjum yfir höfuð - fjármálareglur fylgdu ekki ógnvænlegri hnattvæðingu sem studd var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðaviðskiptastofnunni sem hafa vanrækt að gefa því gaum hvaða samfélagslegu áhrif framganga þeirra hefur á samfélög.
Setning Evróputilskipana sem var liður í að mynda sameiginlegan markað fyrir banka- og verðbréfaþjónustu innan EB áttu að koma á samræmdum reglum og eftirlitskerfi sem ætlað var að efla öryggi fjármálaþjónustu, verjast kerfisáhættu, auka neytendavernd og stuðla að skilvirkum og samkeppnishæfum markaði á þessu sviði. Stofnaður var tryggingarsjóður innistæðueigenda með lögum 98/1999 og skyldu aðildarfyrirtæki ekki bera ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins umfram lögbundin framlög til hans.
Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður hafa bent á sterk lögfræðileg rök um að íslensku þjóðinni beri ekki að endurgreiða þeim innistæðueigendum sem lögðu inn í útibú íslensku bankanna fyrir hrunið. Þeim rökum hefur ekki verið hnekkt. Þeir benda á að ríkisábyrgð verði ekki til úr engu. Til þess að ríkisábyrgð stofnist þarf afdráttarlausa lagaheimild sem ekki er til staðar nú vegna tryggingarsjóðsins.
Það má benda á atriði sem veikja stöðu íslenskra stjórnvalda, eins og skort á eftirliti með útibúum erlendis; yfirlýsingar ráðamanna í samtölum í miðju fátinu þegar hér verður kerfishrun og neyðarlög eru sett. En skuldbindur slíkt komandi kynslóðir? Ríkisábyrgð verður ekki til í samtölum manna á milli. Setning hryðjuverkalaga á íslenskan banka er einnig stórfellt álitamál í þessu samhengi. Þessi álitaefni æpa á meðferð dómstóla eða óháðra úrskurðaraðila.
Þetta eru þó ekki aðeins lögfræðileg álitaefni, þau snúast einnig um pólitík en fyrst og síðast um siðferði í samskiptum á milli þjóða. Einn þekktasti lögspekingur 20. aldarinnar, Louis Henkin, sagði að alþjóðalög vikju alltaf fyrir þjóðarhagsmunum. Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar og sjálfstæði. Þjóðir gera samninga sín á milli og grundvallarregla í þjóðarétti er að samninga beri að virða. En ekki nauðasamninga. Ekki samninga sem er fyrirséð að ekki er hægt að standa við. Icesave-samningarnir eru eins og Versalasamningarnir þar sem sigurvegarar fyrri heimsstyrjaldarinnar, Bandaríkin, Bretar og Frakkar sömdu um þær stríðsskaðabætur sem Þjóðverjar skyldu borga án þess að Þjóðverjar kæmu að þeim samningum.
Með þessum samningum er gerð aðför að einstaklingum sem byggja þetta land til frambúðar. Öryggi íslensku þjóðarinnar og sjálfstæði er ógnað. Forsvarsmenn þessara ríkja setja inn í samninginn að þeim verði gert kleift að gera fjárnám í eigum íslensku þjóðarinnar ef hún getur ekki staðið í skilum. Ásælast forsvarsmenn þessara nágrannaþjóða náttúruauðlindir okkar? Hve langt eru þeir ekki komnir frá þeim hugsjónum sem evrópsk samvinna byggir á? Hvar er evrópska samkenndin? Vilja þeir að ungir Íslendingar yfirgefi landið sitt þannig að því blæði? Vilja þeir hneppa næstu kynslóð í fjötra skulda? Vilja þeir draga niður lífskjör heillar þjóðar til framtíðar? Vilja þeir Gullfoss, Geysi og Þingvelli? Við myndum aldrei gera kröfu um Shakespeare og Rembrandt. Á maður að trúa því að eftir 60 ár af evrópsku samstarfi þá standi aðeins ein evrópsk þjóð með íslensku þjóðinni - og hún er enn fámennari.
Við getum þráttað endalaust um að setning neyðarlaga eða að gallar í evópskri löggjöf hafi kallað yfir saklausa þjóð ábyrgð. Á meðan blæðir okkur út. Þessar voldugu þjóðir treysta sér ekki til að fara dómstólaleiðina eða kalla á úrskurð óháðra aðila utan lögsögu hlutaðeigandi ríkja. Þó er ljóst að hin lögfræðilegu álitaefni snúast ekki um tæknilegar útfærslur á lagaákvæðum heldur grundvallarspurningar í þjóðarétti.
Hví taka þessar þjóðir þá ekki allt eignasafnið sem á að duga langleiðina fyrir Icesave-innistæðunum og láta áhættuskiptin eiga sér stað hér og nú? Þær hafa mannafla og aðstöðu til að gera sem mest úr þessum eigum innan sinnar lögsögu. Þessar fjölmennu evrópsku þjóðir þurfa ekki að óttast að með því móti bresti stíflan og enginn muni lengur taka mark á Evrópusambandinu og að hinn innri markaður muni hrynja. Ábyrgð þeirra er mikil. Nú reynir á hvort þar eru stjórnspekingar í ætt við þá sem hófu evrópska samvinnu upp úr rústum mikilla hörmunga fyrir meira en hálfri öld. Raunveruleg stjórnkænska er að þora að gera hið ómögulega og takast það. Lymska er heigulsháttur. Íslendingar efast sumir hvort þeir eigi, svo vitnað sé í Shakespeare að þreyja þolinmóðir í grimmu éli af örvum ógæfunnar eða vopn grípa mót bölsins brimi og knýja það til kyrrðar." Hvorugt kann góðri lukku að stýra - hvorki fyrir Íslendinga né fyrir evrópska samvinnu. Voldugar evrópskar þjóðir hafa í hendi sér framtíð evrópskrar samvinnu. Ef hún hefst á atlögu gegn fámennri þjóð með stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru það váleg tíðindi fyrir framtíð Evrópu.
Höfundur er prófessor og doktor í lögum frá lagadeildinni í Lundi.
Hvernig eigum við að fá kjósendur til að treysta stjórnmálamönnum?
12.4.2009 | 23:18
Margir kjósendur hyggjast skila auðu í kosningunum. Það ber vott um mikla vantrú á stjórnmálaflokkum landsins. Það kemur ekki sérstaklega á óvart. Kjósendur hafa valið Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn árum saman í þeirri trú að þeim væri best treystandi fyrir þjóðarskútunni. Þeir seldu landið og komu okkur gjaldþrot. Þessa dagana er að koma í ljós að stjórnmálaflokkarnir eru málaliðar stórfyrirtækja. Engan skildi undra að vantraust sé til staðar hjá almennum kjósendum.
Hér er um grafalvarlegt mál að ræða. Því hefur hegðun stjórnmálaflokkanna sem hafa þegið styrki og þagað um það komið okkur öllum mjög illa. Sem frambjóðandi Frjálslynda flokksins setur mann hljóðan. Frjálslyndi flokkurinn hefur alla tíð haft opið bókhald. Því hafa allir getað kynnt sér styrkveitingar til okkar. Því má segja að innihaldslýsingin á pakkanum sé vel læsileg og kjósendur vita hvað við stöndum fyrir.
Við viljum;
afnema verðtrygginguna,
kvótann aftur til þjóðarinnar,
burt með einokun, komum á raunverulegri samkeppni,
afnemum spillingu, virðum mannréttindi,
aukum frelsi til allra, ekki fárra útvaldra flokksgæðinga.
Hvernig er hægt fyrir lítinn flokk á Íslandi, eins og Frjálslynda flokkinn, að fá tiltrú almennings og að við meinum það sem við segjum. Ég óska eftir heilræðum frá ykkur um þetta mál kæru lesendur.
Hvað er mikilvægt??
11.4.2009 | 23:03
Hvað er mikilvægt í dag. Er það mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið styrki frá tveimur fyrirtækjum. Í sjálfu sér ekki. Allir hafa alltaf vitað að auðmenn hafa styrkt Sjálfstæðisflokkinn alla tíð. Það sem er mikilvægt er hverjir og hvernig verður haldið á málum eftir kosningar. Það hefur reyndar komið betur í ljós núna að Sjálfstæðisflokkurinn fær afl sitt frá auðmönnum Íslands. Því er hann fulltrúi þeirra.
Frjálslyndi flokkurinn hefur ætíð haft opið bókhald og var fyrstur til að leggja það til. Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir afnámi kvótans, en kvótinn er birtingamynd einokunar. Einokun hugnast auðmönnum, þeim er venjulega illa við frelsi og samkeppni.
Frjálslyndi flokkurinn vill afnema verðtrygginguna. Verðtryggingin er dæmi um höft og einokun. Hún setur skuldarann í gapastokk. Það hugnast auðmönnum Íslands, því það eru þeir sem lána öðru fólki pening.
Þetta eru atriði sem skipta máli, ekki að auðmenn styrki Sjálfstæðisflokkinn sem allir vissu fyrir. Bjarni Ben á bara að segja að svona hafi þetta alltaf verið og okkur hafi líkað það vel hingað til. Verst að það komst í hámæli.
Mátturinn..ríkið...dýrðin...amen.
10.4.2009 | 12:21
"Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu amen". Það er að sjálfsögðu guðslast að vera nota orð heilagrar ritningar í venjulegu bloggi. Þetta kom samt upp í hugann í morgun. Sjálfstæðismenn hafa átt ríkið okkar undanfarin 18 ár. Það er að verða öllum ljóst hvaðan þeir fengu mátt sinn. Máttur þeirra kemur frá peningum. Í skjóli ríkidæmi síns hafa þeir haft yfirburða stöðu.
Í gær var manni frekar skemmt en eftir nætursvefn rennur upp fyrir manni alvara málsins. Það er orðið augljóst að í bakherbergjum þjóðfélagsins eru fluttir til miklir fjármunir. Fjármunir frá hlutafélögum þar sem hluthafar hafa enga vitneskju um gjörninginn. Uppvíst er núna um tugi milljóna. Marga grunar að hér sé bara toppurinn á ísjakanum.
Guð almáttugur var svikinn fyrir 30 silfurpeninga.
Þjóðin var svikin fyrir 30 milljónir.
Báðir gjörningarnir framkvæmdir í skjóli myrkurs.
Sagan endurtekur sig í sífellu, því mun dýrðin verða Guðs og þjóðarinnar, ekki Judasar né FL grúppu.
Amen.