Ræða mín í dag á Austurvelli.

Alþingi götunnar 24 apríl 2010.

Kæru þingmenn götunnar,

Vonandi munu laukarnir  hér á Austurvelli bera tilætlaðan ávöxt!

Örfáir útrásar og bankadólgar ásamt spilltum stórnmálamönnum hafa komið okkur á kaldan klakann.         Þessir menn unnu myrkraverk sín í reykfylltum bakherbergjum.

Þetta höfum við fengið staðfest í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Þetta létum við gerast vegna þessa að því var haldið að okkur að hér væri allt best og við ættum bara að njóta og taka þátt í veislunni.      Þeir sem voguðu sér að gagnrýna þessa sukkveislu voru kallaðir kverúlantar.

Hvernig er komið fyrir okkur í dag . Megum við fylgjast með og hafa skoðun á því sem stjórnvöld eru að sýsla án þess að vera gerð tortryggileg. Hvernig er með gagnsæið ?

Á síðustu vikum hefur það orðið augljóst að samstarf ríkisstjórnar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fer fram fyrir luktum dyrum. Eingöngu nokkrir Íslendingar semja við sjóðinn og okkur er síðan kynntur gerður hlutur. Þetta segir okkur að stjórnarhættir hafa ekkert breyst á Íslandi. Við sitjum enn í sömu súpunni, það eru bara Jóhanna og Steingrímur í stað Geirs og Ingibjargar.

Núna hafa þau skrifað undir viljayfirlýsingu sem ég vil fjalla aðeins um. Í henni kemur meðal annars þetta fram;

Eftir sumarið  mun Ríkisstjórn Íslands ekki bæta við neinum úrræðum til viðbótar, handa skuldsettum Íslendingum.  

Eftir sumarið verða skuldsettir Íslendingar að bjarga sér sjálfir.

Þetta eru fyrirmæli Alþjóðafgaldeyrissjóðsins og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur skrifað upp á að hún muni framfylgja þeim .

Hver er raunveruleikinn?

Þúsundir heimila ná ekki endum saman um hver mánaðarmót. Fjöldi einstaklinga sem tilheyrðu miðstétt færast nú yfir í stétt fátækra. Þessi þróun hefur verið vaxandi frá hruni og mun aukast.

Í haust mun öllum frystingum eða frestunum á greiðslum skulda verða lokið. Þá mun veruleikinn sýna sig. Þá mun koma í ljós hverjir geta staðið í skilum og hverjir ekki.

Samkvæmt AGS á að senda þá sem ekki geta staðið í skilum hratt í gegnum þrotameðferð. Hugsanlega munu margir sem kjósa ekki gjaldþrot flytja úr landi, eignalausir, en enn skulda bankanum sínum og þurfa að halda áfram að borga svikabankanum á Íslandi .        Þökk sé Steingrími, Jóhönnu og AGS.

Þetta eru kröfur AGS. Þetta þarf að gerast til þess að excel skjöl þeirra gangi upp.

Það er augljóst að lyklafumvarp Lilju Mósesdóttur  á engan tilverurétt í plönum AGS. 

Það er augljóst að það er enn verið að teyma okkur áfram á asnaeyrunum. AGS, ESB, ríkisstjórnin eða Alþingi eru engir frelsandi englar. Allir þessir aðilar virðast tala máli lánadrottna gegn lántakendum.

Alþingi götunnar talar máli lántakenda auk nokkurra lausagangskatta á Alþingi. Núna verður slíkum köttum að fjölga úr öllum flokkum. Að öðrum kosti munu excel skjöl Alþjóðagjaldeyrssjóðeins ráða hér öllu á landinu okkar.

Hvernig líður börnunum okkar í excel skjölum lánadrottnanna.

Þau eiga sér drauma, um heimilið sitt sem foreldrar þeirra skópu. Um nærumhverfið, vinina, skólann, leikvöllinn og framtíð sína sem íslenskir borgarar. Hvað hafa þau til saka unnið.

Hvaða máli skiptir þessi börn að lánadrottnar heimsins  vilja fá  allt sitt endurgreitt. Eiga þessi börn að gjalda þess að foreldrar þeirra trúðu svikulum kosningaloforðum? Áttu foreldrarnir að sjá í gegnum Steingrím til að geta skapað börnum sínum lífvænlega framtíð. Hvers eiga þessi börn að gjalda?

Fórnarkostnaður íslenskra barna er sá sami og margra annarra í þessum heimi.

Stærsti hluti barnadauða heimsins stafar af ofurskuldsetningu þjóða  sem spilltir  stjórnmálamenn hafa orsakað.

 

 

Ef börn í landi okkar búa svo illa að foreldrar þeirra ná ekki endum saman,

ef ekki er hægt að sinna nauðþurftum þarf eitthvað að gera.

Sem foreldri, ef barn þitt er svangt, á ekki möguleika á fötum eða öðrum nauðsynjum þá þarft þú að gera eitthvað í málinu.

Ef heimilið er sett í þrot, fjölskyldan sprengd og sundruð þá þurfa foreldrar að gera eittthvað.

Foreldrar, tilgangur ykkar er að koma afkvæmum ykkar á legg og gera þau að góðum og gegnum þjóðfélagsþegnum .

Foreldrar, berjist fyrir börnin ykkar.  Berjist en án baráttu  mun ekkert breytast!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég vil og þið fund með öllum kjörkuðum djörfum góðum öflum Islands á einn stað er vilja menneskjuni heiðarlega BARA vel og Þjóð-félai heiðarlega BARA vel (það er í raun svo einfalt ) ógráðugum ósérhlifnar heiðarlegar með snertt af göfgi t.d gæti það verið Þor s Birgittu, Borgarah,frjálslyndaf Hagsmunasamtökheimilana og f.l ,allra er eru ekki í sér hagsmunapoti og aula græðgis brjálæði , sundruð getum við EKKERT og 4flokks auðætararðráns mamons heimskra glysuga klíkan heldur áfram þjóð ráninu um ómunatíð

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 22:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helga mín, ég vil burt með þessa vanhæfu druslu og gungu ríkisstjórn.  Neyðarstjórn eða utanþingsstjórn er það sem þarf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2010 kl. 18:00

3 Smámynd: Halla Rut

Flott hjá þér Helga.

Halla Rut , 28.4.2010 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband