Mátturinn..ríkið...dýrðin...amen.
10.4.2009 | 12:21
"Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu amen". Það er að sjálfsögðu guðslast að vera nota orð heilagrar ritningar í venjulegu bloggi. Þetta kom samt upp í hugann í morgun. Sjálfstæðismenn hafa átt ríkið okkar undanfarin 18 ár. Það er að verða öllum ljóst hvaðan þeir fengu mátt sinn. Máttur þeirra kemur frá peningum. Í skjóli ríkidæmi síns hafa þeir haft yfirburða stöðu.
Í gær var manni frekar skemmt en eftir nætursvefn rennur upp fyrir manni alvara málsins. Það er orðið augljóst að í bakherbergjum þjóðfélagsins eru fluttir til miklir fjármunir. Fjármunir frá hlutafélögum þar sem hluthafar hafa enga vitneskju um gjörninginn. Uppvíst er núna um tugi milljóna. Marga grunar að hér sé bara toppurinn á ísjakanum.
Guð almáttugur var svikinn fyrir 30 silfurpeninga.
Þjóðin var svikin fyrir 30 milljónir.
Báðir gjörningarnir framkvæmdir í skjóli myrkurs.
Sagan endurtekur sig í sífellu, því mun dýrðin verða Guðs og þjóðarinnar, ekki Judasar né FL grúppu.
Amen.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heimspeki, Trúmál og siðferði, Umhverfismál | Facebook
Athugasemdir
Sæl Helga og gaman að sjá heilbrigt guðlast
Oft hefur þjóðin verið svikin fyrir minna fé.
Ég minni á einkavæðingu bankanna og annarra fyrirtækja, þar sem menn sem áttu ekki einu sinni fyrir bönkunum á því gjafverði sem þeir vor seldir á fengu lán ríkisbönkum til að kaupa þá eins og nú er að koma í ljós.
að er þessi "nýja kynslóð" Sjálfstæðismanna, Guðlaugur Þór, Illugi og fleirri hafa verið í klappstýruliði Viðskiptaráðs og útrásargosanna.
Bjarni getur skilað mútunum en við munum eftir störfum Illuga í stjórn Baugsbankans, ætli hann hafi hringt í Stoðir, Glitni og Landsbankann. Nei það er víst ekki svo. En við sem áttum sparnað í Sjóði 9 getum dregið þá ályktun miðað við hvernig sá sjóður starfaði að Illugi hafi þegið beina styrki. Hann hefði nú ekki látið sig muna um að hringja nokkur símtöl!
Sennilega hefur Guðlaugur Þór heldur hringt í þessa aðilla. Hann hefur líklega ekki haft tíma, það ver nefnilega svo mikið að gera hjá honum í veiðinni. Einhverjir muna sjálfsagt eftir að hann og fleirri "fengu lánað" en hvernig sem opinbera afsökunin hljóðaði, hjá tjéðri fyrirtækjasamsteypu til að "veiða" verðmæti Reykvíkinga yfir í REI, Reykjavík Energy Invest.
Sævar Finnbogason, 10.4.2009 kl. 12:59
Vá! Þá er ég í slæmum málum og með verstu guðlösturum um bloggheima!!
En nú líst mér vel á þig Helga mín, verulega góð grein!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2009 kl. 13:45
Það var annar maður, m.a.s. sjálfstæðismaður, sem gaf tóninn með þetta guðlast sem þú teygir bara svolítið lengra hérna en þú ert miklu snjallari en hann því líkingin gengur miklu frekar upp hjá þér en honum! Þessi pistill er vel við hæfi á þessum degi, föstudeginum langa!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.4.2009 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.