Sjálfstæðisflokkurinn, eða þannig sko!

 Guðsteinn Haukur bloggari hefur dundað sér í kvöld við að túlka tilfinningar sínar. Hann hefur nýtt sér kunnáttu sína og hugmyndaflug ásamt sköpunargleði. Niðurstaðan er æði skemmtileg en þó um leið mjög alvarleg.

http://zeriaph.blog.is/users/a3/zeriaph/img/slagord.jpg

Síðustu tíðindi hafa undirstrikað hversu langt Sjálfstæðisflokkurinn er frá því að vera flokkur allra landsmanna. Hann er flokkur auðmanna, styrktur af þeim. Í raun bara hinn pólitíski armur auðvaldsins á Íslandi. Þingmenn þeirra eru bara málpípur auðmanna. Ef einhver er ósammála þessum fullyrðingum þá ætti hinn sami að velta einu fyrir sér. Hvað fékk venjulegt fólk í staðinn fyrir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn s.l. 18 ár. Hvað hefur hinn almenni launamaður borið úr býtum. 

Jú, góðæri á VISA rað-ævilöngu.

http://zeriaph.blog.is/users/a3/zeriaph/img/falki_826539.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta Helga, og í þakkarskyni bætti ég þér í BloggGátina, og er  hún vinsæl síða sem birtir yfirlitsmyndir allra blogga, og kostar ekki neitt. Hér er slóðin inná gáttina, gott er að hafa hana í favorites. Framveigis þegar þú gerir grein þá birtist hún lika þar og eykur umferðina inná síðuna þína.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 01:02

2 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) :) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað :)  það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi, það kemur að því karlinn :)

Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 01:05

3 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Takk fyrir Guðsteinn, ég vissi ekkert um þessa blogggát, en við erum alltaf að læra.

Helga Þórðardóttir, 9.4.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband