Fátækt og ábyrgð stjórnvalda
28.10.2010 | 19:53
Ræðan mín á samráðsdegi hjálparstofnana sem haldinn var í dag á vegum Félags og tryggingamálaráðuneytisins. Mér var boðið á ráðstefnuna sem fulltrúi Sumarhjálparinnar.
Við vorum nokkur úr grasrótinni sem ákváðum að gera eitthvað í málum fátækra þegar hinar hefðbundnu hjálparstofnanir fóru í frí. Það er skiljanlegt að starfsfólk hjálpastofnana þurfi sumarfrí en því miður tekur fátæktin sér ekki frí.
Með hjálp góðra manna tókst okkur að ráðast í þetta verkefni á mjög skömmum tíma. Ég vil sérstaklega þakka Kristínu Snæfells Arnþórsdóttur og Þórhalli Heimissyni fyrir þeirra stuðning.
Verkfæri okkar voru hefðbundin, heimasíða, tölvupóstur, sími og bankabók. Á átta vikna tímabili styrktum við á fjórða hundrað fjölskyldur.
Við töluðum við flest alla í síma og fengum ógrynni af tölvupósti. Frásagnir einstaklinga og fjölskyldna voru skelfilegar. Oftar en ekki fór mikil orka í að hughreysta fólk og sannfæra það um að þrauka.
Það þarf ekki að setja fátækt í neina nefnd, það þarf ekki að kanna málið neitt frekar. Þeir embættismenn sem eru enn í vafa þurfa bara að svara í neyðarsímann í nokkra klukkutíma. Þeir fjármunir sem fara í nefndarstörfin gætu þá runnið beint til þurfandi meðbræðra okkar.
Stjórnarskráin er okkur hugleikin þessa dagana. Í stjórnarskránni er eftirfarandi ákvæði.
Öllum sem þess þurfa skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika,örorku,elli,atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Í stuttu máli framfærsla er stjórnarskrávarin og ég vil jafnframt benda á það að við höfum skrifað undir mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna.
Það er hreinlega ólíðandi að stjórnvöld séu að brjóta lög og mannréttindi um hver mánaðarmót þar sem þau borga einstaklingum bætur sem vitað er að eru langt undir lágmarksframfærslu.
Stjórnvöld geta ekki flutt þessa ábyrgð sína yfir á neyðarstofnanir. Stjórnvöld eru að bregðast grundvallarskyldu sinni.Þetta er skömm fyrir íslenska stjórnmálamenn og þetta er smánarblettur á íslensku samfélagi.
Neyðarstofnanir eiga að sinna áföllum. Er alltaf neyð á Íslandi, ég bara spyr.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flott ertu Helga.
Fátækt fólk gæti bjargað sér, efndi Jóhanna loforð sitt, frjálsar handfæraveiðar.
Aðalsteinn Agnarsson, 29.10.2010 kl. 00:20
Góð ræða hjá þér Helga...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.10.2010 kl. 00:58
Hárrétt
Steinar Immanúel Sörensson, 29.10.2010 kl. 01:21
Rétt hjá þér Aðalsteinn. Það var gaman að þvi að það kom kona á fundinn sem benti á hanfæraveiðarnar en hún hafði mætt með þér fyrir utan hjá Jóhönnu. Hún heitir Anna og ákvað að koma á fundinn til að m.a. benda á hanfæraveiðarnar þó henni hefði ekki verið boðið.
Helga Þórðardóttir, 29.10.2010 kl. 09:51
Anna veit, hvað Frjálsar handfæra veiðar, geta gert, fyrir fólkið,
það vantar fleiri með þessa skoðun!
Jóhanna fékk mótmælaspjald, FÁTÆK ÞJÓÐ Á HANDFÆRI,
að gjöf á fundi Samfylkingar, á Grand hótel, í von um að hún
standi við loforð Samfylkingar, FRJÁLSAR HANDFÆRA VEIÐAR!
Aðalsteinn Agnarsson, 29.10.2010 kl. 15:08
Sammála Aðalsteinn og það er gott hjá þér að hvetja Samfylkinguna til dáða en ég er viss um að þau hafa engan áhuga á þessu. Þetta voru bara innantóm loforð því miður
Helga Þórðardóttir, 30.10.2010 kl. 00:14
Þú ert frábær Helga mín og vinnur gott grasrótarstarf í þágu okkar allra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2010 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.