Stofnfundur breiðfylkingar um lýðræði og almannahag

Tíminn frá hruni hefur verið okkur strangur skóli. Að gjaldþrota einkabankar séu endurreistir á öxlum skattgreiðenda, að sambræðingur nýju og gömlu bankanna skuli síðan mergsjúga lántakendur miskunnarlaust, að kosin sé ríkisstjórn vegna kosningaloforða sem síðan eru aldrei efnd. Allir þessir atburðir sýna glöggt hversu almenningur er valdalaus og berskjaldaður fyrir valdhöfunum.

Þessu viljum við breyta.

Við sem komum að myndun nýs stjórnmálaafls sem ber vinnuheitið Breiðfylkingin höfum reynt að tileinka okkur lýðræðið. Þess vegna var Breiðfylkinign ekki búin til um eina helgi heldur hefur ferlið verið langt og opið. Mikil umræða, margir fundir um ýmis álitmál. Notast hefur verið við forskrift Lýðræðisfélagsins Öldunnar við gerð laga þessa stjórnmálaafls. Kjarninn í lýðræðinu er að dreifa valdi og er það staðfastur ásetningur Breiðfylkingarinnar að koma valdinu betur fyrir hjá almenningi þannig að ekki sé hægt að ráðskast með þjóðina nema að leita samþykkis hennar áður. Við teljum að fjöldi hugsandi einstaklinga á Íslandi takmarkist ekki við töluna 63 og þar kemur þú inn í myndina.

Lýðræði krefst þátttöku og felur í sér að maður verður að sýna sig og segja frá hvað maður vill eða vill ekki.

Við sem höfum unnið að myndun Breiðfylkingarinnar höfum starfað saman með einum eða öðrum hætti í mismunandi grasrótar- eða flokksstarfi allt frá hruni og sumir hverjir mun lengur. Við trúum því að hægt sé að breyta Íslandi til betri vegar og neitum að gefast upp fyrr en það er fullreynt. Við viljum því koma fram með þær lausnir sem við teljum að séu til bóta fyrir almening á Íslandi. Við teljum að almenningur sé reiðubúinn til að standa upp og breyta um stefnu. Hverfa frá stefnu lánadrottna og fámennisvalds framkvæmdavaldsins. Við teljum að almenningur vilji sjá raunverulegt lýðræði þar sem hann er spurður álits. Þar sem skuldsettir einstaklingar eru ekki fóður fyrir lánastofnanir heldur fullgildir einstaklingar í þjóðfélagi okkar. Að auðlindir allra landsmanna séu nýttar í þágu fjöldans en ekki fárra.

Til að kynnast þeim lausnum sem við höfum sett saman má lesa þær á viðkomadi síðu: https://www.facebook.com/events/123409491120508/

Hugmyndirnar eru ekki endanlegar og þess vegna viljum við að þú mætir og segir þitt álit og takir þátt. Við viljum sem breiðasta samstöðu á seinni stofnfundi Breiðfylkingarinnar þar sem margar hendur vinna gott og létt verk. Í raun er það algjörlega undir viðbrögðum almennings hvernig Ísland þróast á næstu árum, vertu því með og taktu þátt í móta framtíð barnanna sem munu landið erfa, það er einfaldlega skylda okkar.

Stofnfundur "Breiðfylkingarinnar" verður sunnudaginn 18. mars 2012, á Grand hótel í Reykjavík kl 14:00.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband