Hugmyndir Frjálslyndra að sparnaði hjá Reykjavíkurborg

Frjálslyndi flokkurinn veit að ekki dugar að koma með innantóm kosningaloforð í þeirri kreppu sem Ísland er í dag. Frjálslyndi flokkurinn í Reykjavík hefur mótað sér stefnu af raunsæi, við teljum okkur horfast í augu við staðreyndir lífsins.

Við rekstur Reykjavíkurborgar viljum við forgangsraða þannig að allur lúxus lendir fyrst undir sparnaðarhnífnum. Lúxus er sá hluti rekstrarins sem má missa sig án þess að velferðin í borginni skaðist.

Dæmi um sparnað;

  • Seljum Tónlistarhúsið -  því það mun verða mikill baggi á borginni og auk þess soga til sín alla fjármuni sem mögulegt er að tileinka menningu,
  • einkabílstjórar,
  • bílastyrkir,
  • símastyrkir, 
  • aðkeyptar skýrslur og skoðanakannanir,
  • utanlandsferðir.
  • Hægt er að fækka stjórnunarstigum.
  • Afnemum veisluhöld.
  • Sameinum sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

 

Velferð á ekki að finna fyrir hnífnum fyrr en allur lúxus er horfinn.

Við verðum að opna stjórnsýsluna þannig að borgararnir geti fylgst með í hvað útsvarið þeirra er notað. Það þarf einnig að vera ljóst í öllum tilfellum hver ber ábyrgð á ákvörðunum um útgjöld borgarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband