Umræða um efnahagsmál

Flestum okkar þykir ekkert gaman að gera upp heimilisbókhaldið. Sérstaklega er leiðinlegt að horfast í augu við visareikninginn um hver mánaðarmót. Við gerum þetta nú samt því annars fer illa fyrir okkur. Íslendingar hafa ekki gert upp heimilisbókhaldið eins og Kári Stefánsson bendir okkur á. Við höfum ekki látið þá sem ollu tjóninu taka næga ábyrgð á gjörðum sínum Svipað og ef ég léti nágrannann borga visasukkið mitt. Með þetta í huga og með umræðu um losun gjaldeyrishafta þá rifjaðist upp fyrir mér inngangurinn að efnahagstefnu Dögunar sem ég læt hér fylgja með.

Dögun telur mikilvægt að viðurkenna þann víðtæka vanda sem við er að fást í efnahagskerfinu.

  • Inni í hagkerfinu eru bókfærðar umtalsvert meiri peningalegar eignir heldur en raunhæft er að unnt verði að standa við á komandi árum.   Þar er einkum um að ræða leifar af ósjálfbærum bóluhagnaði þenslutímans í formi vogunarpeninga (jöklabréfa) og hins vegar alltof rífleg innistæðutrygging sem neyðarlögin 2008 bjuggu til úr rústum föllnu bankanna.   Stökkbreyttar skuldir landsmanna vegna afleiðinga Hrunsins eru meiri en unnt verður að greiða og að óbreyttu vex vandinn með sjálfvirkri aukningu skulda í gegn um verðtryggingu lána.
  • Ríkissjóður hefur verið skuldsettur til að leggja bönkunum til verulegt stofnfé við endurreisn og til að greiða fyrir gjaldþrot Seðlabankans -  auk þess sem gjaldeyrisvarasjóður er allur tekinn að láni.   Vaxtakostnaður ríkissjóðs árið 2013 nálgast 90 milljarða sem skerðir velferðarkerfið og lamar fjárfestingargetu ríkisins til skemmri og lengri tíma.
  • Gjaldeyrishöftin og tilraunir Seðlabankans til handstýrðra afsláttarviðskipta búa til og framlengja sjúkt ástand.    Gjaldeyrisbúskapur Íslands leyfir ekki að gert verði upp við „andlitslausa eigendur“ endurreistu bankanna og ekki er heldur mögulegt að gera ráð fyrir því að unnt verði að afnema gjaldeyrishöftin að óbreyttu án gengishruns og gjaldeyriskreppu sem mundi lama Íslenskt efnahagslíf til lengri tíma.   Eignarhald vogunarsjóða á bankakerfinu verður að taka enda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

i Þessari mynd er því list hvernig bankarnir eru a bak við alla fjarhags erfiðleika

https://www.youtube.com/watch?v=GEjQYIBK1Iw

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 17.11.2014 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband