Íbúalýðræði eða Loðvík 14
21.5.2010 | 15:51
Konungar fyrr á tímum töldu sig eiga einkarétt á valdinu eins og berlega kemur fram þegar Loðvík 14 sagði "ríkið það er ég". Franska byltingin snéri þessu við þannig að almenningur hefur valdið og deilir því til sinna fulltrúa með kosningum.
Borgabúar hafa stundum reynt, án árangurs, að hafa áhrif á sína kjörnu fulltrúa milli kosninga. Gott dæmi er salan á HS Orku í Borgarstjórn. Þá mættu margir á pallana í Ráðhúsinu og mótmæltu kröftuglega. Þá túlkaði meirihlutinn sjálfan sig á sama hátt og Loðvík 14 gerði um árið.
Þar sem almenningur skilur að það skiptir litlu máli að æpa sig hásan, þá er fólk ekkert að eyða tíma í pólitískt starf eða mótmæli því það kemur svo sem engu til leiðar hvort eð er.
Þessu vill Frjálslyndi flokkurinn breyta. Við teljum að 10% kosningabærra manna eigi að geta fengið kosningar um einstök mál. Þar með er almenningur kominn með völd á milli kosninga og mun það glæða pólitískan áhuga almennings. Þetta mun virka fyrst og fremst sem hemill á valdstéttina við að þröngva einhverjum vafsömum málum í gegn. Þetta er færsla á valdi til okkar, almennings, sem erum ríkið, ekki satt?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heimspeki, Lífstíll, Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst þetta alls ekki gott dæmi hjá þér með frönsku byltinguna. Það var lítið lýðræðislegt á tímum byltingarinnar fyrir utan hugmyndin um lýðræði ásamt auknum réttindum ákveðinna stétta. "Almenningur" eins og hann er í dag er ekki mjög líkur "almenning" á tímum frönsku byltingarinnar.
Gríðarlegar ofsóknir og aftökur fylgdu í kjölfar byltingarinnar ásamt því að Napóleon gerist einræðisherra. Franska byltingin var mikill óeirðartími í sögu Frakklands. Byltingin breytti hins vegar hugarfari manna gagnvart lýðræði og einræði.
Það er af og frá að almenningur hafði valdið og útdeildi því til sinna fulltrúa á tímum byltingarinnar.
En það er alveg rétt hjá þér að almenningur á Íslandi hefur lítið vald, pólitíkusar virðast ekki hlusta mikið á fólkið í landinu.
Gunnlaugur Þ. Kristinsson (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.