Rassmínur.
11.4.2009 | 00:18
Í vetur hefur maður verið marineruð í pólitík. Mætt á Austurvöll, tekið þátt í opnum borgarfundum og núna frambjóðandi fyrir Frjálslynda. Ofan á bætast fréttirnar af mútugreiðslum til Sjálfstæðisflokksins. Þegar kvikmyndin Draumalandið, sem ég sá í kvöld, kryddar tilveruna enn frekar fer mann að svíða heiftarlega í tunguna.
Dæmið um FL og Sjálfsræðisflokkinn gefur sterkar vísbendingar um að liðka átti til fyrir sölu orku, orkutækifæra til einkaaðila. Sama er upp á teningnum á Austurlandi. Þingmenn og ráðherrar vilja ná endurkjöri til að halda völdum. Álrisinn hjálpar þeim með smíði álvers. Fólkið klappar því það trúir að það hafi fengið allt fyrir ekkert.
Kostnaðurinn er skuldsetning allrar þjóðarinnar vegna Kárahnjúka. Eyðing náttúru. Hugsanlega skítbillegt rafmagn til álbræðslunnar, sem við hin greiðum því reikningurinn til okkar verður þeim mun hærri. Samantekið, rándýr framkvæmd sem við höfum ekki hámarks arð af. Allt þetta komst á koppinn því menn vildu halda völdum sínum. Það kalla ég rassmínur, þ.e. þá sem hugsa bara um rassinn á sjálfum sér.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 11.4.2009 kl. 02:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.