Styrkir eða afnotagjöld?

Nú berjast bræður innan Sjálfstæðisflokksins. Agnesi Braga er borið á brýn að halda meira með öðrum en hinum innan Sjálfstæðisflokksins. Þvílík fyrra, varla er það sérstakt áhugamál Agnesar að koma fylgi Sjálfstæðisflokksins fyrir kattarnef rétt fyrir kosningar. Nei hún birti bara fréttir, hvort það var henni skemmtun eður ei skiptir ekki aðalmáli, heldur að hún þagði ekki.

Það gæti virst sem skemmtun að Sjálfstæðismenn séu komnir í hár saman, en svo er ekki. Tilefnið er í raun of sorglegt. Niðurlægingin er svo algjör að menn líta undan. Þeir selja flest allt sem þjóðin á og skuldsetja upp fyrir haus. Reyna svo að standa sem óspjallaðir sveinar og þá kemur í ljós að þeir voru keyptir. Var kannski bara um að ræða greiðslu afnotagjalda, ekki styrki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband