Eru Íslendingar í skattaskjólum

Íslenskum stjórnvöldum  bjóðast upplýsingar um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Þeir sem bjóða viðkomandi upplýsingar eru erlendir rannsóknarblaðamenn.  Íslensk stjórnvöld þurfa að greiða blaðamönnunum fyrir þessar upplýsingar. Stjórnvöld eru eitthvað hikandi sem er  frekar undarlegt því ýmis lönd eins og Þýskaland hafa keypt þessar upplýsingar og hagnast vel á því.  Löndin hafa greitt ákveðna upphæð fyrir þessar upplýsingar en hafa fengið margfaldar tekjur í staðinn. Íslenska ríkinu sárvantar fé til mennta og heilbrigðismála. Væri ekki einfalt fyrir núverandi  Ríkisstjórn að sækja fé á þennan hátt. Við í Dögun viljum leggja okkar að mörkum  og hjálpa stjórnvöldum í þessari vegferð og þess vegna höfum við komið okkur saman um þetta Áramótaheit.

Áramótaheit Dögunar - Samþykkt landsfundar 8. nóvember 2014.

Skorað er á Alþingi að tryggja að fyrningarfrestir í málum sem snúa að skattaundanskotum til aflandsfélaga og skattaskjóla verði lengdir eins og þörf er, hluti mögulegra brota fyrnist um áramót 2014-2015 að óbreyttu.

Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, gefa hér með íslensku þjóðinni eftirfarandi áramótaheit:

Íslenska ríkinu/Alþingi er heimilt að veita  allt að 1/10 af framlagi ríkisins árið 2015, sem ætlað er að renni til starfsemi stjórnmálasamtakanna Dögunar, til embættis Skattrannsóknarstjóra, til kaupa á gögnum um fjármuni í erlendum skattaskjólum.

Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, skorar hér með á önnur stjórnmálasamtök eða flokka að taka þátt í þessu átaki og bjóða slíkt hið sama.

Formenn allra stjórnmálasamtaka og flokka sem fá framlag frá íslenska ríkinu fá senda þessa áskorun í ábyrgðarpósti. Dögun mun birta svörin jafnóðum og þau berast.

 

Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, býðst einnig til að halda utan um sjóð frjálsra fjárframlaga einstaklinga, lögaðila og fyrirtækja til að kaupa gögn um fjármuni í erlendum skattaskjólum. Þau framlög verða endurgreidd ef ekki reynist þörf fyrir þau eða gefin áfram samkvæmt beiðni gefanda.

 

Reikningurinn er hjá Sparisjóði strandamanna og er númer 1161-05-250244 á kennitölu Dögunar, 670209-1050.

 

Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði.


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega sammála. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2014 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband