Húseigendur í útrýmingarhættu?
4.4.2009 | 23:07
Núna er búið að samræma öll úrræði fyrir þá sem geta ekki greitt skuldir sínar af fasteignum. Úrræðin verða þau sömu og hjá Íbúðarlánasjóði. Það rumska smá vangaveltur í þessu samhengi. Ekki sjást nein merki þess að afskrifa eigi skuldir. Það á bara að aðlaga og lengja svo skuldin verði greidd, fyrr eða síðar. Hér er um grófa mismunun að ræða því skuldir hafa verið afskrifaðar hjá mörgum öðrum en venjulegum húseigendum. Þar að auki er tilurð skuldarinnar mjög vafasöm. Verðbólguhækkunin sem við höfum upplifað er ekki vegna meiri neyslu okkar á viðkomandi tímabili. Hækkun íbúðarlána er að miklu leiti orsökuð af röngum ákvörðunum hjá lánastofnunum en ekki lántakenda. Það voru bankarnir sem skuldsettu þjóðina 12 falda þjóðarframleiðslu. Það voru bankarnir sem lánuðu gegn haldlausum veðum. Það voru bankarnir sem tóku stöðu gegn krónunni. Hinum varkára bankamanni var úthýst úr íslenskum fjármálheimi og því hækka lánin okkar.
Því væri mun nær að taka upp samræmdar aðgerðir sem miða að því að lánastofnanir greiði til baka þá fjármuni sem hafðir hafa verið af okkur húseigendum. Að öðrum kosti mun hinn almenni húseigandi deyja út sem fyrirbæri.
Samræmd úrræði vegna greiðsluerfiðleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Flott greining!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.4.2009 kl. 23:10
www.heimilin.is
Þórður Björn Sigurðsson, 5.4.2009 kl. 00:04
Fyrir copy paste lata :)
http://www.heimilin.is
Þórður Björn Sigurðsson, 5.4.2009 kl. 00:04
en hvað með þá sem söfnuðu og skulda lítið ? eiga þeir að borga fyrir þá sem komu sér í skuldir ? fullorðið fólk hefur hingað til viljað ráða sínum fjárfestingum sjáflt og axlar því ábirgð
Jón Snæbjörnsson, 5.4.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.