Bónus og kvótagreifarnir.

Þetta er grein sem birtist eftir mig í Fréttablaðinu í dag.

 

Bónus og kvótagreifar.

Það er auðvelt fyrir borgarbarn að skilja óréttlæti kvótakerfisins ef maður gefur sér bara smá tíma. Núna er það lífsspursmál fyrir okkur á mölinni því bankarnir sem áttu að framleiða ómælt úr engu eru farnir. Því verðum við að fara aftur í slorið. Áður fyrr gaf sjávarútvegurinn vel af sér, gull hafsins, menn mokuðu inn gjaldeyri fyrir íslenska þjóð. Núna er öldin önnur. Menn fiska reyndar enn vel. Fyrirtækin eru bara á hausnum, sjávarútvegurinn á Íslandi skuldar morð fjár. Sérkennileg staða hjá iðnaði sem aflar vel og selur sínar afurðir, dæmið ætti að ganga upp ekki satt?

Inn í þessa aldagömlu jöfnu viðskipta, framleiða og selja, var sett smá hjáleið. Kvótakerfið og framsal þess. Svipað og að ég væri kvótagreifi og ætti alla væntanlega viðskiptavini í Bónus. Jóhannes í Bónus yrði að borga mér 5000 kall fyrir hvern viðskiptavin sem verslaði hjá honum. Því yrði Jóhannes að kaupa af mér kvóta af viðskiptavinum. Ef 25 þúsund manns versluðu í Bónus á dag þá þyrfti Jóhannes að borga mér 125 milljónir á dag fyrir kvótann.

 

 

 

Við þessar aðstæður gengur ekki að reka fyrirtæki. Þau safna bara skuldum vegna kvótakaupa. Útgerðarmaðurinn þarf ekki eingöngu að kaupa bát, net, olíu og slíka hluti heldur þarf hann að greiða kvótagreifanum fyrir fá að veiða fiskinn sem við öll eigum. Dæmi eru um að menn hafi greitt allt að fimmtán ára ársveltu, þ.e. að fyrstu fimmtán ár útgerðarinnar fóru í að greiða fyrir kvótann. Eftir situr sjávarútvegurinn með skuldirnar en kvótagreifinn hefur allt sitt á þurru, ástæðan er sú að hann hefur engan kostnað af því að eiga óveiddan fisk.

Í kreppunni kristallast heimska kvótakerfisins. Núna þarf íslensk þjóð tekjur. Aðal mjólkurkúin okkar, sjávarútvegurinn, sem hefði getað bjargað okkur er stórskuldugur. Hvernig á atvinnugrein í slíkri stöðu að skila hagnaði til þjóðarbúsins? Frjálslyndi flokkurinn hefur ætið varað við þessari vitleysu og vill breyta þessu kerfi. Kvótinn á að færast aftur til þjóðarinnar sem getur síðan leigt hann á hógværu verði án möguleika á braski. Það gerir nýliðun mögulega sem er ekki í dag. Ein mesta breytingin er að hjáleiðin, kvótaeigreifar, myndu ekki fá ómælda fjármuni í eigin vasa bara fyrir að hafa umráðarétt yfir óveiddum fiski. Þá er von til þess að sjávarútvegurinn verði aftur sá bjargvættur sem hann áður var.

http://eyjan.is/files/2009/03/smabatar.jpg

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir flotttan pistil

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.4.2009 kl. 00:15

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég las greinina í fréttablaðinu í gær.  Mér fannst samlíkingin á Jóhannesi og kvótakóngunum flott. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.4.2009 kl. 00:36

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 3.4.2009 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband