Fyrsta bloggfærslan mín.

Ég sem var svo ákveðin í að gerast ekki bloggari læt nú undan og ætla að stinga mér í djúpu laugina.  Hvers vegna geri ég það?  Jú vegna þess að ég hef verið mjög virk í þeirri grasrót sem spratt upp í efnahagshruninu.  Ég er ein af þeim fjölmörgu sem hef staðið fyrir og undirbúið Opna Borgarafundi.  Ég hef mætt á flesta útifundi á Austurvelli og ég hef mætt á fundi hjá Lýðveldisbyltingunni, Samstöðu og fleira. Ég hef mikinn áhuga á þjóðmálum og ég vil að rödd grasrótarinnar haldi áfram að hljóma sem víðast.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Elskan,

velkomin í bloggheima. Þú átt örugglega eftir að standa þig vel.

Gunnar Skúli Ármannsson, 21.3.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Velkomin í þjóðmálabaráttuna frá félaga í grasrótinni...

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.3.2009 kl. 22:49

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Velkomin! Það var reyndar alveg komin tími á að þú létir til þín heyra hér líka

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 23:03

4 Smámynd: Heidi Strand

Velkomin á bloggið! Ég er ekki eins virk á blogginu lengur eftir að ég byrjaði á Facebook, en ætla að fylgjast með.
Bestu kv. Heidi

Heidi Strand, 21.3.2009 kl. 23:12

5 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Takk fyrir stuðninginn. Ég var satt að segja svolítið feimin við að byrja.

Helga Þórðardóttir, 21.3.2009 kl. 23:17

6 Smámynd: Rannveig H

Gaman að fá þig á bloggið ég fylgist með.

Rannveig H, 21.3.2009 kl. 23:24

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Skil þig Helga mín. Skráði mig sjálf hérna inn fyrir tæpu ári og þá bara til að geta kommentað hjá Katrínu Snæhólm. Eftir hrunið brast á skriða og síðan hef ég notað bloggið mér til hugarhægðar

Óska þér velfarnaðar á þessum vettvangi. Ég fylgist með skrifum þínum. Bíð spennt

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 23:48

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Velkomin á bloggið, ég er ein af þessum lýðveldisbyltingarkonum.  Svo er ég bloggvinkona Gunnars Skúla. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.3.2009 kl. 23:53

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Helga og velkomin á bloggið. Þetta er skemmtilegur heimur og líka frábært tæki til skoðanaskipta þegar þjóðmálaáhuginn er svona gríðarlegur. Hef óskað að gerast bloggvinur þinn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.3.2009 kl. 00:06

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið er gaman að sjá þig hér mín kæra.  Þú ert flottust, gangi þér allt í haginn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2009 kl. 00:11

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

JÁ ég var líka rosalega kurteis og feimin fyrst en nú er svo komið að ég veld mörgum ágætum sjálfstæðismönnum kinnroða

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.3.2009 kl. 01:21

12 Smámynd: Baldvin Jónsson

Gaman að sjá þig hérna Helga sem og annarsstaðar :)

Passaðu bara að sjúgast ekki alveg inn í þetta - bloggið tekur svo auðveldlega yfir

Baldvin Jónsson, 22.3.2009 kl. 10:47

13 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Flott hjá þér Helga,vertu velkomin,og vonandi taka fleiri þig til fyrirmyndar,og blogga um þjóðmálin,alltaf gaman að lesa skoðanir hjá öðrum,hvort sem maður er sammála eða ei.á þessum verstu tímum.

Jóhannes Guðnason, 22.3.2009 kl. 11:18

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta líst mér vel á! Vertu velkominn Helga!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.3.2009 kl. 13:07

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Helló bebí! Gaman að sjá þig :)

Heiða B. Heiðars, 22.3.2009 kl. 13:08

16 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Segi bara vertu ævinlega velkomin kæra Helga.

Kolbrún Baldursdóttir, 22.3.2009 kl. 19:47

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Velkominn kæra systir!

Sigurður Þórðarson, 23.3.2009 kl. 00:12

18 Smámynd: Hlédís

Velkomin, Helga! Þú átt sýnilega erindi í bloggið og marga vini hér fyrir.  Ekki er verra að þú ert systir Sigurðar

Hlédís, 23.3.2009 kl. 21:58

19 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Velkomin, nú er bara að skella sér í þetta.  Til að byrja með fannst mér auðveldast að blogga um fréttir.  Svo kemur þetta smátt og smátt.

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.3.2009 kl. 22:32

20 Smámynd: Ívar Pálsson

Velkomin á bloggið, Helga! Það er hressilegt að fá almennilega andmælendur, sem eru samt félagar manns! Lifi MR78.

Ívar Pálsson, 25.3.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband