Jón Gnarr og Icesave fyrir dummies
13.3.2011 | 15:49
Jón Gnarr var í viðtali á útvarpi Sögu í vikunni. Hann var spurður um afstöðu sína til Icesave og var hann helst á því að við þ.e.þjóðin þyrftum að þrífa upp æluna eftir útrásavíkingana. Eftir skammir frá hlustendum vegna þessarar afstöðu fór hann að draga í land og viðurkenndi að hann vissi ekkert um Icesave málið og vegna tímaskorts þyrfti hann Icesave kynningu fyrir dummies. Ég vil taka fram að þetta var hans orðalag. Ég hef mikla meðaumkun með honum og ætla því að draga fram helstu staðreyndir málsins honum til upplýsingar.
Nokkrar upplýsingar um Icesave
Íslendingar voru neyddir til samninga við Breta og Hollendinga.
Íslendingar fengu ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum haustið 2008.
Icesave er ólögvarin krafa. Það er óheimilt að veita ríkisábyrgð á Innistæðutryggingasjóð.
Ein af grundvallarreglum EES samstarfsins er að raska ekki samkeppni á markaði og þess vegna áttu Bretar að setja Landsbankann í London strax inn í breska innistæðutryggingasjóðinn áður en fyrsta innistæðan var stofnuð þar.
Icesave krafan er 670 milljarðar í erlendri mynt.
Íslendingar eru að ábyrgjast milljarða evra með því að að segja já
Ef við samþykkjum Icesave þá erum við lofa framtíðarskatttekjum Íslendinga til Breta og Hollendinga til allt að 35 ára.
Við vitum ekki hver upphæðin verður því eignarsafn Landsbankans er óljóst.
Þar sem upphæðin er ekki föst tala er það stjórnarskrárbrot að samþykkja lögin
Það er mikil gjaldeyrisáhætta sem fylgir þessum samningi. Skuldin hækkar gríðarlega ef íslenska krónan fellur.
Icesave hverfur ekki við það að segja já við samningnum. Strax á þessu ári þurfa íslenskir skattgreiðendur að borga 26 milljarða í vexti. Þetta er allt í erlendum gjaldeyri. Þess vegna kemur Icesave ef við segjum já
Það eru miklar líkur á því að að vinnum dómsmál ef þessi deila fer fyrir EFTA dómstólinn.
Ef við töpum dómsmáli getur dómstóllinn ekki dæmt okkur í skaðabætur heldur yrði þetta svokallaður viðurkenningardómur. Íslendingar yrðu að skilgreina skyldur sínar fyrir íslenskum dómstólum.
Mínar hugleiðingar og rökstuðningur minn fyrir því að segja Nei
Ég vil ekki að skuldum einkafyrirtækis sé velt yfir á almenning.
Almenningur á ekki að borga fyrir sukk bankaelítunnar
Landsbankinn var einkabanki og þess vegna á hann að bera ábyrgð á sínum skuldum sjálfur.
Mér finnst Icesavereikningarnir vera óupplýst sakamál sem þarf að rannsaka af þartil bærum dómstólum
Mér finnst fáránlegt að almenningur beri ábyrgð á öllum bankainnistæðum.
Mér finnst fáranlegt að það eigi að vera ríkisábyrgð á sjúku fjármálakerfi.
Almenningur út í heimi horfir til okkar og vonar að við segjum Nei.
Það er andsnúið hlutverki okkar sem foreldra að samþykkja skuldir fjárglæframanna sem börnin okkar þurfa að borga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Facebook
Athugasemdir
Heil og sæl Nafna mín; æfinlega !
Tek undir; með þér. Öllu lakara er; að annar uppskafningur til, Bjarni nokkur Benediktsson (yngri), skuli eiga sér hljómgrunn, meðal lítt þenkjandi sálna, einnig.
Þeir eru margir; Jónarnir frá Gnerri (Gnarr), ef grannt er skoðað, fornvinkona góð.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 16:20
Flott samantekt hjá þér Helga mín. Innilega sammála.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2011 kl. 17:26
Mjög góð samantekt! Skilmerkileg og skýr enda fjarskalega aðgengileg fyrir alla! M.a.s. fyrir borgarstjórann
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.3.2011 kl. 21:47
Takk fyrir hrósið og vonnandi hjálpar þetta einhverjum til að ákveða sig varðandi Icesave
Helga Þórðardóttir, 13.3.2011 kl. 22:27
Þessa Lilju vildi ég kveðið hafa :)
Guðjón Emil Arngrímsson, 14.3.2011 kl. 01:10
Athyglisverð samantekt.
Mig vantar samt aðeins betri skýringar á eftirfarandi:
Hvernig voru Íslendingar neyddir til samninga?
Hvað meinar þú að það sé stjórnarskrárbrot að samþykkja samninginn af því að upphæðin er ekki föst tala?
Hvað meinar þú að það sé mikil gjaldeyrisáhætta sem fylgi þessum samningi? Ég bendi á að eignir landsbankans, sem ganga munu upp í krofuna, eru í erlendri mynt.
Ólafur
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 14.3.2011 kl. 09:06
Sæll Ólafur og takk fyrir góðar spurningar.
1. AGS ásamt fulltrúum í ESB neituðu okkur um aðstoð þ.e. lán ef við gengjum ekki frá þessu Icesave samningi. Það var mikill ótti á þessum tíma. Menn óttuðust hreinlega um fjármálakerfi Evrópu og það var mikil taugaveiklun í gangi. Það voru strax mótbárur frá Íslendingum um að þetta væri ekki löglegt en vegna ástandsins fór þetta í pólitískan farveg. Það er slæmt fordæmi til framtíðar að fá ekki úr þessu skorið. Því hvernig lítur framtíð okkar út ef það á að vera sjálfsagt að fara ofan í vasa almennings þegar bankar falla.
Helga Þórðardóttir, 14.3.2011 kl. 09:58
Sæll Ólafur
Svar 2
Ég fór og hitti Stefán Má Stefánsson prófessor í lögum og spurði hann sérstaklega um þetta atriði. Þannig er að samkvæmt Stjórnarskránni má ekki skuldbinda ríkissjóð í fjárlögum með óskilgreindri upphæð ein og Icesave skuldin er.
Svar 3
Þessar upplýsingar hef ég lika fengið frá mörgum sérfræðingum um þessi mál. Allar eignir Landsbankans eru ekki í erlendri mynt. Ég vil líka minna á það að fjármála og bankakerfi Evrópu er mjög viðkvæmt um þessar mundir og við höfum ekkert fast í hendi með eignarsafnið. Ég set líka stórt spurningamerki við neitun kröfuhafanna við eingreiðslu. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að Landsbankinn gangi hart fram í að endurheimta horfið fé þegar ábyrgðin er komin yfir til almennings. Þetta síðasta mín hugleiðing þar sem ég treysti ekki þessu bankafólki fyrir horn.
Helga Þórðardóttir, 14.3.2011 kl. 10:12
Ég skil hvað þú meinar með þetta atriði.
Hvað varðar að fá ekki úr þessu skorið þá tel ég að það sé einhver misskilningur í gangi almennt. Málið er að ESA er eftirlitsstofnun og henni ber, burséð frá því hvort samningurinn verður staðfestur eður ei, að láta fara fram rannsókn ef talið er að Íslendingar hafi brotið reglur ESB. Þetta á jafnt við um Iecsave og neiðarlögin. Hin svokallaða dómstólaleið virðist óumflýjanlega þar sem ESA þarf ekki að bíða eftir að við, Bretar og Hollendingar gerum eitthvað í málinum
Mig langar að sjá hvað þú meinar með stjórnarskrárbrotinu og gjaldeyrisáhættunni.
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 14.3.2011 kl. 10:16
Úbbs. Var aðeins og fljótur að senda.
2. Ekki ætla ég að láta í það skýna að ég þekki þetta betur en Stefán en finnst það eiginlega hljóti að eiga við um fjöldan allan af milliríkjasamningum sem við skrifum uppá. Þar er oft um óþekktar stærðir að ræða.
3. Rétt er það að ekki allar eigur LÍ eru í erlendri mynt en jafnvel eins og staðan er í dag lítur út fyrir að erlendar eignir bankans slagi hátt í að klára Icesave skuldina og það sem útaf stendur sé tiltölulega lítil upphæð.
Ég er þér sammála um að ekki skuli samþykkja samninginn af ýmsum ástæðum en tel algerlega nauðsynlegt að þegar um þetta er rætt liggi fyrir réttar staðreyndir. Þær er kannski erfitt að festa hendur á og ég reyni sjálfur að halda mig við það sem ég tel mig þekkja og afla upplýsinga um annað. Það er ég að gera með þessu.
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 14.3.2011 kl. 10:24
Rétt er það að ESA sé eftirlitsstofnun en munum að þeir dæma okkur ekki. Þeirra álit er fyrst og fremst litað af pólitík og er byggt á lélegri lögfræði og þess vegna telja lögfræðingar miklar líkur á því að við vinnum dómsmál hjá EFTA dómstólnum.
Sigurður Líndal og Stefán Már hafa skrifað margar greinar um Stjórnarskrárbrotið og vil ég vegna tímaskorts vísa í þær.
Ég vil benda þér á að fara inn á kjosum.is og senda þangað frekari spurningar.
Helga Þórðardóttir, 14.3.2011 kl. 10:27
Gott hjá þér Ólafur að afla þér upplýsinga og taka eigin ákvörðun. Það eru allt of margir sem ákveða sig vegna þess að þeir eru í einhverju liði. Í svona stóru máli verðum við að eiga ákvörðunina sjálf.
Helga Þórðardóttir, 14.3.2011 kl. 10:31
þetta er flest rangt og þú ert sennilega búin að hlusta of mikið á Göbbelsorðræðuna þarna á Sögunni.
Það var dómur haustið 2008. Gerðadómur. Ísland drósig frá dóminum og sjallar treysstu sér ekki til að taka til varna.
Gerðadómurinn var saman settur af lagasérfræðingum frá EU, EES og EFTA stofnunum. EFTA kom ekki því ekki að dóminum vegna þess að Ísland dró sig frá hunum og gaf yfirlýsingu að það mundi ekki hlýta honum.
Álit Gerðadóms var eitt og ótvírætt. Ísland ber ábyrgð á umræddum skuldbindingum.
Síðan líður og bíður og menn fabúlera út og suður. Þá kemur hingað út eitt áminnigarbref ESA. Niðustaðan þar alveg í samræmi við Gerðadóm. Island ábyrgt og á að borga.
þess fyrir utan liggu dómur í ECJ í máli 222/02 þar sem auðvelt er að lesa út að ríki verði ábyrg fyrir lágmarkinu, þó dómurinn þurfi ekki að dæma sérstaklega um það.
Af öllu ofansögðu þá má sjá að eftirfarani fullyrðing er því röng: ,,Það eru miklar líkur á því að að vinnum dómsmál ef þessi deila fer fyrir EFTA dómstólinn"
Það er nánast 100% öruggt að EFTA Court mun dæma í línu við ESA.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.3.2011 kl. 10:41
Gott að þú ert svona sannfærður um skoðun þína Ómar Bjarki. Ég vil taka það fram að ég hef ekki þessar upplýsingar úr útvarpi Sögu heldur hef ég sjálf reynt að afla mér uplýsinga sjálf. Ég hef t.d. tvisvar farið á fund með Stefáni Má. Mætt á flesta fundi sem hafa verið um Icesave. Þetta er flókið mál og við verðum að viðurkenna að við getum ekki bara byggt á staðreyndum. Mér finnst mikilvægt að við virðum skoðanir hvers annars í þessu mikilvæga máli.
Helga Þórðardóttir, 14.3.2011 kl. 11:33
Sæl Helga. Jón Gnarr segir nú satt að það þurfi að þrífa upp æluna eftir útrásarvíkinga. Síðan er hann bara heiðarlegur og viðurkennir að hann viti ekki nóg um Icesave.
Ég held að mjög margir þekki ekki lagalega hlið Icesave út í hörgul þó fólk sé búið að mynda sér skoðun á því hvort við eigum að borga eða ekki borga.
Ég held samt að flestum svíði að okkur almennum launþegum sé ætlað af stjórnvöldum að borga fúsk og græðgi útrásarvíkinga á meðan þeir ganga allir lausir nú tveimur og hálfu ári eftir hrun.
Og það bara til að reyna að skríða á hnjánum inn í ESB - sem auðvitað er algjör firra.
Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 12:50
Kærar þakkir fyrir þessa samantekt.
Guðrún (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 13:07
jón gnarr er falskur fjandi.
ganjablazter (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 13:51
Mig langar að sjá hvað þú meinar með stjórnarskrárbrotinu og gjaldeyrisáhættunni.
Sæll Ólafur,
Ég hef heyrt slíkt hið sama með það að það sé bannað samkvæmt stjórnarskránni að skrifa undir skuld þar sem ekki er vitað um nákvæma tölu á henni.
Hvað varðar gjaldeyris áhættu þá verður líka að hugsa til þess að allar greiðslur sem farið er fram á í þeim samningi skulu vera í evrum, sem þýðir að ef gengi krónunnar sveiflast þá sveiflast til skuldin, þarna liggur áhætta því ef gengið fellur eitthvað þá bitnar það á skuldinni fyrir okkur alveg óháð í hvaða gjaldmiðli eignirnar eru því að fjárútlátið verður samt sem áður reiknað í íslenskum krónum þegar kemur að því að borga vextina, peningur sem við sjáum aldrei aftur og skiptir þá engu hvað fæst út úr þrotabúinu.
Rétt er það að ekki allar eigur LÍ eru í erlendri mynt en jafnvel eins og staðan er í dag lítur út fyrir að erlendar eignir bankans slagi hátt í að klára Icesave skuldina og það sem útaf stendur sé tiltölulega lítil upphæð.
Ég er þér alls ekki sammála um að það sem stendur útaf sé tiltölulega lítil upphæð, það er alveg óvitað um virði eignanna í gamla landsbankanum þó þær séu metnar á eitthvað, eitt gott dæmi um það er t.d. Iceland keðjan sem er metin á 200 milljarða en hæsta boð í hana er 120 milljarða, þetta eru 40% afföll, einnig er önnur eign sem er skuld nýja bankans við þann gamla þar er reiknað með að allt að 50 milljarða náist ekki.
Skilyrðin sem eru notuð til að reikna út það sem Icesave kemur til með að kosta okkur (þ.e. það sem kom frá ríkisstjórninni) eru út í hött, það er reiknað með bullandi uppgangi, styrkingu á krónunni og að 95% eða meira fáist fyrir eignir bankans, þá kostar icesave okkur bara einhverja 50-70 milljarða segja þau.
Það var útreiknað að ef gengið félli um 1% og að 15% minnna næðist fyrir eignirnar þá væri þessu skuld í um 250 milljörðum, gengið er búið að falla um 4.5% síðan í desember og aðal eignin hjá gamla landsbankanum (Iceland) er með hæsta og eina boð upp á 60% af matinu.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 14.3.2011 kl. 14:54
*Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.3.2011 kl. 10:41
Það eru ávalt tvær ef ekki þrjár hliðar á öllum málum, þú sagðir:
"Gerðadómurinn var saman settur af lagasérfræðingum frá EU, EES og EFTA stofnunum."
Aðrir hafa ávalt sagt að íslensk yfirvöld sögðu sig úr þessum félagsskap þar sem þessir "sérfræðingar" voru valdir sérstaklega af mótsemjendum okkar til að fá "rétta" niðurstöðu í málið.
Fyrir mér er þetta prinsippmál, ég skrifa ekki upp á óskilgreindar skuldir annarra manna eða fyrirtækja. Það er siðaðra manna háttur að útkljá svona mál fyrir dómstólum.
Óskar Gísli (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 15:45
,,Aðrir hafa ávalt sagt að íslensk yfirvöld sögðu sig úr þessum félagsskap þar sem þessir "sérfræðingar" voru valdir sérstaklega af mótsemjendum okkar til að fá "rétta" niðurstöðu í málið."
ESA er sammála Gerðadómi.
Það að ísland sagði frá dóminum þýddi að fulltrðui EFTA tók ekki þátt. Með áliti EA kemur fram að EFTA er alveg sammála mati Gerðadóms.
Ísland fór bara fram á þennan dóm á sínum tima til að tefja og þvarga málið. Svo þegar Gerðadómur var samþykktur og þð átti að komast að niðurstöðu fljótt - þá dró ísland sig allsnarlega til baka náttúrulega.
Svona hefur öll framganga íslands verið. Einhverjir vafningar og þvælingur til að tefja málið.
Álit ESA og Gerðdóms er líka samræmi við dóm ECJ í máli 222/02.
það er ekki nokkur málmetandi aðili sem tekur undir fabúleringar 2-4 íslendinga um ,,takmarkaða ábyrgð" á innstæðum. því miður.
Fyrst ESA tekur þessa línu eins og sjá má í bréfi þeirra - er nánast 100% öruggt að EFTA Court dæmir samningsbrot. Vegna þess að málið snýr að Neytendavernd og lagalegum réttindum er ríki hafa innleitt gegnum EES. EFTA Court hefur jafnvel verið enn afdráttarlausari varðandi ábyrgð ríkja á slíkum réttindum heldur en ESA.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.3.2011 kl. 16:48
Frabært :) gott mal ad segja ja vid icesave samningi, kannski kennum vid þa börnum okkar um sma heiðarleika, eftir 35 ar getum vid sagt vid tau!! þid fengu hafragraut i matinn og eina heita maltid a 2 vikna fresti vegna tess ad islendingar þrifu upp æluna eftir utrasarvikinga sem rændu og rupludu tusindir hollendinga og breta, lika sina eigin þegna, þar a meðal góðgerðasamtök, lögguna i kent og fleirri og fleirri. Við getum staðið bein i baki og sagt við börnin okkar, já nu þetta var lika islensku þjoðinni að kenna þott hun se i afneitun, þjoð sem kaus sama skita flokkin yfir sig i 16 ár. Ja 16 ár, og þessi flokkur kynndi folk i það að kaupa og kaupa og kaupa og kaupa og kaupa, ekki fyrir islenskan pening heldur fyrir peninga annara, sem utrasarvikingar voru að ræna :) Almenningur uti heimi vill nefla ad vid borgum en konan sem vinnur a spitala a islandi segir, nei almenningur uti heimi segir nei!!! bara esb og ags og ees og nato og norðurlöndin og geimvisindastofnunin alheimsins segir JU vid eigum ad borga, af þvi þannig er það bara.. Svo byr madurinn sem er ad skrifa þetta bref i utlöndum og allir sem hann talar vid um icesave segja að auðvitað eiga islendingar ad taka sinn hlut af þessu oheppilega máli!! Mer langar bara að bidja alla islendinga um ad draga hausinn ut ur rassinum a sjalfum ser, hætta þessu væli og standa við það sem rikistjorn og forsetin sjalfur sagdi að við stöndum við okkar skuldbindingar. Punktur
olafur edvardsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 21:32
Frábær samantekt hjá þér, Helga, heilar þakkir fyrir þessa grein.
Af fjölda gesta þinna í dag (933+) sést, hve mikilvæg þessi færsla er.
Ég óska leyfis til að endurbirta hana á tveimur vefjum, þ.e. til að birta þinn feitletraða texta (og mundi þá sleppa Gnarrinum; hann er aðeins aukaatriði hér).
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson lagði hér spurningar fyrir þig; þú hefur svarað honum, og þegar hann sótti fastar á, kom Halldór Björgvin Jóhannsson, vaskur félagi minn í Þjóðarheiðri – samtökum gegn Icesave, með mjög gott innlegg hér í dag, kl. 14:54, og gekk snyrtilega frá hans efasemdum eða spurningum.
Maður utan úr Seyðisfirði eystra, Ómar Bjarki Kristjánsson, hefur farið mikinn í því að mæla með málstað Breta og Hollendinga í nokkur ár, bæði á Moggabloggi og Eyjunni. Hann mælti með Icesave-I (Svavars-svikasamningnum), og hann mælti með Icesave-II (fyrirvaralögunum, ág. 2009), en virtist ekkert um fyrirvarana gefið (Alþingis og forsetans), enda vildu Bretar þá ekki. Og nú mælir hann með Icesave-III, gott ef það veldur honum ekki hugarkvölum að svo virðist sem upphæðin gæti hafa lækkað!
En Icesave-III er sama sem Icesave-I að slepptum muninum á vöxtunum, í meginatriðum. Stóri munurinn, sem mörgum virðist vera, telja þeir þann, að nú sé eignasafnið á milli 90 og 100% af kröfunum. En það er fánýtt hálmstrá (sbr. svör Halldórs Björgvins) og alls ekki staðfest á neinn öruggan hátt; þetta er OPINN VÍXILL.
Og vitaskuld er þetta síðastnefnda stjórnarskrárbrot (40. og 41. gr.); Sigurður Líndal benti snemma á þennan annmarka.
Vigdís Hauksdóttir, lögfræðingur og alþm., benti á annað stjórnarskrárbrot (77. gr.) þessara Icesave-samninga, þ.e. að hér er ætlazt til álagningar ríkisútgjalda vegna máls, þar sem engin gjaldskylda hafði né hefur myndazt. Eins og Ólafur Ísleifsson hagfræðingur sagði í fyrirlestri fyrir okkur í Samstöðu-hópnum (Kjósum.is, nú upplýsinga-vefsíða), þeim hópi sem þú, Helga Þórðardóttir, tilheyrir líka, þá er hér ekki um neitt raunverulegt LÁN að ræða, því að við lánasamninga fá menn lánsfé, en hér er ekki um það að ræða. Og ég þarf ekki að rekja það frekar, að hér er um ólögvarða kröfu að ræða, bendi bara á, að skv. norskum prófessor í þjóðréttarfræði MÁ Ísland EKKI EINU SINNI borga fyrir Icesave-reikninga Landsbankans, slíkt væri brot á ESB-reglum (tilskipun 94/19/EC). Ríkisábyrgð á bönkum og tryggingasjóðum leyfist ekki, af því meðal annars, að það myndi skekkja samkeppnisstöðu banka innan hinna ýmsu landa á EES-svæðinu.
Og Ómar Bjarki lýgur um gerðardóminn.
Sá gerðardómur var í 1. lagi ekki fullskipaður; Árni Mathiesen gerði laukrétt í því að neita að láta Ísland taka þátt í honum, því að hann og hans sérfræðingar sáu, hvað verða vildi, eftir viðræður við ESB-fulltrúa.
Í 2. lagi var dómurinn skipaður andstæðingum okkar, m.a. frá framkvæmdastjórn ESB og Seðlabanka ESB. Þeim var mikið í mun að skella ábyrgð á litla Ísland, þótt það athæfi væri andstætt ESB-lögum. En banka- og innistæðutryggingakerfið var í uppnámi; nú átti að sópa vandamálinu undir teppið, og til þess var notaður gríðarlegur þrýstingur. Árni brást ekki. Þökk sé honum eilíflega, hvað annað sem um hann verður sagt. Hann hefur eflaust borið málið undir Geir að auki. Gleymum því ekki, þegar sá Geir er nú dreginn fyrir dóm. (Sjálfur gekk ég úr Sjálfstæðisflokknum seinna vegna linkindar flestra þingmanna hans [sátu hjá] gagnvart Icesave-II; ég er ekki að verja flokkinn.)
Í 3. lagi gerðist þessi dóms-rannsókn og -uppkvaðning í ótrúlegum flýti, á ca. einum sólarhring, og enginn verjandi var þar í málinu. Það sjá allir, að slíkt er ekki eðlilegur gerðardómur, enda eiga þeir jafnan að vera með þátttöku beggja/allra deiluaðila.
Í 4. lagi tóku þessi "dómarar" sérstaklega fram, að þetta væri ÞEIRRA PERSÓNULEGA ÁLIT, ekki stofnana þeirra, sem þeir voru fulltrúar fyrir – og af hverju ekki? Jú, af því að þær stofnanir höfðu þá enn ekki tekið afstöðu til málsins!!!
Seinna (sumarið eða vorið 2010) lýsti framkvæmdastjórn ESB því yfir, að það væri ekki ríkisábyrgð á tryggingasjóðum landanna á EES-svæðinu (finna má skrif um það á bloggsíðu Þjóðarheiðurs, thjodarheidur.blog.is). Þetta hafði forstjóri norska tryggingasjóðsins einnig sagt okkur (Staten har ikke ansvar for bankinnskudd – ríkið ber ekki ábyrgð á bankainnistæðum, blaðaviðtal þýtt á vef Þjóðarheiðurs).
Þjóðarheiður er nota bene þau 80 manna samtök, sem RÚV og 365-miðlar hafa markvisst og vísvitandi haldið frá allri umræðu og birta ekki fréttatilkynningar okkar né athugasemdir við hlutdrægan, Breta- og ESB-hollan málflutning þeirra. Þjóðarheiður hefur þó ekki sem samtök tekið neina beina afstöðu til ESB-umsóknar, ekki enn a.m.k., enda ekkert um hana talað í stofnskrá okkar. Þó áskiljum við okkur allan rétt til að gagnrýna ESB í Icesave-málinu, og það á við um fleiri atriði en hér var komið inn á.
En Ómar Bjarki vill ekki fullveldi Íslands, heldur lúta leiðsögn ESB, það er ein af ástæðunum fyrir hans ankannalega hugsunarhætti í Icesave-málinu.
Jón Valur Jensson, 14.3.2011 kl. 22:27
Jón Valur þakka hrósið og þér er svo sannarlega velkomið að nota þessa færslu eins og þú vilt. Ég var að koma heim af mjög góðum Samstöðu fundi og þess vegna svara ég svona seint.
Helga Þórðardóttir, 14.3.2011 kl. 23:12
Komið þið sæl að nýju; nafna, og þið önnur !
Það skal játað; að myrkviðir huga, hins Evrópska nýlenduvelda kúsks, Ómars Bjarka Kristjánssonar, til framtíðar lands og lýðs og fénaðar alls, hér á Fróni, eru aumkunarverðir, vægt; til orða tekið.
Ég hugði; að ég hefði verið búinn, að kveða hans aumlegu málafylgju í kútinn, fyrir nokkru - en; það er eins, með Ómar Bjarka, sem og Sels höfuðið, í Fróðárundrum, gott fólk.
Eða; svo virðist, að nokkru.
Með; sízt lakari kveðjum, en öðrum fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 23:24
Tù ert glæsikvendi sem kemur hlutunum frà tèr à gòdan hàtt.
Hef einnig haft gagn og gaman af bloggsìdu einnar annarar valkyrju, en slòd hennar er:
http://vala.blog.is/blog/pistlar/entry/1142548/?fb=1
Jòn Pàll Gardarsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 23:50
Jón Valur reit;
Þetta er fremur lákúruleg persónuárás Jón Valur, sem kemur eftir að þé hefur gersamlega mistekist að færa einhver sannfærandi mótrök fyrir svokölluðum "lygum" Ómars Bjarka.
Helga: Þú setur fram þennan pitil þinn iens og hann séu benharðar stapreyndr sem hver dummy ætti að geta skilið. En eftir að Ómar Bjarki andmælir þér, skýrskotar þú til mismunandi skoðanna fólks, eins og staðreyndir skipti þar ekki megin máli. Þú segir;
Ef að málfluttningur andtæðinga Icesave lll á að vera með þessum hætti, er ekki að furða að hann verði samþykktur af miklum meirhluta þjóðarinnar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.3.2011 kl. 00:24
Eftir að hafa lesið jon val eyðileggja málstað Ómars ákvað eg að segja nei. Ómar ekku festast i kviksyndi vanans og binda þig við staur blindsýnarinnar.
Alþingi er bara eitt fyrirtækið sem gerir það sem það þarf til að halda velli, brjótum blað í sögunni og látum fólkið ì landinu framfyrir Alþingi hf.
Sverrir (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 01:04
Góð orð frá Sverri!
Og kærar þakkir, Helga!
Svanur Gísli, það er ekkert lágkúrulegt við þessa málsgrein mína um Ómar Bjarka, en hann á hins vegar langan slóða af óþjóðlegum, heldur lágkúrulegum færslum á netinu um Icesave-málið og ESB-fyrirbærið.
Skreytni Ómars Bjarka um gildi gerðardómsins haustið 2008 blasir við af því, sem ég rakti um þann rangnefnda gerðardóm og einskis nýta, enda tekur enginn mark á honum nema þessi sérvitringur fyrir austan, það ég viti.
Og naumast virðist þú hafa fylgzt með þessu máli að neinu gagni, Svanur!
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 01:14
Jón Valur.
Þú ert einn af þessum fáu mönnum sem tekur feil á eigin þráhyggju og því sem kalla mætti þrautseigju. Ég hef fylgst með þér og þínum málflutningi og hvernig þú belgir þig út þegar minnst er á Icesave.
Hvernig þú þóttist standa vaktina niðrá á Alþingi þegar verið var að samþykkja það í þinginu og hvernig þú hljópst svo heim til að skrifa um það á vænisýkilegan hátt sömu nóttina, eins og fótbóltaleik væri að ræða sem þér einum var leyft að horfa á.
Þú gerir svo þau skussa mistök að halda að þeir sem ekki baula við hverja frétt sem um málið birtist, fylgist ekki með "að neinu gagni" og það í sjálfu sér lýsir kannski þessari skoðanalegu einhverfu þinni hvað best.
Um Ómar er að að segja að hann skreytir ekkert í sambandi við gerðardóminn. Hann heldur sig algjörlega við staðreyndir. það er miklu frekar þú sem túlkar og tafsar, eins og stundum er hægt að gera um atburði eftir á, um aðkomu Árna Mathiasen að málinu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.3.2011 kl. 01:37
Komið þið sæl; sem fyrr !
Svanur Gísli; fornvinur góður !
Ranglega; sem óverðskuldað mjög, ályktar þú, um háttu annarrs stórvinar míns;; Jóns Vals Jenssonar.
Ætli við þjóðfrelsissinnar; komum ekki til með, að standa í æfarandi þakkarskuld við Jón Val - sem og nöfnu mína; Helgu Þórðardóttur, auk fjölmargra annarra, þá; upp verður staðið.
Með þeirra þrautseigju; krafti og þor, sem ómældri elju, hefir tekist, að halda aftur af niðurrifsöflum Alþingis og Stjórnarráðs, á þann máta, sem við blasir, þrátt fyrir allt.
Ómetanlegt; allt það góða fólk, í þágu núlifandi kynslóða - sem hinna komandi, Svanur minn.
Hrakmenni; sem smámenni, eins og Ómar Bjarki Kristjánsson, og aðrir honum líkir, munu makleg málagjöld fá, á spjöldum komandi Íslandssögu aftur á móti, Svanur Gísli.
Hafðu mín orð; þar um, fornvinur góður !
Með; nákvæmlega, þeim sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 01:54
Gerðu bara gys að mér, Svanur Gísli, þú hefur ekkert upp úr því.
Betur væri, að þú tækir afstöðu með þjóðinni í þessu máli í stað þess að beygja þig þrælslega fyrir ranglætinu og óréttinum.
Ég hef ekki mikið álit á þinni siðferðislegu staðfestu, Svanur á báru!
Ef þú þekktir eins vel til niðrunar Ómars Bjarka um þjóðina eins og ég, t.d. í hneykslanlegum innleggjum hans á vef Evrópusamtakanna, þá myndirðu blygðast þín fyrir að taka upp hanzkann fyrir þetta extrem-dæmi um hvernig einn maður getur helgað sig röngum málstað: stöðutöku gegn þjóð sinni, og það af ótrúlegri þráhyggju.
Ég stend með réttinum og gef mig í þá baráttu eins og betri Íslendingar hafa gert allt frá tíma J.S.
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 02:01
Kærar þakkir fyrir góð og drengileg orð, Óskar Helgi.
Samvizkuspurning til Svans:
Varstu jafn heiftarlega fylgjandi Icesave-I og Icesave-II eins og Ómar Bjarki?
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 02:05
Ég er fyrrverandi kjósandi, aðdáandi og dyggur stuðningsmaður Jóns Gnarr. Ég hélt ég væri að kjósa sjálfstæðan, hugsandi og sérstakan mann, sem hefði eitthvað merkilegt til málanna að leggja...en ekki passívan páfagauk og innantóma málpípu Samfylkingarinnar, sem er flokkur sem ég hafði EKKI ætlað mér að kjósa þegar ég kaus Jón, heldur hefði ég borgað hátt verð fyrir að fá að kjósa hann EKKI.
Það er siðlaust að borga ríkisskuldir, þegar allir bestu menn heims berjast nú fyrir endalegu afnámi þjóðarskulda, fátækustu þjóðum heims í hag, því þjóðarskuldir hafa drepið fleiri en fátækt og sjúkdómar til samans, þær eru rót vandans, kynnið ykkur bara afstöðu Bono í U2, sem er ALVÖRU töffari sem HUGSAR og það er TÖFF að HUGSA...en ekki einhver aumur kynningarfulltrúi fyrir plebban Dag B Eggertsson eins og Jón! Eða maður eins og ég hélt að Jón væri!
Að borga þjóðarskuldir og samþykkja þannig það sé eðlilegt, þegar Afríka keppist við að afnema sínar og leitar að lagalegum fordæmum til þess er SYND og GLÆPUR GEGN MANNKYNINU! Það er heilguslegt að láta kúga sig til óréttlætis vitandi að það framlengir hörmungarnar í Afríku.
Það er rasistalegt, sveitalegt, hallærislegt, heimsvaldasinnalegt og Euro-supermacist-nazi-legt að segja já við Icesave.
Nei þýðir nei. Nauðung er glæpur!
Áfram Afríka!
Go Africa! (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 02:34
Jón Valur;
Sem betur fer ert þú ekki í neinni aðstöðu til að setja þig í dómarasætið yfir siðferði mínu eða annarra þótt ég viti að skortur á upplýsingum eða dómgreind hefur ekki aftrað þér fram að þessu til að dæma mann og annan landráðmann fyrir að vera þér ekki fylgjandi að málum.
Sem svar við spurningu þinni, um Icesave l, þá lýsti ég afstöðu minni í pistli sem ég skrifaði 09.10.2008 og finna má hér. Og um Icesave ll hér.
Hér ber Óskar Helgisig við að taka upp hanskann fyrir þig Jón Valur. Við Óskar vill ég segja eitt; Að kalla Ómar "hrakmenni" og hampa um leið Jóni Val sem föðurlandsfrelsara, hljóta að vera ýkjur hjá þér til að skerpa á satírunni.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.3.2011 kl. 09:41
Sveinn þú segir að ég setji mál mitt fram sem einhverjar staðreyndir. Ég vil benda þér á að ég nota orðalagið upplýsingar. Þetta eru upplýsingar fyrir mér og ég nota hvergi orðið staðreyndir. Það er nefnilega þannig með þetta blessaða Icesave mál að við vitum ekki allt og margt er byggt á líkum. Við verðum samt að þora að tala um hlutina og reyna eftir fremst megni að afla okkur upplýsinga. Þetta eru upplýsingar sem ég hef aflað mér og mér fannst sorglegt að borgarstjórinn okkar vissi bara ekki neitt um þetta mikilvæga málefni. Ég tek sérstaklega fram mín rök fyrir því að hafna samningnum og ég veit vel að þau eru ekki byggð á staðreyndum en ég hlýt að mega segja mínar skoðanir og bið fólk að sýna umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra hérna. Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera einhver sérfræðingur en ég ætla að nýta mér kosningarétt minn eins og þúsundir annarra Íslendinga og þá tel ég það skyldu mína að kynna mér málin. Við erum öll að reyna að gera það besta fyrir framtíð Íslands og búa börnum okkar betri framtíð.
Helga Þórðardóttir, 15.3.2011 kl. 10:27
Svanur Gísli sniðgengur hér sannleikann – ég veit ekki í hvaða skipti á netinu – því að mjög sparlega tala ég um landráð og einungis að skýrt gefnu tilefni skv. þeim landráðabálki almennra hegningarlaga sem ég þekki ákaflega vel. Annars voru landráð ekki umræðuefnið hér – Svanurinn kýs að kvaka um þau til að draga athyglina frá meginatriði máls.
Ánægjulegt er, að Svanur tók afstöðu gegn Icesave-I, en seinni tengillinn víkur lítt sem ekki að Icesave-II, enda var það frumvarp ekki afgreitt á þingi fyrr en í árslok 2009 (og hafnað af þjóðinni 6. marz 2010). Hver var afstaða Svans til synjunar forsetans 5. jan. 2010? Höfum í huga, hvað hefði gerzt, ef hann hefði sagt "já"!
Gagnrýni mín á Ólaf Bjarka var fullkomlega málefnaleg. Hann er nú á yzta kanti landsmanna í Icesave- og ESB-málum og engin furða, að öfgaviðhorf hans þar fái harða gagnrýni frá mér. Ennfremur var Svanur í 2. innlegginu óvarkár og óaðgætinn, þegar hann sagði: "Um Ómar er að að segja að hann skreytir ekkert í sambandi við gerðardóminn. Hann heldur sig algjörlega við staðreyndir." Það er nú afsannað, en það er eins og Svanur vilji hífa upp virðingu fyrir þeim ómarktæka "gerðardómi". Ekki er það Icesave-andstæðingum líkt.
PS. Ég hef engan áhuga á siðferði Svans, en siðferðislega staðfestu hans tel ég litla í þessum umræðum (og sjálfur kaus hann þar persónuníð), sem og í einkennilega hlutdrægri afstöðu hans til kristindóms í umræðum um samanburð kristinna kirkna og birtingarmynda islams. Hef sem sagt ekkert álit á Svani í þessum efnum, en honum kann að vera ýmislegt annað til lista lagt.
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 12:02
Komið þið sæl; á ný !
Svanur Gísli !
Þau Jón Valur; sem Helga síðuhafi, og aðrir land- og þjóðvinir, sem fénaðar alls, verðskulda fyllilega, mína málsvörn, þeim til handa, svo fram komi, fornvinur sæll.
Ómar Bjarki Kristjánsson hinsvegar; stendur fyllilega, undir þeim ávirðingum, sem ég ber honum á brýn, sem virkilega And- íslenzk ur talsmaður, Evrópskra nýlenduvelda og ribbalda - árin um kring.
Ég hygg; að öll sú umræða, þar sem Ómar Bjarki hefir þátttakandi verið, jafnt;; hér á vef, sem víða annarrs staðar, hafi vart fram hjá þér farið Svanur, því, væri svo, teldist þú Glámskyggn mjög vera, á alla almenna umræðu, Svanur minn.
Því; stend ég, við hvert minna orða, í mínum fyrri athugasemdum, svo ekki fari á nokkurn hátt, á milli mála, fornvinur góður.
Margt er brogað; í íslenzkum háttum, sem samfélagsgerð allri, en frekar hefði ég kosið, að sjá Ómar Bjarka, sem samherja okkar, sem byggja viljum upp endurbætta þjóðfélags skipan, en hann kýs, að líma sig upp, við erlenda ásælni, á Íslands grundum - sem miðum, Svanur Gísli.
Það er; hans helzti ljóður, á ráði nokkru.
Með; ekki lakari kveðjum, en þeim áður - og fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 12:46
Helga reit í niðurlagi pistils síns ;
Og svo aftur í athugasemd 15.3.2011 kl. 10:27.
En gott og vel Helga, ef þú vilt að þessi samantekt þín séu eingöngu upplýsingar um álit þitt, er ekkert við það að athuga.
Jón Valur; Ég vék að notkun þinni á orðinu "landráðamenn", til þess að minna á dómhörku þína gagnvart þeim sem ekki eru þér sammála, rétt eins og þú kallar skrif Ómars hikstalaust "lygi." Það er megin efni athugasemda minna hér og því hef ég ekki verið að "draga athyglina" frá einu né neinu.
En við skulum halda okkur við "staðreyndirnar". Það er staðreynd að Helga skrifar Jóni Gnarr til upplýsingar;
Það er staðreynd að Ómar Bjarki mótmælir þessu og segir;
Þessu mótmælir þú Jón Valur og segir Ómar fara með "lygar" og gerðadóminn vera "ómarktækan" þótt það sé söguleg staðreynd að hann hafi farið fram.
Þegar þér er bent á þetta ósamræmi í málaflutningi þínum í viðbót við Ad hominem villurnar, brigslar þú mér um að hafa ekki vit á málumog gerir athugasemdir við "siðferðilega staðfestu" mína
sem er auðvitað aftur Ad hominem árás.
Að lokum klikkir þú út með að blanda trúmálum inn í þessa umræðu og þá tók steinin úr því ljóst er hvað raunverulega býr að baki þessum skrifum þínum. þar ertu komin á sömu slóðir og vinir þínir Loftur Atlice og Skúli Skúlason, og verði þér það að góðu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.3.2011 kl. 13:07
Nei, Svanur, umræðan hér snýst um Icesave og (hjá okkur og ÓmBjKrjs) um "gerðardóminn", sem ég rökstuddi að væri í raun ótækur sem gerðardómur. Gerðardómar (ef þú veizt það ekki) eru einungis skipaðir, þegar málsaðilar koma sér saman um að skipa hann (það eru nokkrir dagar síðan Reimar Pétursson hrl. minnti mig og aðra í Samstöðu á þessa staðreynd). Svo var ekki í þessu tilviki, nema þá í þeirri merkingu, að þetta hafi verið gerðardómur Breta og Hollendinga. Úrskurðurinn er ómartækur fyrir okkur og ekki sízt af þeirri ástæðu, að sjálfir "dómendurnir" kváðu upp úr með, að þetta væri einungis þeirra eigin persónulega álit, ekki þeirra stofnana sem þeir komu frá, enda hefðu þær ekki tekið afstöðu til málsins.
Ég virðist þurfa að endurtaka þetta, eins og þú hafir snögglega orðið ólæs á parti eða hætt í miðjum klíðum að lesa fyrra innlegg mitt um þetta.
"Og naumast virðist þú hafa fylgzt með þessu máli að neinu gagni, Svanur!" er ekki "ad hominem-villa," heldur aths. mín um sýnilega þekkingu þína eða öllu heldur þekkingarskort á mikilvægum þáttum málsins.
Svo reynirðu að gera þér hlutina hægari með því að þegja um sannleikann. Ómar Bjarki sagði miklu meira um gerðardóminn en þú lætur í veðri vaka og vitnar í í þessu innleggi þínu kl. 13.07. Hann tengir þau orð sín líka EFTA, rangtúlkar og gerir feiknmikið úr og gefur í skyn, að við ættum gjörtapað mál, m.a. af því að gerðardómurinn hafi farið með rétt mál, og þó er ein stofnunin, sem átti fulltrúa í honum, þ.e. framkvæmdastjórn ESB, í millitíðinni búin að gefa um það skýra yfirlýsingu, að engin ríkisábyrgð hafi verið á bönkum á EES-svæðinu, sjá þessar greinar á vef Þjóðarheiðurs: Framkvæmdastjórn ESB viðurkennir að EES-ríki beri EKKI ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram það sem innstæðutryggingasjóðir geta greitt! (28. júlí sl.) og hér: Svör fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB við spurningum ABC Nyheter – hér kom í ljós, að í reglugerð ESB er ENGIN RÍKISTRYGGING innistæðu-tryggingasjóðanna! (3.8. 2010).
Vituð ér enn eða hvat, Svanr á báru og Ómarr Bjarki?
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 14:43
Það var dómur haustið 2008. Gerðadómur. Ísland drósig frá dóminum og sjallar treysstu sér ekki til að taka til varna.
Það ætti ekki að koma neinu á óvart að Ísland dróg sig frá þessum svokallað "gerðardómi" þegar þeir sáu í hvað stefndi, þ.e. að þetta voru nokkrir einstaklingar sem höfðu fengið skipanir um að dæma "rétt" í málinu, ekki var mikill undirbúningur fyrir mál af þessari stærðargráðu er það, allavegana telst 1 dagur ekki mikill tími, einnig er komið í ljós að þessi gerðardómur hafði rangt fyrir sér því það hefur komið hver á eftir öðrum í ESB, EFTA .... og svo framveigis sem segja það að það er ekki ríkisábyrgð á innistæðum, meðal annars maðurinn sem vinnur við að hanna þessar tilskipanir sem um er talað.
Svo Svanur, það sem Helga segir að við Íslendingar fengum ekki að leita réttar okkar stendur ennþá og er staðreynd, því það var ekkert réttlátt við þenna svokallað "gerðardóm".
Halldór Björgvin Jóhannsson, 15.3.2011 kl. 14:51
þýðir ekkert að láta svona. þetta stendur allt eftir sem áður. Ísland (sem þá var undir forystu sjalla) fór fram á Gerðadóm og fékk það. þegar mótpartar féllust á allar kröfur íslands þar að lútandi þá - nei! Bara best að draga sig bara frá honum. (Og allskyns eftirá útskýringar hafa komið á því sem eru útí hött.)
Dómurinn kom samt saman og niðurstaðan ein og ótvíræð og óþarfi að lýsa nánar.
Nú, eins og áður er rakið kom fulltrúi frá EFTA ekki að þessu vegna þess að ísland dró sig frá og ísland átti að tilnefna EFTA fulltrúa.
Hvernig heldur fólk að Gerðadómur sé? Hann er svona uppbyggður. það e rökrétt að fulltrúar séu lagasérfræðingar frá EU,EES og EFTA. Ísland vildi ekki dóm er á reyndi.
Síðan var það soldið svona ,,vörn" að EFTA hefði ekki sagt neitt um efnið formlega og eðli máls samkv. skiptir það ísland talsverðu þar sem þeir eru í EFTA. þá kemur þetta áminningabréf þar sem allt var í línu við það er ég var margbúinn að segja fólki. Margbúinn. (Við takmarkaða hrifningu)
Málið er nefnilega að erlendis er litið á laga og reglugerðarhlið íslandsmálsins sem nokkuð augljósa.
Dírektíf 94/19 impósar það sem kallað er á evrópuleveli ,,obligation of result" á ríki. Að skuldbindingin í dírektífinu snýr að því að aðilar að máli fái bætur. Og ennfremur er dírektífið þannig að það ,,confer rights on individuals".
Þegar menn sjá þetta - sjá þeir jafnframt bara í hendi sér að ríki eru skuldbundin þessu viðvíkjandi. Skuldbundin til að sjá til að aðilar að máli fái umræddan rétt. það er bara þannig. Skuldbindingin í dírektífi snýr eigi að því að koma upp nánast tómum sjóði. Það er hugsanavilla.
Þar að auki ef litið er augnablik af þessu atriði - þá blasir við hyldýpis spunga eftir gróflegt brot á Jafnræðisprinsippinu. Afar gróft brot á Jafnræðisreglunni.
Sérfræðingar í evrópu sjá bara undireins í hendiu sér ef litið er á eðli og efni máls: Ríki ábyrg.
Enda sýnir bókstaflega allt það.
1. Gerðadómur.
2. Álit ESA.
3. Dómur í máli 222/02 fyrir ECJ.
þegar þetta er haft í huga þá er ekkert svo fjarri lagi að nánast 100% öruggt er að EFTA Court dæmir samningsbrot. En ok. ef menn vilja fara varlegar, að það sé afskaplega líklegt. Eða nei! Heyrðu, já það er bara mjög líklegt að EFTA Court sjái allt í einu að 2-4 lagasnillar uppá íslandi hafi fundið upp mikið brillíant í evrópulögum og öll hefðbundin túlkun evrópulaga só far hafi bara verið misskilningur! Já, þetta er bara mjöög líklegt!
þetta með hann Barníer vin okkar sem einhvrjir eru að vitna í, að þá sagðist hann vera sammála áliti og lagalegu uppleggi ESA. Hann sagði það nefnilega gæjinn Sagðist vera sammála.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2011 kl. 15:51
Ómar Bjarki lætur seint af því að vera málsvari ráðamanna í Bretlandi og Hollandi, manna sem í lýðsskrums-skyni beittu sér gegn Íslandi og gerðu á okkur efnahagsárás með miklum skaðsemdaráhrifum í krafti hryðjuverkalaga sinna. (Með endemum hvað Sigrún Davíðsdóttir stóð sig illa í viðtalinu við Darling um daginn; en það viðtal hefur verið sérpantað for the occasion, þ.e. 9. apríl! Ekki minnti hún hann á Lehman Brothers, sem Bretar gengu EKKI að!)
Ómar ætti eiginlega heimtingu á því að fá lögskráningu sem jarðýta í Bretavinnu.
Oft á hann erfitt með að hugsa á íslenzku; textinn sóðalegur.
Svo svarar hann ekki rökum mínum um eðli gerðardóms og um
prívatálitið
sem einungis var í niðurstöðunni fólgið.Við gætum kallað það röksemdasniðgöngu hjá Ómari.
Br.+H. eru ekkert að byggja á þessum gervigerðardómi, en fullorðinn strákur utan í Seyðisfirði gerir það; mikil frétt.
Hann brjálar tilskipun 94/19/EC og talar gegn framkvæmdastjórn ESB.
Hann veðjar alltaf á dóm um samningsbrot í EFTA-dómstóli, þó að lagasérfræðingar séu alls ekkert vissir um það og telji hitt allt eins mögulegt.
Þar að auki er sá dómur ekki aðfararhæfur; ekki minnist hann á það.
Ennfremur kveður EFTA-dómstóllinn ekki upp neinn úrskurð um sekt né sektarfjárhæð, hvað þá vexti.
Ómar felur það eins og mest hann má, að þetta mál yrði á endanum í höndum íslenzkra dómstóla, sem dæma eftir íslenzkum lögum – ekki enskum, eins og Icesave-III-svikasamningurinn gengur út á (og felur í sér fullveldisframsal á þessu sviði, m.a. með stórri hættu fyrir eignir ríkisins).
Og aldrei myndi ísl. dómstóll ganga gegn því ákvæði í lögum nr. 98/1999 um innistæðutryggingar (sem byggður er á 94/19/EC), að ævinlega megi Tryggingasjóðurinn borga bætur til innstæðueigenda í ÍSL. KRÓNUM, þó að til reikninga þeirra hafi verið stofnað í erlendum gjaldeyri.
Sem betur fer er framhald þessa máls í höndum þjóðarinnar, ekki annarlega hugsandi manna eins og Ómars Bjarka Kristjánssonar.
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 17:05
Ps. já ok. það er reyndar ekki svo, eins og mætti lesa úr mínu erindi, að EFTA hafi ekkert komið að Gerðdómi. Það áttu að vera 2 frá EFTA og ísland átti að tilnefna annan. Per Andreas Bjørgan var í Gerðadómi og hann er EFTA tengdur.
En ok, bottom læn: það er enginn sem tekur undir sjónarmið 2-4 lagasnilla hérna uppi. Enginn.
Þetta mál er ekki þess eðlis að íslensingar geti bara dæmt um einir og þá ,,réttan dóm" sennilega.
Það sem Gerðadómur setur fram og kemur svo enn betur fram í áliti ESA, er bara hefðbundin túlkun erópulaga.
Vandamálið við túlkun 2-4 lagasnilla hérna ui er, að hún gengur gegn hefðbundinni og áratugalangri hefbundinni túlkun evrópuaga sem löngur er fastmótuð. það er aðalvandamálið.
Að það er eins menn séu að fara fram að hefðbundinni túlkun evópulaga verði bara gjörbreytt si sona. Og þá vegna þess að einhverjir íslenskir Lagatækar og Formgallasérfræðingar ásamt Orðhengilsfræðingum hemti það.
þessvegna, kalt mat, ísjökulkalt mat: EFTA Court mun dæma samningsbrot. Eg held td. að Lárus Blöndal og Stefán Már viti það alveg nú orðið eftir að hafa kynnt sér málið betur. Kannski hafa þeir alltaf vitað það.
Og þegar EFTA Court er búið að segja samningsbrot er alveg ljóst í hverju það felst.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2011 kl. 17:24
Bla bla bla, orðhenglar hvað?! Sjálfur ertu flæktur í eigin orð.
Og samningsbrot hvað? Þú svarar engu af mótrökum mínum um það.
Framkvæmdastjórn ESB er nú þegar búin að HAFNA þessu persónulega áliti dómara við þennan hraðsuðu-gervi-gerðardóm.
Ég skal stafa það fyrir þig, úr fyrri tenglinum sem ég gaf hér upp: Framkvæmdastjórn ESB viðurkennir að EES-ríki beri EKKI ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram það sem innstæðutryggingasjóðir geta greitt! (28. júlí sl., en hér vantar alla tenglana, sem þar eru margir, þeir eru þó hér!):
Fréttin 'Bera ekki ábyrgð á innstæðum' upplýsir, að framkvæmdastjórn ESB telur að ríki á EES-svæðinu beri EKKI ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram greiðslugetu innstæðutryggingasjóða". Þar er hún á ÖNDVERÐUM MEIÐI við ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) sem í umdeildu áliti sínu taldi að slík ábyrgð væri í gildi!
Þetta er stórfrétt, sem vonandi fer ekki fram hjá neinum. Þetta er fullkomin játning á því, að íslenzka ríkið ber í raun enga ábyrgð á Icesave-innistæðum í Landsbankanum.
Framkvæmdastjórnin var þarna að svara norska vefmiðilinum ABC Nyheder. Í svarinu kemur fram, að "tilskipun ESB um innstæðutryggingar segi skýrt að bankarnir verði að fjármagna innstæðutryggingakerfið að stærstum hluta" (Mbl.is).
En ekki ætlar þó Evrópusambandið að láta sig í vörn fyrir Breta og Hollendinga í málinu. Skoðum hér "gagnrökin" gegn því að láta Ísland njóta þess sannmælis, sem sjálf tilskipun ESB frá 1994 átti að tryggja okkur:
Staðan sögð önnur á Íslandi
Í tilviki Íslands er framkvæmdastjórnin þó á sömu skoðun og ESA og telur að íslenska ríkinu beri að greiða innstæður á Icesave reikningum í Hollandi og Bretlandi. Tvær ástæður séu fyrir því.
Annars vegar hafi útfærslan á íslenska innstæðutryggingasjóðnum ekki uppfyllt skilyrði tilskipunarinnar um innstæðutryggingar. Hins vegar verði að horfa til þess að íslenskir innstæðueigendur fengu sínar innstæður tryggðar að fullu ólíkt hollenskum og breskum innstæðueigendum. Það hafi brotið gegn jafnræðisreglunni.
Þetta er það, sem við er að kljást í deilunni. En Stefán Már Stefánsson prófessor í lögum og sérfræðingur Evrópurétti, hefur ásamt Lárusi L. Blöndal hrl. og Sigurði Líndal lagaprófessor fært fram skýr og afgerandi rök gegn síðustu fullyrðingunni í klausunni hér á undan. Hvað fyrri fullyrðinguna varðar, um "útfærsuna á íslenzka tryggingasjóðnum" og að þar hafi ekki verið "uppfyllt skilyrði tilskipunarinnar um innstæðutryggingar," þá er það ekki skýrt frekar í fréttinni. En staðreyndin er sú, að brezku Icesave-reikningarnir voru ekki aðeins með lágmarkstryggingu í TIF, Tryggingasjóði innstæðuegenda og fjárfesta, hér heima á Íslandi, heldur einnig með miklu meiri tryggingu í brezka tryggingasjóðnum FSCS. Þetta hefur þegar verið staðfest í bréfum frá brezka fjármálaeftirlitinu, FSA, og að Icesave-reikningarnir voru þar með hámarkstryggingu. Hefur verið um þetta ritað hér á vefsetri Þjóðarheiðurs (leitið t.d. að FSCS í leitartækinu hér ofarlega í vinstra dálki! Ennfremur hefur Loftur Þorsteinsson fjallað ýtarlega um þetta mál í greinum í Morgunblaðinu og á vefsíðu sinni. Væntanega verður rætt um þetta í innleggjum hér fyrir neðan nú í dag.)
Hér er reyndar fréttin sjálf í ABC Nyheter: EUs bankgaranti-direktiv – Icesave kan utløse dramatisk bank-strid for EU. Fréttina skrifar norski blaðamaðurinn Thomas Vermes, sem hefur fylgzt mjög vel með þessum málum, var m.a. með afar ýtarlegt og gagnlegt viðtal við framkvæmdastjóra norska tryggingasjóðinn, Arne Hyttnes (sjá hér: Staten har ikke ansvar for bankinnskudd – ríkið ber ekki ábyrgð á bankainnistæðum, segir forstjóri norska tryggingasjóðsins!).
Það er margt afar athyglisvert í þessari ABC Nyheter-frétt, sem er vert að setja hér "á blað" og verður gert hér í annarri bloggfærslu í dag.
Svo er þarna athyglisverð klausa í lok Mbl.is-fréttarinnar:
Á vefnum Euobserver er fullyrt, að á leiðtogafundi Evrópusambandsins í júní hafi komið fram, að Icesave-málið svonefnda væri sameiginlegt mál alls sambandsins þótt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi lýst því yfir, að málið sé eingöngu á milli Íslands annarsvegar og Breta og Hollendinga hins vegar.
Tengsl Icesave-málsins og ESB eru þannig enn einu sinni að staðfestast!"
(Endir vefgreinar.)
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 18:20
Já, og varðandi það hvernig allt, bókstaflega allt, bendir laga og reglugerðarlga til að EFTA Court segi: Samingbrot. Má nefna auk liðanna 3. sem farið er í að ofan:
1. Gerðadómur.
2. Álit ESA.
3. Dómur í máli 222/02 fyrir ECJ.
þá má nefna orð Barníers vins okkar sem í raun stafaði fram aðalatriði máls í bréfi til Nyheder. (Þó því hafi öllu verið snúið öllu á haus og lesið afturá bak í umfjöllun hérna uppi)
4. ,,The Commission shares the legal analysis of the ESA regarding the interpretation of the Deposit Guarantee Schemes Directive in the case of Iceland. The Commission considers that in the specific case of Iceland the liability of the Icelandic State for the reimbursement due by the Icelandic Deposit Guarantee Scheme to the EU depositors stems from the defective implementation of the Directive in Iceland. The capacity of the scheme was not proportionate in relation to the size and risks posed by the Icelandic banking sector. In addition, the failure to reimburse EU depositors represented a discriminatory treatment in relation to Icelandic depositors who were fully covered and thus did not suffer any loss as a result of the bank collapse. "
Þetta er bara ekkert flókið neitt. Sáraeinfalt, þ.e. ef maður er bara sæmilega þokkalega að sér í evrópulögum og skaðabótateoríu evrópulaga.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2011 kl. 18:39
Þú ættir nú í 1. lagi að gefa upp skýra heimild, ÓBK.
Í 2. lagi þarftu að kynna þér þetta rækilega: "ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands" um tryggingasjóð innistæðueigenda. Heimilda er getið þar á síðunni og á tenglaverki þar.
En þú ert vís með að koma til baka jafn-blankur í hausnum og fyrr.
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 21:14
Gerðardómur er ekki dómstóll, íslendingar sögðu sig frá honum þegar það var ljóst að dómurinn átti að fara yfir og dæma í málinu á einum sólarhring.
Ekki einu sinni stöðumælasekt er afgreidd á svona hraða fyrir dómi og ljóst að niðurstaðan var fyrirfram ákveðin.
Íslendingar sögðu sig frá gerðardómnum og mættu ekki til að flytja sitt mál og ekki nokkur sæmilega gefinn maður lætur sér detta í hug að það sé eitthvað að marka svona bull.
Gengisáhættan felst í því að það veit ekki nokkur maður hvernig þetta lánasafn þrotabúsins er, þ.e. annar en slitastjórn bankans.
Ekki einu sinni ríkið, sem á að ábyrgjast þetta safn fær að sjá það.
En jafnvel þótt svo lánasafnið dygði fyrir öllum höfuðstólnum, þá stendur vaxtakostnaðurinn eftir og hann greiðist allur úr ríkisjóði og ekki króna úr þrotabúinu.
Gengisáhættan er veruleg, og ríkisábyrgðin er ótakmörkuð og öll áhættan okkar megin.
Svona myndi enginn haga sér með heimilisbókhaldið, og svona á enginn að haga sér í vinnunni.
Sigurður (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 21:48
Skemmtilegar umræður hérna.
Nafni minn Kristjánsson, þar sem þið Seyðfirðingar hafið hýst Sýslumann svo lengi sem ég man, og líklegast lengur, þá veistu að í den þá voru þeir ekki bara yfirmenn lögreglunnar, þeir felldu dóma líka, aðallega yfir fyllirísbrotum heimamanna vegna auðvelds aðgengis þeirra að áfengi (eina áfengisverslun á Austurlandi í áratugi).
Í þessari fullyrðingu minni er bæði sannleikur, kryddaður með bulli, líkt og allt sem kemur fram hér hjá þér að ofan. Það er ekki bara að Framkvæmdarstjórn ESB, sem þú kallar Barnier, hefur lýst yfir að ekki sé ríkisábyrgð á tryggingasjóðum , heldur hefur þetta komið fram hjá öllum lögfræðingum sem um málið hafa fjallað. Öllum nema þessum embættismönnum sem sátu í gerðadómnum fræga sem rétt var búinn að setja þjóðir Evrópusambandsins á hausinn því þeir áttuðu sig ekki á því að ef túlkun þeirra var rétt, þá var skuldabyrði annarra Evrópulanda það há, að öll ríkisskuldabréf þeirra höfðu lent í ruslflokk um leið líkt og er að henda Íra í dag, sem sjálfviljugir lýstu yfir þessari ábyrgð, og þá aðeins á nokkra af stærstu bönkum landsins.
Nafni, þegar ég fullyrði allir, þá er mjög auðvelt fyrir þig að afsanna fullyrðingu mína með því að vitna í greinargerð lögfræðinga þar sem öðru er haldið fram. Og þá er ég að tala um lögfræðinga, ekki keypt leiguþý sem ljúga fyrir pening. Komdu með dæmi nafni ef þú getur.
Þú vitnar í Barnier þar sem hann heldur því fram að Ísland sé í ábyrgð. Og ert svo innilega heimskur að halda að það sanni mál þitt um ríkisábyrgð. Veistu hvað orðið "consider" þýðir???? Ég veit það þó ég tali ekki útlensku, það þýðir í þessari merkingu, "að álíta". Framkvæmdarstjórnin álítur að Ísland sé í ábyrgð og þá vegna ákveðinna brota eða vanefnda.
Ég skal endurtaka þetta nafni, Framkvæmdarstjórnin álítur, hún vitnar ekki í skýr lög, hún álítur. Og þó þetta sé góðir og gegnir menn allt saman, þá eru þeir ekki Sýslumaðurinn á Seyðisfirði í den, þeir fara ekki með dómsvald, heldur eru þeir annar aðili málsins. Það er dómsstóla að skera úr um álitamá, ekki embættismanna sem halda því fram sem hentar þeim í hvað og hvað skiptið.l
Og það þarf ekki að taka fram að þetta álit hefur verið hrakið lið fyrir lið. Og það var Framkvæmdarstjórnin ásamt ESA sem áttu að bera ábyrgð á að Íslensk stjórnvöld innleiddu tryggingasjóðinn á réttan hátt. Og láta vita af því strax samkvæmt skýrum lagatexta EES samningsins. Hver heilvita maður, og líklegast allflestir með skert vit átta sig á að ef dómur fellur gegn Íslandi, þá er ljóst að landið var í góðri trú með framkvæmd sína, og því er um bullandi skaðabótaskyldu og refsiverða háttsemi bæði ESA og Framkvæmdarstjórnar ESB að hafa látið þessa góðu trú standa fram að falli bankanna.
ESA og ESB á allt sitt undir að dómsstólar dæmi eftir skýrum lögum í þessu máli. Og dæmi Íslensk stjórnvöld saklaus af þessum órökstudda áburði.
Og allir, líka þeir sem eru skertir af viti, vita að það eru dómsstólar sem skera úr um deiluefni, ekki málsaðilar sem eiga hagsmuna að gæta.
Og að lokum þetta nafni, þú kemur ennþá með dóminn hans Palla gegn þýska ríkinu sem fjallaði um vanefndir þýska ríkisins við að uppfylla skyldur sínar, ekki um ríkisábyrgð. Það er marg búið að benda þér á þessa staðreynd, samt dúkkar þú aftur og aftur upp með hana, í trausti þess að fólk þekki ekki til.
Hvað gengur þér til að nota lygar til að réttlæta stuðning þinn við löglausar kröfur breta??? Þú hlýtur að átta þig á því að liggur ekki fyrir dómur um þessa ríkisábyrgð, því það hefur aldrei reynt á hana fyrr.
Og fyrst að þú hefur getað stautað þig í gegnum breska áróðursálitið þá ættir þú að þekkja til þessarar grundvallarstaðreyndar málsins, ef ESA fer með málið fyrir dóm, þá er um grunndóm að ræða, fordæmisgefandi dóm, dóm sem hefur ekki verið dæmdur áður.
Að halda öðru fram er bull.
Og hættu nú þessu bulli einu sinni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.3.2011 kl. 22:50
Blessuð Helga.
Ég sá hér að ofan eftir spurningar Ólafs að það kom ekki skýrt fram í hverju þessi gengisáhætta er fólgin. Ólafur benti á að eignirnar væru líka í erlendri mynt. Þess vegna ætla ég að leyfa mér að peista klausu úr áliti Gamma greiningu sem fjárlaganefnd Alþingis fékk til að meta samninginn.
Það er þessi festing við ákveðna krónutölu á meðan fjárkúgun breta er í pundum, sem skapar þessa gengisáhættu. Fjárkúgunin er því ávísun á gjaldeyrishöft, launafrystingu, innflutningshöft ef viðskiptakjör versna og svo framvegis. Því krónan verður ekki lengur virk sem mælieining á kaupmátt þjóðarbúsins.
Loks þetta með hið skelfilega ESA álit sem hefur tekið við af Grýlu, þá var grein þeirra Stefáns og Lárusar birt á vef Þjóðarheiðurs núna fyrir skömmu þar sem þeir félagar hrekja hverja einustu röksemd ESA á þann hátt að vörn stofnunarinnar er engin.
Vegna þess að lögmenn ESA nota rangar tilvísanir í lagatexta, og vitna í dóma sem koma málinu ekkert við.
Eða með öðrum orðum, þeir ljúga. Og lygarar vinna ekki mál fyrir dómi. Ekki ef þeir ljúga til um innihald laga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.3.2011 kl. 23:07
Frjálsar handfæraveiðar leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda
Íslendinga, ekki nýjar lántökur!
Aðalsteinn Agnarsson, 16.3.2011 kl. 00:01
Eg skil.
það á sem sagt að fara fyrir dóm sem dæmir að Ísland beri enga ábyrgð.
Og meina - hvar ætlar fólk að finna svoleiðis dómsstól? Augljóslega ekki í Evrópu. það er ómögulegt. Sem sést best á ómöguleika Gerðardóms, Áminningarbréfi ESA, dómi ECJ í máli 222/02 og það sem vinur okkar Barníer stafaði fram. Allt ómögulegt.
Allt ofantalið er ómögulegt og þá vegna þess einna helst, skilst manni, að ,,staða okkar er svo lagalega sterk".
það er ekiki heil brú í þessu. Bara sorrý.
það sem fólk sumt er að líta alveg framhjá og eins og fæst ekki til að viðurkenna eða horfast íaugu við er, að laga og reglugerðarlega hefur staða íslands verið afar veik og nánast engin frá upphafi. það er dálítið mikið augljóst að Ísland er í bresti varðandi EES Samninginn. þar er alveg nóg að horfa á mismunina, ef hitt vefst eitthvað fyrir fólki. Fólk hlýtur nú að sjá mismunina, býst eg við.
Í upphafi þegar íslendingar komu fram með ,,lagaleg óvissa" kenninguna - þá kom það öllum erlendis mjög á óvart. það sá enginn þessa ,,lagalegu ósvissu". Ekkert af 27 ríkjum EES sá hina minnstu lagalegu óvissu.
þegar Gerðardómur var til umræðu, þá samþykkti Mattísen Gerðadóminn og fyrirkomulag hans. Síðan þegar sérfræðingar fóru að hugsa málið hérna uppi, þá var eindregið varað við því og ráðlagt að draga þetta einhvernvegin til baka. það var samt talsvert mál, því þegar ráðherra samþykkir svona, samþykkir að setja mál í Grðardóm - þá er ekkert grín að koma bara daginn eftir og: Ah heyrðu, nei við erum hættir við!
Er soldið sorglegt allt saman. Ósköp leiðinlegt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2011 kl. 01:33
Skringilegur tjáningarmáti hjá þér, Ómar Bjarki.
Ekki hefurðu nú svarað rökum nafna þíns ennþá.
Af hverju heldurðu alltaf með óvinum okkar?
Af hverju ræðstu á Árna Mathiesen, en ekki gervidómarana sem kváðu upp rangan úrskurð (sbr. ofar)?
Af hverju svararðu mér ekki, þar sem ég benti á, að "ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands" um tryggingasjóð innistæðueigenda?
Fyrir hvern ertu að þessu? ... áttu kærustu sem er einn af bossunum í Brussel?!
Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 02:03
Blessaður nafni.
Oftast hefur þú haft vit á að gufa upp þegar þú ert spurður beint út um rök þín, en stundum heldur þú áfram, og þá með "sorrý" innslag þitt. Innslag þar sem þú hreinlega bullar, svarar ekki efnislega neinu, endurtekur sömu síbyljuna.
Og neyðir mann til að flengja þig kallanginn.
Nafni, allir sem eru læsir, og lásu það sem ég skrifaði hér að ofan, þeir tóku eftir því að ég gaf þér kost á að standa fyrir máli þínu. Að fyrst að þú slærð þessu fram:
"Vandamálið við túlkun 2-4 lagasnilla hérna ui er, að hún gengur gegn hefðbundinni og áratugalangri hefbundinni túlkun evrópuaga sem löngur er fastmótuð."
að þá hlytir þú að eiga tilvísun í lögfræðinga, hundruð lögfræðinga, og greinargerðir þeirra þar sem snilligáfa þessara 2-4 lagasnilla er afhjúpuð, sérstaklega í ljósi áratugalangra hefðbundinnar túlkunar Evrópulaga sem löngu er fastmótuð.
Og af hópværð minni og vorkunnsemi þá ætlaði ég að láta það nægja að þú kæmir með eitt dæmi. Og nafni, "sorrý" er ekki dæmi, því hvorki er það lögmaður eða rökstutt lagaálit.
Læst fólk tók líka eftir því að ég benti þér á að þú afhjúpaðir sjálfan þig þegar þú tókst málsgrein með "consider" sem dæmi um þessa fordæmalausa ríkisábyrgð þar sem tilvísun í brot eða meintar vanefndir eru skoðanir, ekki lagatexti eða dómur. Og jafnvel einföldustu bjánabelgir átta sig á því að það væru engir dómsstólar ef annar málsaðili gæti gert út um deilumál með því að "telja eitthvað".
"Herra sýslumaður, þó lögreglan leið fram tíu vitni, þar á meðal sig sjálfa, sem sáu mig brjóta upp glugga á Átvr þá er það ljóst að ég "consider" að þetta var ekki ég, ég "consider" að þetta hafi verið Marsbúi í dularferfi, ég var suður í Reykjavík þennan dag eða það minnir mig. Þar að auki "consider" ég að ríkið megi ekki meina þyrstu fólki aðgang að áfengi með því að læsa dyr".
Nafni, hvað ætli Sýslumaðurinn hafi hlegið oft að svona "consider" rökum og dæmt menn í grjótið fyrir húsbrot og fyllerí????
En áfram með smérið, þú mátt svo sem eiga að þú játar rökleysu þína og haldleysi fullyrðinga þinna (þó ertu vanur að sleppa að minnast á dóminn hans Palla á þessu stigi) þegar þú bendir á hið augljósa: "Og meina - hvar ætlar fólk að finna svoleiðis dómsstól? Augljóslega ekki í Evrópu. ".
Einmitt það finnst ekki dómsstóll sem dæmir ekki eftir lögum, þeir gera það allir.
Og önnur skýring, betri, er ekki til á því að þessi deila hefur ekki fyrir löngu verið afgreidd af dómsstólum. Hvorki ESB né bretar hafa þorað með lögleysu sína og fjárkúgun fyrir dóm. Og þar sem leppar þeirra eru við stjórnvölin þá hefur íslenska ríkisstjórnin ekki heldur varist á þann hátt sem siðuð stjórnvöld gera.
Þau hafa ekki vísað deilunni í dóm.
Því það tæki hann 5 mínútur að úrskurða kröfuna löglausa og heila dag að skrifa niður sektina sem breta og ESB fengu fyrir kúgun sína og lögleysu.
Eða hafið þið ekki frétt það í einangruninni þarna norður frá að sá sem consider eitthvað og heldur síðan með þetta consider, er kallaður handrukkari eða fjárkúgari, og jafnvel Sýslumaðurinn á Seyðisfirði áleit það alvarlegan glæp þegar menn lömdu náungann vegna meintrar áfengisskuldar.
"Er soldið sorglegt allt saman. Ósköp leiðinlegt."
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.3.2011 kl. 06:57
Eg veit ekki hvar á að finna dómsstól til að dæma ísland í ábyrgðarleysi. Það væri þá einna helst að láta Nonna sjoppunni hérna niðrí bæ dæma umþetta. Einna helst. Þá er alveg óvíst að hvaða niðurstöðu hann kems kallinn.
Augljóslega er ekki hægt að taka nokkurt mark á evrópu þessu viðvíkjandi. 27 ríki EES eru td. ómarktæk vegna þess að þau skilja ekki lögin. Enda sennilega ladráðaríki mestanpart. Og allir íbúar þess að megninu til landráðamenn.
Lykilorð varðandi lagaleg og reglugerðahlið málsins er, Gerðadómur, Álit ESA. þetta ber allt að sama brunni. Og þar er hægt að hafa sterklega til hliðsjónar dóm EJC 222/02 og orð vinar okkr Barníers.
þetta ber allt að sama brunni.
Og þar ber sérstaklega að hafa í huga, að þær laga og reglugerðaútleggingar eru hefðbundin túlkun evrópulaga og 2-4 lagasnillar hérna uppi, hefur ekki tekist á tæpum 3 árum að finna nokkur dómafordæmi sem bakka upp kenningar þeirra. því miður.
það er eins og menn ekki skilið að álit ESA hafnar alfarið og algjörlega orðhengils, formgalla og lagatæknihefð 2-4 lagasnilla hérna uppi. Hafnar alfarið, algjörlega. Í öllum liðum og öllum atriðum. Með tilvísun í hefbundana túlkun og dómaframkvæmd samkv. evrópulögum.
Menn geta alveg áttð sig á hve útlegging 2-4 lagasnillanna hérna uppi var fráleit með því að athuga hvert var í raunlegni vel megin punkturinn hjá þeim. Hann var að aðfarargrein 24 segði að ríki yrðu ekki ábyrgt.
það er varla nokkur maður sem nefnir þann punkt lengur. Álit manna útfrá þeim punkti byggðist á neyðarlegum van- og misskilningi.
ESA td. utskýrir afar vel hvað klausa 24 er að segja. Og þá er eins og þeir Lárus verði hálf fúlir. Eru eins og mjög undrandi á því að ESA skuli gera þá klausu að umræðuefni! Klausu sem var meginpunktur þeirra í upphaflegri útleggingu á ,,lagalegri óvissu".
Jaá, ég hugsa nefnilega að Lárus Blöndal hafi fengið ókeypis kennslu í evrópulögum þegar hann þóttist vera í einhverri samninganefnd. Hefur ekkert verið nein samninganefnd. Hann hefur verið að sækja nákskeið í evrópulögum og skaðabótateoríu ríkja samv. evrópulögum þarna úti.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2011 kl. 09:34
Góður pistill hjá þér Helga og góð innlegg frá flestum. Í fréttum í morgun kom fram að vísitala erlendis hefði snarlækkað vegna ástandsins í Japan og í kjölfarið eignasafn Landsbankans lækkað um 4-6%. Þetta þýðir hækkun á skuldbindingu ríkisins á þessari ólögvörðu kröfu uppá 60 milljarða. Og á eftir að hækka enn meir. Skyldi samninganefndinn hafa beina útsendingu í dag til að greina þjóðinni frá þessu....?????? Það er bara með ólíkindum að við sem teljum okkur mentaða þjóð og vel upplýsta og komin af víkingum að hér skuli vera til fólk sem tilbúið er að samþykkja þessa kúgun. Ef þessi þorlausa, ótrausta ríksistjórn hefði setið í landhelgisdeilu okkar við Breta á seinustu öld, væri alveg klárt mál að við værum ennþá með 12 mílna landhelgi. Þar töluðu menn af hugrekki og létu ekki hræða sig til hlýðni. Nei þýðir nei.
Kveðja.
Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 11:23
Jæja blessaður nafni, þú ert þá kominn úr sorrý fasanum.
Þrátt fyrir ítarlega leit í gagnbanka þínum þá hefur þú ekki ennþá fundið lögfræðinga sem taka undir þessa skoðun þína og ESA. Þó gaf ég þér sjálfdæmi.
Þú getur bullað út í eitt með dómsstóla, þeir eru til, EFTA dómur, Evrópudómurinn, íslenskir dómsstólar, breskir dómsstólar. Þrátt fyrir að núna séu liðin rúm 2 ár frá því að þessi lagaágreiningur kom upp, þá hefur enginn málsaðili, hvorki ESB, bretar eða stuðningsmenn fjárkúgunarinnar í ríkisstjórn Íslands látið reyna á túlkun sína um ríkisábyrgð. Það er þeirra eina svar við þeim fullyrðingum að lögin kveði skýrt á um að ekki sé ríkisábyrgð á tryggingasjóðnum, að láta dómsstóla túlka lögin.
Það þarf ekkert að ræða lengur lagaálit ESA, það hélt hvorki vatni eða vindi. Þeir vitna eins og þú í ranga dóma, ranga lagatexta, og niðurstaða þeirra um ríkisábyrgð var endanlega tekin af lífi þegar framkvæmdarstjórn ESB benti þeim á bullið. Jafnvel þú hlýtur að þekkja muninn á að eitthvað sé regla, og þeirri undantekningu að vegna ákveðinnar hegðunar þá gildi hún um Ísland. Ef regla gildir þá væri ekki þessi klausa, "The Commission considers that in the specific case of Iceland the liability of the Icelandic State", sérstakt tilfelli, er ekki notað ef reglan er almenn. Efþað væri ríkisábyrgð, þá skipti engu máli hvernig Íslensk stjórnvöld höfðu tryggingasjóð sinn.
Og þó þú haldir því fram að aðeins 2-4 lagasnillar haldi þessu fram, þá er það svo að allir sem hafa fjallað um málið, hafa komist af sömu niðurstöðu. Þú vitnar endalaust í opinberan stuðning 27 ríkja við bresku fjárkúgunina, hvað rök eru það í málinu ef þeir geta ekki rökstutt stuðning sinn. Þegar norrænu ráðherrarnir hafa verið spurðir, þá hafa þeir allir sem einn bullað. Þeir hafa allir vísað í EES samninginn, svo heimskir að halda að það sé kveðið á um ríkisábyrgð á innlánum í þeim samningi. Og svo vitlausir að telja að til sé samningur sem geti gert þjóðríki þeirra gjaldþrota. Vita ekki að í EES samningnum er skýrt kveðið á um neyðarrétt EFTA ríkja við að bregðast við neyð, meðal annars neyð sem stafar af ófyrirséðum afleiðingum ef viðkomandi samningi.
Enda er ekki úr háum sess að detta fyrir þessi gáfumenni, þetta er liðið sem tók ritgerð Bandarísks háskólanema sem staðfestingu þess að Írakar áttu gereyðingarvopn á sínum tíma. Þetta lið étur vitleysuna upp úr hvoru öðru, enda búið að koma þjóðum Vesturlanda á kné, eyðileggja velmegun okkar og velferð.
Vitleysa er ekki rök þó margir haldi henni fram.
Lagasérfræðingar Evrópusambandsins taka ekki undir ruglið, til eru margar greinargerðir þar um. Og þeir eru að breyta reglunum þannig að innlánskerfið virki. Þeir vita eins og er að orð stjórnmálamanna eru einskis virði þegar kemur að því meta mál fyrir dómi. Ef það er ríkisábyrgð, þá þarf hún að vera skýrt orðuð, vera sett af löglegum stjórnvöldum, og halda, vera raunhæf, vera framkvæmanleg. Ríkisábyrgð á innlánum er ekki eitthvað sem er raunhæft því yfirskuldugar þjóðir Evrópu hafa ekki fjármagn til að borga hana út. Hún er því loforð út í loftið.
Þess vegna er talað um að stofna einn sjóð fyrir evrópska efnahagskerfið. Falli hann, þá er hvort sem er allt fallið.
Og nafni, þú móðgar ennþá staðreyndir með því að vitna í dóminn hans Palla. Hann er um að þýska ríkið hafi ekki uppfyllt skyldur sínar. Ekki um ríkisábyrgð. Það er ekki minnst á ríkisábyrgð í honum. Fattar þú ekki sjálfur hvað þú gerir lítið úr málflutningi þínum með því að vitna í rangan dóm. Fattar þú ekki að það er ekki til dómur um þessa ríkisábyrgð, aðeins skýr lagatexti um að hún sé ekki. Enda ríkisábyrgð höfuðóvinur fjórfrelsisins.
Fattarðu ekki að ESB er búið að afgreiða niðurstöðu gerðadómsins sem bull, og þann hluta ESA álitsins sem segir að tryggingasjóðirnir séu með ríkisábyrgð er þeir tæmast, með því að lýsa því opinberlega yfir að svo sé ekki.
Hvað er það eiginlega nafni sem þú fattar??? Hvar eiga rök þín stoð í staðreyndum???
Komdu með eitthvað lagaálit sem styður mál þitt og hnekkir áliti Framkvæmdarstjórnar ESB um að það sé ekki ríkisábyrgð á innlánum.
Orðið er laust nafni, en hættu að vitna í það sem þegar hefur verið hrakið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.3.2011 kl. 11:46
Þetta var enginn raunverulegur gerðardómur, Ómar Bjarki.
Þetta var ekki dómstóll, sem hefði neina lögsögu yfir okkur.
"I consider" merkir: "ég hygg, tel," jafnvel: "held" ...
Þú svarar því aldrei, að frkv.stjórn ESB hafnaði þessu áliti.
Þú reynir að þæfa hér áfram með sýndarsvör, sýndarrök.
Þú ert svo æstur, að þetta kemur allt bögglað út úr þér.
"athuga hvert var í raunlegni vel megin punkturinn hjá þeim"
(eitt skrítna dæmið af mörgum um rökræðustíl þinn).
Svo fimbulfambarðu, ferð úr einu í annað með tómt rugl.
Sem betur fer geta þessi sýndarsvör þín ekki haft nein þau áhrif að virka til að sannfæra einn né neinn. Þegar menn fræðast um staðreyndir og sannfærast um rök, eru þeir fegnir að skilja málið og taka sína afstöðu, – en enginn skilur þig.
Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 11:51
Svo var náttúrlega dáldið eftirtektarvert, á sínum tíma, að Barníer vinur okkar - hann var sammála ESA! Alveg sammála.
,,The Commission shares the legal analysis of the ESA"
Enda skilur maður nú varla teoríuna um að hin eða þessi stofnun útí henni evrópu og eða lagasérfræðinar þeirra stofnanna ættu að vera sammála túlkun 2-4 orðhengils, lagatækni og formgallaprófessora hérna uppi í fásinninu.
þ.e. þegar sagt er í hinu orðinu að sömu aðilar hafi konspírað varðandi Gerðadóm og samið eitt heljarinnar mikið kospíraplott varðandi álit ESA etc. - og að þeir séu þá hættir því núna eða?
Eg veit það ekki, en þetta meikar bara engan sens. Sorrý.
Enda alveg vitað að langflest 27 ríkja EES eru landráðaríki og íbúar þeirra mestanpart landráðamenn. Og að sjálfsögðu heldur bara konspírasíið áfram - enda Barníer vinur okkar alveg sammála lagalegu áliti ESA.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2011 kl. 12:14
Þér verður ekki kápan úr því klæðinu, Ómar Bjarki, að reyna að falsa hér, hvert álit framkvæmdastjórnar ESB hafi verið á því, hvort Íslendingar hafi brotið af sér gagnvart regluverki ESB. Úr því að þú sniðgengur enn að ganga til lags við rök, sem ég hef vísað í, skaltu lesa þetta:
"ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands" um tryggingasjóð innistæðueigenda
Steingrímur J. er á Icesave-buxunum – kannski þess vegna sem hann vanrækti að svara fráleitu áliti ESA fullum hálsi fyrir tilskilinn frest, 1. ágúst. En ÞETTA VERÐA ALLIR AÐ LESA, Egill í Brimborg skrifar:
"ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands
Ég vona að þeir félagar, Steingrímur og Gylfi, hafi bent ESA á þennan texta í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB sem hún sendi frá sér 24. febrúar 2009. Þar segir að Ísland hafi náð ásættanlegum árangri (svipað og meðaltal allra ESB landa) við innleiðingu regluverks ESB í samræmi við EES samninginn.
"In general, Iceland has a satisfactory track record in implementing its EEA obligations.
According to the EFTA Surveillance Authority (ESA), the percentage of internal market legislation introduced into national legislation as required by July 2009 is at the same level as the average for EU Member States. [...]""
Tilvitnun lýkur.
Þetta er bara upphafið að grein Egils. Lesið hana! Þarna er það afsannað, sem fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB hélt fram, að Íslendingar hafi ekki innfært tilskipun ESB nr. 94/19/EC um tryggingasjóði innistæðueigenda á réttan hátt. Þarna staðfestir ESB, að ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) hafi "reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands". Þurfa menn frekar vitnanna við?!
ALDREI hafði verið kvartað frá Evrópu yfir löggjöf okkar frá 1999, þar sem tilskipun ESB var innleidd, og frá stofnun Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) árið 2000, á grunni nefndra laga, var aldrei kvartað yfir því, hvernig hann inheimti iðgjöld sín frá bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum né yfir öðru í starfsemi TIF.
Framkvæmdastjón (e.k. ríkisstjórn) ESB stendur þannig uppi ber að skröki og í mótsögn við sjálfa sig, en við þökkum þó fyrir þessa fyrri viðurkenningu sannleikans, þótt hún sé frá 24. febrúar 2009!
Þarf ekki Steingrímur að hafa buxnaskipti sem fyrst?
Jón Valur Jensson.
Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 14:17
Jæja Nafni minn, áttir þú von á öðru, hingað til hefur ESB stutt bresku fjárkúgunina.
En hún er aðeins lítið brot af vanda ESB og rétt túlkun laga um innstæðutryggingu var þeim mikilvægari en fjárkúgunin, þess vegna tóku þeir skýrt fram að það er ekki ríkisábyrgð á innlánum.
Hvað þetta consider varðar, og legal greininguna, þá er það greining á specific case, og burtséð frá því hvort þeir hafa rétt fyrir sér eða ekki, þá er það dómsstóla að meta, þeir meta lögin og framkvæmd, bæði okkar og annarra, og þeir meta líka lögbundna eftirlitsskyldu ESB og ESA. Falli dómur gegn Íslandi, fyrir að vera í góðri trú með sína framkvæmd laga, þá fellur um leið dómur gegn þeim sem ábyrgðina báru á þessari góðu trú.
En dómur þarf að falla til að þeir sem halda fram specific broti hafi löglega kröfu í höndunum. Fram að því er aðeins um orð að ræða, orð sem gætu alveg verið að vegna ICEsave megi bretar nýta íslensk fiskimið næstu hundrað árin, eða það sé mismunun að breskir togarar megi ekki veiða í íslenskri landhelgi, eða ekkert land geti verið sjálfstætt nema íbúafjöldi nái ákveðnu lágmarki per fermílu, eða bara eitthvað.
Því ef menn vilja breyta orðum sínum í kröfu, þá þurfa þeir að láta dómsstóla dæma um hvort þau eigi sér stoð í lögum og reglu. Bretar fóru af stað með sínar kröfur, án þess að uppfylla þessa grunnreglu réttarríkisins, og þess vegna eru þeir fjárkúgarar, jafnvel þó allt sem þeir segðu væri rétt.
Og það að þeir skuli kjósa aðferðarfræði handrukkarans, segir allt sem segja þarf um hvað álit þeir hafa á "lagarökum" sínum. Þeir vita eins og er að þú ert ekki dómari Nafni, þeir geta ekki treyst á að þeir finni fleiri sem sem slá því fram að einhver sé sammála lagaáliti um að ríkisábyrgð sé á innlánum þegar hann tekur það skýrt fram í fyrsta lið yfirlýsingar sinnar að svo sé ekki.
Nafni, því miður fyrir breta, þú ert einstakur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.3.2011 kl. 14:25
Stofnanir sem komu að gerðadóminum voru:
,,The Director General of the Legal Service of the Council of the European Union, the Director General of the Legal Service of the European Commission, the President of the European Central Bank, the Secretary General of the European Free Trade Association and the President of the EFTA Surveillance Authority"
Persónurnar sem skrifa undir eru:
1. Per Andreas Bjørgan, Director at EFTA Surveillance Authority.
2. Patrick Hetsch, Director European Commission Legal Service.
3. Katja Würtz, legal counsel for the ECB.
4. Tim Middleton Sem eg er ekki alveg viss hver er - en hitt veit eg að þetta eru allt konspíarsíistar sem voru vondir við Mattísen okkar og sennilega eru þetta líka landráðamenn. Sennilega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2011 kl. 15:33
Þeir voru bara að gefa sitt persónulega álit, sættu þig við það.
Gervigerðardómurinn var ekki EFTA-dómstóll, og hann hafði ekkert yfirvald yfir okkur, enda var það tekið mjög skýrt fram í orðsendingu Árna Mathiesen fjármálaráðherra og hans manna. Þeir höfðu samt svo senmma sem þá mjög skýrar og góðar varnir tilbúnar fyrir Ísland í málinu, sjá hér um afstöðu Árna og sérfræðinga hans: Álitsgerð Íslands til framlagningar fyrir gerðardóm í nóv. 2008. – Ekki lagt fram (vegna þess að Ísland neitaði svo að taka þátt í þeim fjandsamlega gerðardómi).
Já, þeir sáu hvað verða vildi – að það var búið að ákveða að fórna Íslandi, láta okkur gjalda ágallanna á tryggingaumhverfi evrópskra banka.
Flestum Íslendingum, sem kynna sér þetta allt, er misboðið, en ekki útkjálkamanninum Ómari Bjarka, af því að hann þráir svo heitt að láta troða Íslandi í ESB. Og þó var einmitt það bandalag mjög meðvirkt og ábyrgt fyrir mörgu því, sem leiddi til þess, hve hrunið varð alvarlegt hér á landi. Lesið þetta:
Icesave-Vísisfréttir: ESB bótaskylt vegna tilskipunar 94/14/EC!
Einnig þetta:
Endurskoðunarskrifstofur og nýir staðlar þeirra á ábyrgð ESB ollu hruninu; Íslendingar saklausir, sbr. einnig hér: Alþjóðlegu endurskoðunarskrifstofu-risarnir bera þunga ábyrgð á kerfislægri orsök fjármálabólunnar sem sprakk, hér jafnvel fremur en erlendis.
Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 15:47
Nú, það sem gerist svo eftir að Mattísen samþykkir að setja málið í Gerardóm og láta umrædda lagasérfræðinga fjalla um lagalegu hliðina, þá dregur Ísland sig frá Gerðardómi og ætlar ekki að hlýta honum. þetta virðast þeir gera vegna ráðlegginga sérfræðnga úr kerfinu hérna uppi.
það er sko engu líkara en sumir í fararbroddi ísl. ráðamannahafi virkilega ekki séð alvarleg brot Íslands á EES Samningum þessu viðvíkjandi. Að þeir hafi td. ekki séð gróflegt brot á Jafnræðisreglunni og það hafi miklu frekar verið almennir starfsmenn í kerfinu, fólkið á gólfinu, sem hafi gripið fram fyrir hendurnar á Sjöllum þarna.
Uppúr þessu þá samþykkja ísl. stjórnvöld og helstu þar til bærar stofnanir svo sem Seðlabanki á það, að ísland beri ábyrgð á lágmarkinu og málið snýst síðan um endurgreiðslu á þeirri skuld.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2011 kl. 16:43
Jæja nafni, ertu þá kominn í gerðadóminn, gott og vel þú ert sjálfsagt eini Íslendingurinn sem kannast við að hafa tekið mark á honum.
Þetta er örugglega ágætisfólk og ekki nokkur haldið því fram að það hafi framið landráð, enda uppfyllir það ekki skilyrðið sem þarf til þess, þetta eru jú erlendir ríkisborgarar.
En því tókst með vanhugsaðri hrákasmíð sinni að festa nöfn sín í sögunni sem fólkið sem tókst að komast ekki á listann yfir heimskasta fólk aldarinnar. Því þetta fólk átti að vita betur, og á sér enga afsökun.
Það er læst á lög, og veit því að umrædd tilskipun felur í sér fyrirmæli um að aðildarríki setji á fót tryggingasjóði sem þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Það veit að hvergi í tilskipuninni er kveðið á um að ríkissjóðir aðildarríkja séu í bakábyrgð. Það er þeirra ályktun og það ætti að vita að sú ályktun gengur gegn 61. grein EES samningsins um ólögmæta ríkisaðstoð og það veit að ríkisaðstoð gengur gegn markmiðum Rómarsáttmálans um frjálst flæði þjónustu.
Sem sérfræðingar í evrópskum lögum á þetta fólk sér enga afsökun, þó þú eigir einhverjar málsbætur nafni, þá á það engar.
Og það veit sem lögfræðingar að regluverk ESB hefur ekki vald til að ákveða ríkisaðstoð í reglum sínum, ekki fyrir einstök ESB ríki og hvað þá sjálfstæð EFTA ríki. Það kemst jú enginn í gegnum lögfræði án þess að læra um hvað felst í fullveldi þjóða.
Þar með er þetta fólk tvisvar búið að sprengja hámörk heimskunnar og geri aðrir betur í einni hrákasmíð.
Og síðan á þekkja til þeirrar grunnstaðreyndar að ef aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins hafi framselt reglumeisturum þetta vald, að þá er ríkisábyrgð ekki sett á með því að orða hana ekki, en hún sé ályktuð út frá atburðum eftir á.
Og þetta nafni er hin botnlausa heimska.
En aumingjagreyin eru ekki ennþá búin með afglöp sín, ríkisábyrgð á sér sín takmörk, hún má ekki stefna sjálfstæði þjóða, eða lífi og limum þegna þeirra, í voða. Þjóðir hafa rétt til að bregðast við neyð, almenningur á sinn grunnréttindi.
Ef það er ríkisaðstoð á innlánum þvert á landamæri, með engum efri mörkum, þá getur hún ef illa fer, rústað einstökum þjóðum og hneppt íbúanna í óendanlegan skuldaþrældóm.
Og þetta Nafni, eru hin fullkomnu afglöp, að láta svona út sér á 21. öldinni slær öll mörk fáráðarháttar sem hægt er að slá. Og það hefði líka gert það á dögum Rómverja, þeir virtu meira að segja ákveðin takmörk gagnvart þrælum sínum, hvað þá þegnum Rómverska ríkisins, og þeir fóru eftir lögum.
Já, þetta er fróðlegur listi fólks sem tókst hið ómögulega, að komast ekki inná topp tíu listann yfir heimskingja aldarinnar, sökum óendanlegrar heimsku.
En nota, bene, það síðast nefnda er skoðun mín, og líkt og með skoðun ESA, þá er það ekki þannig að guð hafi haldið þessu fram, hvað þá að orð mín séu lög, ekki frekar en orð þessa fólks sem kann ekki einföldustu atriði lögfræðinnar.
Ferðu ekki að vera búinn með þessi skálkaskjól þín Nafni minn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.3.2011 kl. 16:55
Komið þið sæl; að nýju !
Ómar Bjarki !
Niðurlag; þinnar síðustu athugasemdar hlýtur að benda til, að annað hvort, sértu rakið fífl - eða þá; að þú kunnir ekki, að skilja kjarna frá hismi, á nokkurn hátt.
I. Drullusokkarnir; Björgólfur eldri, og sonur, auk húskarlanna, eru ábyrgðarmenn þessarra gjörninga - ekki; íslenzk Alþýða.
II. Hvernig; lætur þú hvarfla að þér, að nokkur viti borinn maður, gjaldi fyrir þessa amlóða - sem; ENN ganga lausir ?
III. Þvæla þín; sem annarra ESB hlaupa gikkja, um einhverja stór hættulega dómstóla leið, á hendur Íslendingum, er rakin firra. Bretar og Hollendingar myndu ekki dirfast; að reyna slíkt, enda fengju þeir skæðadrífu, löngu tímabærra lögsókna, á sjálfra sínar hendur, fyrir aldagömul hryðjuverk og önnur spellvirki, í sínum fyrrum nýlendum.
IIII. Reyndu svo, að hafa dug til, látir þú ekki segjast, að sverja af þér þjóðernið - og hundskast; til draumalands þíns, suður á Brussel völlum, ágæti drengur.
Bezt geymdur þar; úr því, sem komið er !
Með; þeim sömu kveðjum; sem fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.