YFIRLÝSING ALÞINGIS GÖTUNNAR

Yfirlýsing Alþingis götunnar.

Við erum hér saman komin í dag til að stofna Alþingi götunnar.

Hagsmunir fjármagnseigenda og innanbúðarmanna hafa ráðið för á Íslandi eftir hrun eins og fyrir hrun. Hagsmunir almennings hafa ekki hljómgrunn hjá stjórnvöldum nema í aðdragenda kosninga.

Kjör aldraðra, öryrkja og fatlaðra voru skorin niður strax. Skuldsetning heimila og fyrirtækja er látin vaxa óáreitt, með gjaldþrotum og nauðungaruppboðum. Launakjör skorin niður, uppsagnir og skattahækkanir. Allt kunnulegir fylgifiskar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þegar kemur að kreppulausnum.

Þeir sem djarfast spiluðu á útrásartímanum, halda gróðanum en tapið er lagt á herðar almennings.

Stjórnlagaþing, lýðræðið, rödd og vald almennings er haft að háðung og spotti.

Hingað og ekki lengra, okkur er nóg boðið. Öll helstu kosningaloforðin svikin. Hvers vegna erum við gleymd daginn eftir kjördag? Erum við engin ógn við notalega tilveru ykkar í glerhúsinu? Baksvipur ykkar finnst okkur kuldalegur.

Við fylkjum liði með almenningi sem flykkist út á göturnar víða um heim, í Grikklandi, í Lettlandi og höfnum því að gróði nýfrjálshyggjunnar sé einkavæddur en tapið þjóðnýtt.

Þess vegna stofnum við Alþingi götunnar, til að snúa ykkur við í roðinu, til að þið hlustið á okkur, okkur sem kusum ykkur á þing. Valdið er okkar, þegnanna. Þið starfið í umboði okkar. Þannig er lýðræðið, er einhver týra logandi hjá stjórnvöldum eða var enginn að gæta eldsins?

Við krefjumst þess að höfuðstóll lána sé leiðréttur, verðtryggingin afnumin, skuldir fyrnist við þrot, þeir sem bera ábyrgð á kreppunni axli líka birgðarnar en ekki bara við skilvísir Íslendingar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendur úr landi og manngildið sett ofar fjármagninu, auðlindir landisns verði í ævarandi eigu þjóðarinnar og að við fáum verkfæri til að hafa hemil á ykkur, þingmönnum okkar.

Þetta er hlutverk Alþingis götunnar. Ég set hér með Alþingi götunnar og lýsi yfir stofnun þess hér á Austurvelli 6. mars árið 2010. Alþingi götunnar er hér með sett.

Declaration of the Parliament of the people.

We are gathered here today to assemble the Parliament of the people

Before and after the finance crash in Iceland, the interest, the needs of the finance world have been first priority of our governments. The politicians have not been looking after the interest of their employer, the people of Iceland, except in the time up to elections.

For the old and handicapped this has meant that all state support has been cut down drastically. Mortgages and loans on homes and smaller businesses have been growing out of proportions until an auction is the only solution. Wages are cut, taxes higher and layoffs are happening regularly. All those things are known consequences following the”help” that the IMF provides to nations in need.

The ones, who played the boldest game in the finance wonder, keep the profit while the loss rolls over on the shoulders of ordinary people.

Our hopes for a new constitution and a real democracy, the voice and the power of the people are only met with a sardonic grin.

Now we say stop, here and not further, we have had enough. All the promises of our politicians have been broken. Why are we forgotten the day after an election? Are we no threat to your being? We don’t like that you give us a cold shoulder.

We, like the people in Greece and Latvia, take the streets and say no to the privatization of neo libarism failures while the losses are pulled over the heads of ordinary people.

By that reason we conduct the Parliament of the people. We want you to listen to us, us the people who voted for you, your employers. The power lies by us. That is democracy

We demand that loans and mortgages will be lowered to a reasonable amount, that by a auction the rest debt is zeroed out, that the people who hold the main responsibility for the finance crash shoulder the burden of it, not with us who always worked and paied. We demand the departure of the IMF and that people will be valued higher than profit and money. We demand that our recourses will be forever the property of the Icelandic nation and that we will be given tools to keep you on track, our politicians.

Those are the goals of the Parliament of the people. I hereby declare the foundation of the Parliament of the people Austurvöllur 6th of March 2010.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég þakka hjartanlega fyrir!  Það var vonum seinna að samstaða væri mynduð og að Alþingi Götunnar væri hleypt af stokkunum!  Til hamingju alþýða Íslands!  Rekum auðvaldið af höndum okkar!  Verjum heimilin og mannréttindin!

Auðun Gíslason, 6.3.2010 kl. 20:24

2 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Til hamingju með daginn og takk fyrir mig.

Þórður Björn Sigurðsson, 6.3.2010 kl. 21:42

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með daginn, hann var góður. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.3.2010 kl. 00:17

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Flott!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.3.2010 kl. 04:38

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott, ég er ánægð með Alþingi götunnar.  Tel það vera heilsteyptara en það alþingi sem er staðsett við Austurvöll.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2010 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband