Sjávarauðlind í þjóðareign

Stjórnmálasamtökin Dögun héldu fund um sjávarútvegsmál fimmtudaginn 12. mars. Fundurinn var fjölsóttur og um margt merkilegur. Stjórnmálasamtökin buðu öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi til fundarins til að segja frá stefnu sinni um sjávarútvegsmál. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sáu sér ekki fært að senda fulltrúa á fundinn.

Gunnar Guðmundsson mætti fyrir hönd Pírata og hafði hann það helst að segja að stefna Pírata væri í mótun og að þeir styðja engar breytingar á kerfinu fyrr en nýtt auðlindaákvæði hefur náð fram að ganga í stjórnarskrá.

Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir mættu fyrir hönd sinna flokka og höfðu margt ágætt að segja um stefnu flokkanna í sjávarútvegsmálum. Þær voru inntar eftir því af hverju svo lítið af þeirra baráttumálum hefði náð fram að ganga á síðasta kjörtímabili. Þær viðurkenndu að þar hefði þær átt við ofurefli að etja eins og fjármálakerfið, LÍÚ og fleiri hagsmunaaðila. Það náðist heldur ekki samstaða innan flokkanna að ráðast gegn þessum hagsmunaöflum. 

Árni Múli fulltrúi Bjartrar Framtíðar vakti sérstaka athygli fundargesta fyrir framsögu sína. Hann sagði að Björt Framtíð væri með sjávarútvegsmálin í nefnd en að stefna þeirra væri að viðhalda núverandi kvótakerfi, hámarka arð af veiðum, bjóða upp aflaheimildir svo þeir bestu gætu keypt. Hann taldi líka rétt að hætta að styðja brothættar byggðir með aflaheimildum en láta byggðirnar fá peninga til að byggja upp aðrar atvinnugreinar.

Ólafur Jónsson var frummælandi fyrir hönd Sóknarhópsins og kynnti þar stefnu hópsins sem er í megindráttum sú að leggja niður aflamarkskerfið(kvótakerfið) og taka upp sóknarmark með allan fisk á markað

Erling Ingvason var frummælandi fyrir hönd Dögunar og hélt hann mjög gott erindi um árangursleysi og óréttlæti kvótakerfisins. Sjá hér.

Einnig er hægt að horfa á fundinn hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er sjávarauðlindin ekki þjoðareign í dag, þótt fyrirtæki hafi leyfi til að yrkja hana?

Ég átta mig ekki alveg á þessum frasa. Viltu að fiskiðnurinn fari í ríkisútgerð?

Hver hefur ráðstöfunarvaldið á þjóðareigninni ef því er formlega komið í lög? Er það ekki ríkið?

Hver hefur ráðstöfunarvaldið nú? 

Hvað breytist við að festa þetta formlega sem "þjóðareign" í lögum? tekur það af allan vafa um það að þingið geti framselt þessa þjóðareign t.d. Ef gengið er í ríkjabandalag?

Ég hef aldrei fengið greinargóða samantekt um hvað átt er við og þætti vænt um að þú gerðir það.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.3.2015 kl. 11:19

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jú samskvæmt gildandi lögum er sjávarauðlindin í þjóðareign en því miður hefur framkvæmdin snúist upp í andhverfu sína, með hræðilegum afleiðingum fyrir heilu landshlutana og þjóðarhag.

1gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Sigurjón Þórðarson, 23.3.2015 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband