Lásu þeir stefnuskrána okkar?

 Grein sem birtist eftir mig í Morgunbalðinu 27 mars 2009.

 

Reiðin var mikil í vetur og kröfur mótmælenda skýrar. Fyrir utan stjórnarskipti vildi fólk afnám verðtryggingar, kvótann til fólksins og lýðræðisumbætur. Allt mjög kunnuleg baráttumál Frjálslynda flokksins til margra ára.

Í málefnahandbók flokksins fyrir síðustu kosningar er sterklega varað við skuldum fyrirtækja landsins, á þeirri forsendu að ekki sé til innistæða til endurgreiðslu þeirra. Í stefnuskrá flokksins er lögð áheyrsla á valddreifingu og gegnsæi, þ.e. aukið vald til almennings. Því voru þær kröfur sem heyrðust um borg og bí mjög kunnugar kjósendum Frjálslynda flokksins - því þær höfðu fundið sér stað í stefnu flokksins mörg undanfarin ár. Því eru það mikil ósannindi að halda því fram að Frjálslyndi flokkurinn sé eins máls flokkur. Slagorð sem notað er af andstæðingum okkar og er dæmigert fyrir ómálefnalega gagnrýni. Segir í raun meira um þá en okkur.

Afnám verðtryggingar er réttlætismál. Verðtryggingin er hönnuð til að berja niður lántakendur, gerir þá valdalausa og án nokkurrar samningsaðstöðu um lánakjör sín. Fjármagnseigandinn sem lánar hefur allt í hendi sér, samningstaðan er hans. Hann getur ekki tapað vegna verðtryggingarinnar. Auk þess þarf hann ekki að leggja sig neitt fram í sínum rekstri því tap er ekki á dagskrá fyrirtækja sem lána á slíkum kjörum. Þar sem ábyrgð er engin verður óráðssía og spilling. Frásagnir af bruðli og lúxus lánastofnanna Íslands eru glögg dæmi þess. Til að hámarka óskammfeilnina tóku bankarnir að auki stöðu gegn lántakendum við kaup og sölu á gjaldeyri. Frjálslynda flokknum finnst það grafalvarlegar ranghugmyndir, ef valdhafar ætla sér að setja fjármagnseigendur í forgang fram yfir skilvísan almenning. Það væri til að hámarka óréttlætið gagnvart heimilum landsmanna. Frjálslyndi flokkurinn fagnar því að aðrir stjórnmálaflokkar eru að tileinka sér gamla stefnu okkar um afnám verðtryggingar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Góð grein hjá þér Helga.

Halla Rut , 28.3.2009 kl. 19:58

2 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Takk fyrir það Halla Rut Ég hefði viljað hafa þig með í baráttunni.

Helga Þórðardóttir, 29.3.2009 kl. 14:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð spurning Helga mín.  Já þeir hafa örugglega lesið sér til og kynnt sér stefnumál okkar.  Þau eiga bara að koma frá þeim sjálfum en ekki okkur virðist vera.  Gangi þér vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband