Mikkamúsarpeningar eða Liljupeningar

Það er greinilegt af þessari frétt að Jón hefur ekki lesið síðustu bloggfærsluna mína sem ég skrifaði sérstaklega fyrir hann þar sem hann hafði lýst því yfir að hann vissi ekkert um Icesave. Sök sér að halda því fram  við hlustendur útvarps Sögu en að segja frá þessu við austurrísku fréttastofuna APA finnst mér heldur langt gengið. Þetta er vonandi ekki einhver apafréttastöð. Ennþá heldur Jón að við getum bara losnað við málið með því að segja já. Þá fyrst byrjar ballið því þá þurfum við að fara að borga og ég hefði haldið að hann væri farinn að skilja hvað það er erfitt að skera  niður í velferðarkerfinu og þó það séu bara nokkrir milljarðar. Ég vil minna Jón á að við þurfum strax að borga 26 milljarða í vexti bara á þessu ári. Annars fannst mér merkilegt hvað Jón er hræddur við að Jóhanna  gæti þurft að segja af sér ef samningnum yrði hafnað og líka að þá ættum við erfitt með að komast inn í ESB. Ætli Samfylkingin hafi sent hann út með þetta veganesti?

Ekki finnst mér gæfulegt að borgarstjóri okkar Reykvíkinga fari út í heim og kalli gjaldmiðil okkar Mikkamúsarpeninga. Eitthvað heyrði ég um að Árni Páll hefði líka talað niður krónuna úti í hinum stóra heimi. Þetta eru kannski samantekin ráð hjá þeim eða kannski horfði Jón Gnarr á Silfrið um helgina og hlustaði á Lilju Mósesdóttur fjalla um upptöku nýs gjaldmiðils. Hver veit nema að þau séu í liði?


mbl.is Bölsýnn borgarstjóri í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir þekkja hann reyndar í Vín. Jón Gnarr1

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2011 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband