Loksins góðar fréttir frá Alþingi Íslendinga

Ég fagna því svo sannarlega að skötuselsfumvarpið hafi verið samþykkt í dag. Þetta er  mikið  gæfuspor í rétta átt. Með þessu frumvarpi fær íslenska þjóðin að njóta arðsins af auðlindinni í stað fárra sægreifa. Auk þess eykur þetta jafnræði manna að auðlindinni. Þetta er vissulega lítið skref í rétta átt en ég er sannfærð um að réttætið mun sigra að lokum. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra fær rós í hnappagatið frá mér fyrir þetta frumvarp. Ég vil líka þakka Guðjóni Arnari fyrir sína aðkomu að þessu máli. Vonandi er þetta bara byrjunin á jákvæðum breytingum  og látum ekki LíÚ klíkuna og hennar meðreiðarsveina stoppa réttlætið.
mbl.is Skötuselsfrumvarp að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög gott mál, ennþá betra ef Gujón hefur komið að því.

Robert (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 01:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðjón hefur verið að vinna fyrir sjávarútvegsráðuneytið, svo ætli hann eigi nú ekki einhver puttaföt þarna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2010 kl. 10:44

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Svo má ekki gleyma því að frumvarp sem bannar nektardans á Íslandi hefur nú verið samþykkt, mörgum karlinum til mikillar gremju

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.3.2010 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband