Valdníðsla Hönnu Birnu Kristjánsdóttur

Hanna Birna hefur háskólapróf í stjórnmálafræðum og ætti þess vegna að bera virðingu fyrir leikreglum lýræðisins. Greinilegt er að hún hefur spillst í störfum sínum  fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hún var m.a sérstakur framkvæmdastjóri flokksins á meðan spilling náði hæstu hæðum í íslenskum stjórnmálum. Hún hefur greinilega ekkert lært á hruninu og nýtir nú aðstöðu sína til að klekkja á mér og Frjálslynda flokknum og kemur  í veg fyrir að flokknum berist fjárframlög sem honum ber samkvæmt afdráttarlausum úrskurði  Samgöngu -og Sveitasjórnarráðuneytisins.
Reykjavíkurborg ber að greiða Frjálslynda flokknum upphæð sem nálgast með vöxtum 4,5 milljónir króna.

Enn er svigrúm fyrir lýðræðislega umfjöllun, Hanna Birna leiðrétt þetta óréttlæti. Von okkar er sú að Hannar Birna, sem æðsti stjórnandi Reykjavíkvkurborgar leiðrétti það óréttlæti sem hún ver með aðgerðaleysi sínu.

Ég kalla eftir því að Hanna Birna standi undir því leikhlutverki sem hún setur á svið með "þjóðstjórnar" tali sínu. Sýndu lýðræðinu þá virðingu sem því ber !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það væri nú meiri bragur að því að berjast gegn þessari sjálftöku stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna úr sameiginlegum sjóðum okkar Helga.  Ef mig misminnir ekki, þá situr Ólafur F á þessu framlagi sem þið teljið ykkar eða viltu tvöfalt framlag?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.5.2010 kl. 18:57

2 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Það erum ekki aðeins við sem teljum að framlagið sé okkar, heldur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið einnig. Það er og hefur alltaf verið klárt að framlögin eigi að renna til flokkanna.

Það er ekki hægt að ætlast til þess að Frjálslyndi flokkurinn eigi að tapa fjármunum á þeim mistökum borgarinnar að veita þeim í rangar hendur. Borgin sjálf getur svo sótt peningana til baka frá Ólafi.

Eiríkur Guðmundsson, 13.5.2010 kl. 19:11

3 Smámynd: TómasHa

Hvenær var Hanna Birna sérstakur framkvæmdarstjóri og hvað þýðir það? Er einhver sérstök tímalína hvenær spillingin náði hæstu hæðum.

Svona öfgafullur málflutningur er hvorki þér eða framboði þínu til framdráttar. Þú hlýtur að geta fjallað um þetta mál án þess að fara með svona rugl.

TómasHa, 13.5.2010 kl. 19:12

4 identicon

,,Er einhver sérstök tímalína hvenær spillingin náði hæstu hæðum."

Mikið er gott að einhver félagi í glæpamannaflokknum , sjálfstæðisflokknum, viðurkennir spillinguna , eins og Tómas Hafliðason gerir hér að ofan !

Auðvitað hefur þessi spilling innan sjálfstæðisflokksins engin tímamörk !

Það hefur alltaf verið spilling og verður alltaf spilling í sjálfstæðisflokknum , því þetta eru bara glæpamannasamtök !

JR (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 19:25

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Kæri Tómas,

til að skilja betur um hvað málið fjallar tek ég bréf af heimasíðu Frjálslynda flokksins þér til glöggvunar;

Efni: Ógreitt fjármfamlag Reykjavíkurborgar til Frjálslynda flokksins.
Til: Frjálslynda flokksins.
b.t. frú Helgu Þórðardóttur frambjóðanda í fyrsta sæti á lista Frjálslynda flokksins
í Reykjavík vegna sveitastjórnarkosninga 29 maí 2010.

Ég tel mér skylt að upplýsa þig um þá stöðu að því er varðar fjármál Frjálslynda flokksins og varðar sérstaklega framboð flokksins í Reykjavík.
Eins og þér var kunnugt um hefur verið uppi deila við Borgarstjórn Reykjavíkur um fjárframlög til Frjálslynda flokksins. Allt frá því að Ólafur F. Magnússon varð Borgarstjóri í Reykjavík í umboði Sjálfstæðisflokksins og Ólafs F. Magnússonar sjálfs, sem lýsti því yfir að hann stæði einkum fyrir heiðarleika í starfi sínu og væri óflokksbundinn. Sá heiðarleiki kom fram í því er snéri að Frjálslynda flokknum að Ólafur F. stofnaði einkahlutafélag um sjálfan sig og lét í krafti valds síns sem Borgarstjóri, með meirihluta stuðningi Sjálfstæðisflokksins leggja fjárframlög ársins 2008 inn á reikning einkahlutafélags síns.
Sá sem þetta ritar, þá formaður Frjálslynda flokksins, ásamt fyrrverandi formanni fjármálaráðs Helga Helgasyni og fyrrum framkvæmdastjóra Magnúsi Reyni Guðmundssyni áttu mörg viðtöl við forystumenn Reykjavíkurborgar, m.a. Borgarstjóra og embættismenn, um kröfur okkar til fjárframlaga, sem við töldum klárlega bundinn í lög nr.162/2006 162/2006 begin_of_the_skype_highlighti162  end_of_the_skype_highlightum fjármál stjórnmálaflokka og fl.
Það varð að lokum ákvörðun Borgarstjóra um s.l. áramót að leita umsagnar Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins um ágreining málsins um hverjum bæri fjárframlagið frá Borgarstjórn. Hvort fjárframlagið væri löglega komið í hendur Ólafs F. Magnússonar, hins heiðarlega sem nú leiðir H-listann eða hvort Frjálslynda flokknum bæri lagalegur réttur til þeirra fjárframlaga samkvæmt atkvæðamagni sínu upp á 10.1% vorið 2006.
Niðurstaða Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins var afdráttarlaus í þá veru að fjárframlögin tilheyrðu Frjálslynda flokknum. Samanber bréf ráðuneytisins frá 4 febrúar 2010. Eftir það var flokknum greitt fjárframleg ársins 2009, kr. 3.379.000 og fyrir hluta árs 2010 kr. 1.328.000. Hvort tveggja án vaxta og dráttarvaxta sem ekki hefur borist þó svo aðrir stjórnmálaflokkar hafi fengið sín framlög á réttum tíma að því best er vitað. Þar með talið Sjálfstæðisflokkurinn sem nú er við völd í Borginni og jafnan séð um sína styrki.
Sú sérstaka staða er nú uppi í þessu máli og varðar mest framboð Frjálslynda flokksins í Reykjavík sem og þá sem ennþá eiga inni greiðslur frá Frjálslynda flokknum, fyrir veitta þjónustu eða kaup á aðföngum. Mér er nú tjáð að ekki sé vilji til þess í Borgarstjórn að uppgjörið við Frjálslynda flokkinn fari fram fyrr en eftir sveitastjórnakosningar á þessu vori.
Þessi ákvörðun sem borgarlögmaður lét mig vita af s.l. mánudag, 11 maí, með símtali, tel ég valdníðslu og að Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér að hafa bein áhrif á kosningabaráttu Frjálslynda flokksins með þessum þvingunaraðgerðum.
Við óskuðum viðræðna við forsvarsmenn Reykjavíkurborgar um lausn málsins þann 31. mars s.l.. Nú eru sex vikur liðnar án þess að orðið hafi verið við beiðni okkar um fund.
Þessi afstaða nú sex vikum síðar bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki neitt lært af verkum sínum við stjórnun og yfirgang , sem leiddi af sér hrun vegna viljandi aðgerðaleysis og þess að ekki var hlustað á varnaðarorð annara undir stjórn hans.
Það verður hins vegar að segjast eins og er að eftir að hafa einu sinni og í fyrsta sinn þann 22. desember s.l átt fund með Borgarstjóra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þá átti ég ekki von á þessum vinnuaðferðum af hennar hálfu.
Þessi staða sem ég upplýsi þig um nú takmarkar vissulega mjög skipulag kosningabaráttu þína og þíns fólks næstu vikurnar, en við máttum kannski búast við þessu. Lengi skal reyna á að vilji til misnotkunar valdsins fylgi ekki verkum valdsmanna eins og gerir í þessu máli þar sem brotið er á lagalegum rétti Frjálslynda flokksins.

Virðingafyllst,
Guðjón Arnar Kristjánsson,
Formaður Fjármálaráðs,
Mosfellsbæ 12 maí 2010.

Afrit sent:
Formanni og varaformanni Frjáslynda flokksins,
Fjármálaráðsmönnum Frjálslynda flokksins.

Gunnar Skúli Ármannsson, 13.5.2010 kl. 19:30

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hanna Birna Kristjánsdóttir, var sérstakur aðstoðarframkvæmdastjóri Kjartans Gunnarssonar fyrrum ráðsmanni í Landsbankanum. Eitthvað virðist sem að rannsóknarskýrsla Alþingis hafi farið framhjá Tómasi. 

Hana Birna var innsti koppur í búri einkavinavæðingarinnar og spillingarinnar sem orsakið hrun íslensks fjármálífs og það sem meira er - hún hefur ekkert lært eins og valdníðsla hennar gagnvart Frjálslynda flokknum og Brimborgar bera með sér.

Sigurjón Þórðarson, 13.5.2010 kl. 21:22

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Krafa Frjálslynda flokksins um fjárstyrk er vafasöm þar sem hann á engan fulltrúa í borginni. Ólafur hirðir þetta fé og fer vonandi vel með það. Væri flokknum ekki nær að leita sátta við Ólaf heldur en að ásaka mann og annan?

*

Annars vona ég að FF lánist að marka sér sess í stjórnmálum á eigin verðleikum fremur en níði um aðra flokka og einstaklinga. Fyrr á árum var pottur brotinn hjá FF í þessum efnum. Hatrið og heiftin sem sauð í brjósti Sverris gerði það að verkum að FF varð aldrei alvöru stjórnmálaflokkur.

*

Sigurjón Þórðarson virðist vera góðgjarnari og heibrigðari maður og hver veit nema honum lánist það sem hvorki Guðjóni eða Sverri tókst að gera.

Baldur Hermannsson, 15.5.2010 kl. 10:36

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kæri Baldur...ef þú lest Málefnaskrá Frjálslynda flokksins
http://xf.is/index.php?option=com_content&view=article&id=25&Itemid=8
þá þætti mér athyglisvert að heyra álit þitt á því hvar þér finnst á vanta.
Frjálslyndi flokkurinn hefur þurft að slíta sínum barnskóm og ýmis mál verið afgreidd. Miðað við fjórflokkana og afrekalista þeirra má þó með nokkrum rétti segja að þau mál eru harla lítil.
Dæmdu því flokkinn á stefnu hans og því fólki sem nú stendur í stafni, ekki láta smámál fortíðar torvelda sýn á það að viljugt fólk til góðra verka með gott veganesti í öflugri málefnskrá er reiðubúið að takast á við áskoranir sem fæstum núverandi borgarfulltrúum er vaxið.
Horfum til lausna !

Haraldur Baldursson, 15.5.2010 kl. 22:29

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Haraldur, því fer fjarri að ég fordæmi Frjálslynda flokkinn. Ef þú tilheyrir þeim flokki og vantar sárlega pólitískan fjandmann nú þegar til að eggjast við þá skaltu finna annan en mig. En ég er ekki slíkt barn í lögum að ég meti flokka eftir stefnuskrám eða málefnaskrám. Ég fer miklu fremur að ráði Per Olofs Sundmans og horfi til verka flokksins síðustu 20 ár - hvað hann hefur gert, hvernig hann hefur greitt atkvæði á þingi og hvernig hann hefur hagað sér í samfélaginu. FF fær nú þann dóm kjósenda almennt að hann sé einskis virði - það kemur fram í hverri skoðanakönnuninni af annarri - og fyrst og fremst felst í þeim dómi mat kjósenda á fortíð flokksins. Það þarf geysilega mikinn kraft til þess að hrista af sér fortíðarhjúpinn og ég sé enginn merki þess að FF muni lánast það í bráð.

Baldur Hermannsson, 15.5.2010 kl. 23:59

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Borgarstjóri hefur brotið gegn fjórum af ákvæðum ÖSE með því að halda eftir framlagi til Frjálslynda Flokksins.

Challenges to OSCE election commitments A number of worrying trends continue to be apparent in some OSCE participating States that directly challenge the principles enshrined in the 1990 Copenhagen Document. These include:

* Attempts to limit competition of parties and candidates, and ultimately their ideas, which may result in diminished possibilities for voters' choices;

* Refusal of registration and/or deregistration of candidates in unclear proceedings with the potential to impose disproportionate sanctions for minor violations;

* Misuse of state administrative resources by incumbents;

* Pressure on the electorate to vote in a specific manner;

* Media bias, particularly with regard to state-controlled media, in favour of incumbents; * Election administrations whose composition is not sufficiently inclusive to ensure confidence;

* Lack of sufficient voter-registration guidelines and safeguards to prevent abuse; * Lack of transparency and accountability during the vote count, the tabulation of the vote, and the announcement of results;

* Complaints and appeals procedures that do not always permit a timely and effective redress of complaints;

* Perpetuation of a culture of impunity by failing to hold individuals accountable for election-law violations; and

* Lack of sufficient will to rectify identified shortcomings.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.5.2010 kl. 11:38

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta ÖSE kjaftæði sannar ekki eitt né neitt og óskiljanlegt hvers vegna verið er að birta heilu reglugerðirnar sisona. Það hefur ekkert farið á milli mála að Ólafur fékk peningana. Ef FF unir þessu ekki ætti hann að höfða mál fyrir Héraðsdómi og fá úr þessu skorið. Svolítið broslegt samt að flokkur sem hefur 0-fylgi og engan þingmann skuli krefjast fjármuna. Honum væri nær að kynna sig meðal almennings og afla stuðnings - ef mönnum þar á bæ er þá einhver alvara með þessu brölti.

Baldur Hermannsson, 16.5.2010 kl. 11:46

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það skiptir ekki nokkru máli hvað Ólafur F fékk og kemur frjálslynda flokknum ekkert við. Málið er ekki tækt fyrir dómstóla vegna þess að það liggur fyrir hver á að fá framlagið, þ.e. Frjálslyndi flokkurinn.

Ef það er ekki á hreinu að Frjálslyndi flokkurinn á að fá framlög til Frjálslynda flokksins þá er það heldur ekki á hreinu að sjálfstæðisflokkurinn á að fá framlög til sjálfstæðisflokksins.

 Hanna Birna er skýrlega að brjóta þetta ákvæði:

* Complaints and appeals procedures that do not always permit a timely and effective redress of complaints; 

Það er líkt sjálfstæðismönnum að tala um ÖSEkjaftæði en þeir hafa tilhneigingu til þess að líta á málefni sem varða mannréttindi sem kjaftæði. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.5.2010 kl. 18:58

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

PS.

Hanna Birna er líka að brjóta ákvæði stjórnsýslulaga um meðalhóf.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.5.2010 kl. 19:00

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

ÖSE er góðra gjalda verð en það er með hennar regluverk eins og öll önnur regluverk, þau verða að kjaftæði þegar Jakobína Ólafsdóttir eys þeim gagnrýnislaust og í heilu líki yfir andmælendur sína. Þú hefur ekki rökræna hugsun, það er nú allur vandinn.

Baldur Hermannsson, 16.5.2010 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband