Vélmenni - Hugsjónamanneskja

´

 

Þegar einn félagi minn frétti að ég væri að taka þátt í framboði Dögunar til sveitarstjórna þá sagði hann við mig að ég væri alltof mikil hugsjónamanneskja fyrir slíkt því að kjósendur vildu bara vélmenni sem tala og tala og ekkert væri að marka. Ég  tók þessum titli vel en var satt að segja svolítið hugsi yfir þessari fullyrðingu. Ég held að þessi fullyrðing um að fólk vilji vélmenni frekar en hugsjónafólk sé röng en lýsi fremur þeim vonbrigðum sem kjörnir fulltrúar hafa valdið kjósendum.

Ég er viss um að það er fullt af hugsjónafólki út um allt land að móta stefnu  fyrir komandi kosningar. Ég er sannfærð um að flest af þessu fólki er hugsjónafólk og vill gera góða hluti fyrir samfélagið. Getur verið að hugsjónafólk breytist í vélmenni fyrir flokk eða hagsmunaöfl  þegar það kemst til valda?  Það er nokkuð ljóst að það er ekki nóg að kjósa fólk á fjögurra ára fresti og gefa því svo frítt spil um framhaldið. Oft er sagt að völd spilli.  Hvernig getum við komið í veg fyrir það?

  Ég held að lausnin felist fyrst og fremst í því að gefa fólki tæki til að veita fulltrúum sínum aðhald. Það þarf að efla beint lýðræði og gefa fólki tækifæri á að koma að ákvarðanatökum. Ég vil að ákveðinn fjöldi kjósenda geti farið fram á  kosningar um einstök mál og að niðurstaða úr þeirri kosningu sé bindandi en ekki ráðgefandi. Aðgengi almennings að upplýsingum er forsenda þess að fólk geti tekið upplýsta afstöðu til málefna. Þess vegna er mikilvægt að upplýsingar séu aðgengilegar öllum en ekki bara embættismönnum og kjörnum fulltrúum. Til þess að koma á þátttökulýðræði þarf auka upplýsingaskyldu stjórnvalda svo íbúarnir standi jafnfætis kjörnum fulltrúum.  Ég hef trú á kjósendum  og ég trúi því að þeir vilji gott hugsjónafólk til að vinna fyrir sig. Þeir geta ekki treyst fallegum kosningaloforðum sem stjórnmálamenn gefa fyrir kosningar og þess vegna þurfa kjósendur verkfæri til að veita valdinu aðhald . Þetta verkfæri er beint lýðræði og  aðgengi að upplýsingum.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hugsjónamanneskja ertu Helga mín, en þú er líka ótrúlega flott kona með málefnin og forgangsröðina á hreinu, það er algjörlega á hreinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2014 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband