Mun Jón Bjarnason svara tilboði SÍF?
16.11.2011 | 16:50
Föstudaginn 11. nóvember fóru fram mótmæli fyrir utan Sjávarútvegsráðuneytið. Samtök íslenskra fiskimanna stóðu fyrir þessum mótmælum. Mótmælendur vildu minna stjórnvöld á svikin loforð um að hætta að brjóta mannréttindi á íslenskum þegnum. Sjómennirnir sætta sig ekki við níðingsverk íslenska ríkisins. Þeir fá ekki að stunda atvinnu sína nema að greiða stórfé til manna út í bæ. Sjómennirnir eru reiðubúnir til að greiða sanngjarnt auðlindagjald fyrir fisveiðiauðlindina og þá til eigendans. Sjómenn vildu sýna vilja sinn í verki og afhentu Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra ákveðið tilboð í aflaheimildir fyrir hönd félagsmanna í S.Í.F.
Ég vil vekja athygli á þessu tilboði þar sem ég hef hvergi séð það í fjölmiðlum.Mér finnst það ábyrgðar hlutur að stjórnvöld láti hjá líða að svara þessu góða boði þar sem þetta er bæði sanngjarnt og ekki veitir af að auka tekjur ríkissjóðs.
Tilboð Samtaka íslenskra fiskimanna:
Stjórn Samtaka íslenskra fiskimanna S.Í.F óskar eftir , fyrir hönd félagsmanna sinna,að leigja til sín aflaheimildir og leggur því fram eftirfarandi tilboð sem tillögu að bindandi samningi.
Þorskur 10.000.000 kg á 100 kr/kg.........................samtals 1.000 Mkr.
Ýsa 5.000.000 kg á 75 kr/kg........................samtals 375 Mkr.
Ufsi 5.000.000 kg á 50 kr/kg.........................samtals 250 Mkr.
Heildarverðmæti samnings ........................samtals 1.625 Mkr
Almennt: Aflaheimildir þessar verða ekki bundnar við einstök skip, en öllum félögum í S.Í.F verður
heimilt að veiða samkvæmt skilmálum samningsins uns leigðu magni hefur verið landað.
Eftirlit : Öllum afla verði landað til sölu á innlendum fiskmörkuðum, en frjálst sé að landa í hvaða höfn
sem er. Fiskistofa hefur eftirlit með framkvæmd samningsins, enda skal halda sérstaka
dagbók um veiðar samkvæmt þessum samningi.
Gildistími samnings: Frá undirritun samnings til og með 30. apríl 2012
Greiðslufyrirkomulag: Leigugjald hvers róðrar verði dregin frá söluverði afla á markaði, einungis verði
greidd leiga fyrir landaðan afla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki held ég það, því miður..
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.11.2011 kl. 03:00
Gott hjá þér Helga mín að vekja máls á þessu óréttlætis máli, þegar dynja endalausar auglýsingar frá L.Í.Ú. í útvarpi "allra landsmanna"
Ekki veitir af smá jafnvægi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2011 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.