Fé án hirðis....

Styrkjamál Sjálfstæðisflokksins verða sorglegri með hverri klukkustundinni sem líður. Þegar engin trúði því að Geir væri bófinn í dramanu beindu samflokksmenn Guðlaugs Þórs spjótum sínum að honum. Þannig er manni þakkað fyrir að styðja rangan mann á Landsþingi.

Einnig er það athyglisvert að allir bera af sér nokkra vitneskju um þessa rausnarlegu styrki. Það trúir því engin að hálft hundrað milljónir detti bara inn í kassann hjá Sjálfstæðismönnum án þess að nokkur taki eftir því. Fyrr má nú vera ríkidæmið. Frekar hljómar allt þetta eins og að sjóðir Sjálfstæðisflokksins séu fé án hirðis.


mbl.is Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Farið hefur "fé betra....."  Ég gef mér að RÁNFUGLINN hringi í NEYARLÍNUNA og biðji um áfallahjálp....!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 9.4.2009 kl. 18:48

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hahaha, nú er sannarlega rétti tíminn til að rifja upp slagorð Péturs Blunders! Þetta er líklega það sem hann átti þá við allan tímann þegar hann talaði um "fé án hirðis"... hehehe! Góður punktur!

Þór Jóhannesson, 9.4.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband