Hvað er mikilvægt??
11.4.2009 | 23:03
Hvað er mikilvægt í dag. Er það mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið styrki frá tveimur fyrirtækjum. Í sjálfu sér ekki. Allir hafa alltaf vitað að auðmenn hafa styrkt Sjálfstæðisflokkinn alla tíð. Það sem er mikilvægt er hverjir og hvernig verður haldið á málum eftir kosningar. Það hefur reyndar komið betur í ljós núna að Sjálfstæðisflokkurinn fær afl sitt frá auðmönnum Íslands. Því er hann fulltrúi þeirra.
Frjálslyndi flokkurinn hefur ætíð haft opið bókhald og var fyrstur til að leggja það til. Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir afnámi kvótans, en kvótinn er birtingamynd einokunar. Einokun hugnast auðmönnum, þeim er venjulega illa við frelsi og samkeppni.
Frjálslyndi flokkurinn vill afnema verðtrygginguna. Verðtryggingin er dæmi um höft og einokun. Hún setur skuldarann í gapastokk. Það hugnast auðmönnum Íslands, því það eru þeir sem lána öðru fólki pening.
Þetta eru atriði sem skipta máli, ekki að auðmenn styrki Sjálfstæðisflokkinn sem allir vissu fyrir. Bjarni Ben á bara að segja að svona hafi þetta alltaf verið og okkur hafi líkað það vel hingað til. Verst að það komst í hámæli.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heimspeki, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Það var ekki bara Sjálftökuflokkurinn sem fékk væna styrki, samspillingin og framsókn sátu við sama borð þar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.4.2009 kl. 01:01
Sæl Helga.
Hefur þú verið sammála fjármálastjórnun í þínum flokki frá síðustu þingkosningum ?
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.4.2009 kl. 03:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.