Umræðu um málefni-takk

Nú fara í hönd sveitarstjórnarkosningar og hafa kjósendur aðeins fengið smjörþefinn af því sem koma skal. Það má segja að Stöð tvö hafi hafið kosningabaráttuna með þættinum Stóru málin en þar var undirtitillinn , Hver verður besti borgarstjórinn. Mikael Torfason bauð í dag Degi oddvita Samfylkingarinnar til sín í þáttinn Mín skoðun.  Ég fagna þessari umfjöllun Stöðvar tvö en er jafnframt svolítið uggandi yfir hversu plássfrek umræðan  er um hver verði næsti borgarstjóri. Eðlilega er Dagur mjög ánægður með það að helmingur kjósenda í Reykjavík vilji hann sem borgarstjóra. Um leið reynir Björn Blöndal að sannfæra kjósendur um að hann sé aldeilis til í að setjast í þennan stól. Hver er munurinn á Samfylkingunni og Bjartri framtíð? Ég vona að þessi kosningabarátta fari ekki að snúast upp í einhverja störukeppni um það hver verði besti borgarstjórinn .

Það var hressandi að heyra skoðanir borgarbúa í þætti Mikaels Mín skoðun í dag. Það var greinilegt að mörg mál brenna á borgarbúum.  Vonandi fá borgarbúar fleiri tækifæri til að koma óskum sínum á framfæri og að þessi kosningabarátta snúist fyrst og fremst um málefni. Ég vil hvetja fjölmiðla til að gera skoðanakönnun á því hvaða málefni borgarbúar setja í forgang. Mér er þetta sérlega hugleikið þar sem ég hef ákveðið að bjóða mig fram til þjónustu fyrir borgarbúa en ég er ein af mörgum sem skipa sæti á framboðslista Dögunar.  Það er ósk mín og von að þessi kosningaumræða  verði málefnaleg og heiðarleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært að fá þig í baráttuna Helga mín, dugleg ósérhlífin, með hjartað á réttum stað. Fólk hefur ekki efni á því að hafa þig ekki þarna innanborðs, og ég tek fyllilega undir orð þín, málefnin takk!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2014 kl. 19:11

2 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Takk fyrir hvatninguna og hrósið Ásthildur mín.

Helga Þórðardóttir, 9.3.2014 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband